Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2019 11:24 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar bætur þegar dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Foreldrarnir fengu dæmdar tvær milljónir króna í bætur hvort um sig. Börnin þeirra tvö fengu sömuleiðis tvær milljónir í bætur hvort um sig. Er þetta niðurstaða fjölskipaðs héraðsdóms. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Umturnaði lífi fjölskyldunnar Höfðaði fjögurra manna fjölskyldan mál á hendur Reykjavíkurborg. Lögmenn fjölskyldunnar sögðu málið hafa haft mikil áhrif á alla fjölskyldumeðlimi sem þeir glíma enn við. Andlegir kvillar fylgja þeim enn í dag og lífið tók allt aðra stefnu en þau höfðu séð fram á. Foreldrarnir skildu, móðirin flosnaði upp úr námi og vinnu, faðirinn sagði málið hafa haft þau áhrif að hann hefði ekki getað sinnt þeirra vinnu sem hann var í og þá hafði málið veruleg áhrif á mótunarár barnanna. Foreldrarnir báðir lýstu því við aðalmeðferð málsins hvernig þeir horfðu á níu mánaða barnið skella með hnakkann í gólfið eftir að hafa æft sig að standa við lítið borð á heimili þeirra. Þegar barnið var komið á sjúkrahús sáu læknar og sérfræðingar mikla blæðingu í heila og augnbotninum, sem geta verið einkenni eftir að barn hefur verið hrist. Lágu foreldrarnir undir grun sem þeir neituðu staðfastlega en svo fór að rannsókn málsins var hætt ári síðar. Var níu mánaða drengurinn tekinn af heimili þeirra. Foreldrarnir fengu hann ekki aftur í sína umsjá fyrr en fjórum mánuðum síðar.Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að bæturnar hefðu verið upp á tvær milljónir króna. Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar bætur þegar dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Foreldrarnir fengu dæmdar tvær milljónir króna í bætur hvort um sig. Börnin þeirra tvö fengu sömuleiðis tvær milljónir í bætur hvort um sig. Er þetta niðurstaða fjölskipaðs héraðsdóms. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Umturnaði lífi fjölskyldunnar Höfðaði fjögurra manna fjölskyldan mál á hendur Reykjavíkurborg. Lögmenn fjölskyldunnar sögðu málið hafa haft mikil áhrif á alla fjölskyldumeðlimi sem þeir glíma enn við. Andlegir kvillar fylgja þeim enn í dag og lífið tók allt aðra stefnu en þau höfðu séð fram á. Foreldrarnir skildu, móðirin flosnaði upp úr námi og vinnu, faðirinn sagði málið hafa haft þau áhrif að hann hefði ekki getað sinnt þeirra vinnu sem hann var í og þá hafði málið veruleg áhrif á mótunarár barnanna. Foreldrarnir báðir lýstu því við aðalmeðferð málsins hvernig þeir horfðu á níu mánaða barnið skella með hnakkann í gólfið eftir að hafa æft sig að standa við lítið borð á heimili þeirra. Þegar barnið var komið á sjúkrahús sáu læknar og sérfræðingar mikla blæðingu í heila og augnbotninum, sem geta verið einkenni eftir að barn hefur verið hrist. Lágu foreldrarnir undir grun sem þeir neituðu staðfastlega en svo fór að rannsókn málsins var hætt ári síðar. Var níu mánaða drengurinn tekinn af heimili þeirra. Foreldrarnir fengu hann ekki aftur í sína umsjá fyrr en fjórum mánuðum síðar.Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að bæturnar hefðu verið upp á tvær milljónir króna.
Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent