Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2019 07:00 Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. Vísir/Rakel Veröld fjögurra manna fjölskyldu umturnaðist á skömmum tíma þegar foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til að leiða til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnar hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Var tekist á um bótakröfu fjölskyldunnar á hendur borginni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Móðir drengsins hafði farið með hann á sjúkrahús í júní árið 2013. Sagði hún drenginn hafa skollið á hnakkann eftir að hafa æft sig að standa við kaffiborð á heimili fjölskyldunnar. Við skoðun á sjúkrahúsi komu í ljós miklar blæðingar á heila og augnbotni. Vaknaði þá grunur meðal heilbrigðisstarfsfólks um að barnið hefði verið hrist harkalega. Var málið tilkynnt til barnaverndar Reykjavíkur sem ákvað í kjölfarið að fjarlægja barnið af heimilinu. Foreldrarnir voru beðnir um samþykki fyrir þeirri aðgerð sem þeir sögðust hafa veitt af ótta við að fá ekki að hitta son sinn. Drengurinn dvaldi á vistheimili fyrir börn þar til vilyrði fékkst fyrir því að föðurforeldrar drengsins fengju að vera með hann og svo móðurforeldrarnir. Foreldrar drengjanna fengu drenginn loks aftur í sína umsjá fjórum mánuðum eftir inngrip barnaverndar. Hafði þetta mikil áhrif á líðan foreldranna sem slitu samvistum vegna málsins. Móðirin er öryrki og glíma hún, faðirinn og eldra barn þeirra við mikla andlega kvilla enn í dag.Missti lífsviljann Móðirin gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Hún sagði frá því að hún hefði verið í blóma lífsins áður en málið kom upp. Hún var ástfangin af manni sínum, var í námi og vinnu og sinnti félagslífinu. Andlegri líðan hefði hrakað hratt á meðan málið stóð yfir.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir er annar af lögmönnum fjölskyldunnar.Vísir„Ég missti ekki bara heilsuna, heldur lífsviljann og lífsgæði,“ sagði móðirin í dómsal. Hún væri öryrki í dag vegna málsins og geti ekki boðið börnunum upp á það líf sem hún hefði kosið. Móðirin og faðirinn lýstu með sama hætti aðdraganda slyssins við aðalmeðferð málsins. Sonur þeirra hefði staðið upp með því að styðja sig við lítið kaffiborð á heimili þeirra. Hann hafi allt í einu misst fæturna undan sér líkt og hann hefði runnið á svelli. Við það hefði hnakki hans skollið í gólfið.Málið hafi versnað með andmælum Faðirinn sagði tímann á meðan þau dvöldu á vistheimilinu hafa reynt gífurlega á fjölskylduna. Þau hefðu þurft að samþykkja vistunina til að missa drenginn ekki algjörlega frá sér. Þegar þau hafi andmælt þessu úrræði, meðal annars eftir að hafa fengið álit Geirs Friðgeirssonar barnalæknis í hendurnar, sem andmælti ályktunum sérfræðinga á Landspítalanum sem leiddu til gruns um að sonur þeirra hefði verið hristur, versnaði veran á vistheimilinu til muna. Starfsfólk vistheimilisins hefði í kjölfar andmælanna fengið þau fyrirmæli að fylgjast með öllum gjörðum foreldranna á vistheimilinu. Faðirinn greindi frá því að hann hefði glímt við mikinn kvíða og uppköst á þessum tíma og hefði tekið upp á því að deyfa sig með áfengi. Hann hefði síðar leitað sér aðstoðar vegna áfengisvanda.Hafi ekki fengið að kynnast barninu sem hefði orðið Í október árið 2013 fengu þau loksins að fara heim með soninn. Faðirinn lýsti því fyrir dómi að hann hefði farið á undan fjölskyldunni til að gera heimilið klárt fyrir heimkomuna. Sú upplifun var hræðileg fyrir hann. „Það var eins og einhver hefði dáið,“ sagði faðirinn þegar hann lýsti rykföllnu heimilinu.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, annar lögmanna fjölskyldunnar.Réttur„Það var allt einhvern veginn breytt. Eins og einhver hefði horfið úr lífi okkar. Þetta er mjög erfið minning. Ég man eftir því að hafa grátið í fanginu á barnsmóður minni. Það voru ekki gleðitár. Það var ekkert. Bara flatneskja.“ Hann sagði áhrifin málsins á eldra barnið gífurlega og sonur þeirra hefði liðið fyrir slæma stöðu fjölskyldunnar árin sem komu á eftir. „Mér finnst ég ekki hafa fengið tækifæri til að kynnast barninu sem hefði orðið. Það er mín skoðun.“Amman íhugaði að taka á sig sök Móðuramma drengsins gaf skýrslu fyrir dómi lýsti því að hún hefði eitt sinn verið andvaka yfir þessu máli og hugsað upp leiðir til að hjálpa dóttur sinni. „Þá datt mér í hug að ég skyldi játa þetta á mig að hafa hrist barnið,“ sagði móðuramman. Þegar hún vaknaði morguninn eftir áttaði sig hún á því að það væri ekki sérstaklega góð hugmynd því hún hefði ekki geta nefnt stað né stund þar sem það átti að hafa geta gerst. „En þegar maður er farinn að upphugsa svona ráð til að hjálpa fjölskyldu sinni, til að bjarga henni undan svona stofnanaofbeldi, þá er eitthvað mikið að barnavernd í þessu landi,“ sagði móðuramman. Hún sagði dóttur sína ekki sömu manneskjuna í dag. „Einu sinni átti ég unga og heilbrigða dóttur en hún er það ekki lengur. Ef hún sæti hér í hjólastól og lömuð þá myndi ég ekki þurfa að útskýra það neitt frekar.“Áverkarnir vöktu grun um Shaken Baby-heilkenni Tveir sérfræðingar, annars vegar þýskur réttarmeinafræðingur og hins vegar sérfræðingur á Landspítalanum, voru þeirrar skoðunar að ástæða væri til að hafa uppi rökstuddan grun um að drengurinn hefði verið hristur. Blæðingar í heila og augnbotni væru vísbending um að drengurinn væri með Shaken Baby-heilkenni. Þessu mótmælti Geir Friðgeirsson barnalæknir. Hann hafði verið með drenginn í eftirliti fyrir atvikið. Hann sagði fyrir dómi í gær að einkenni Shaken Baby-heilkennis væru nokkur, þar á meðal blæðingar í heila og augnbotni en þar að auki taugaskemmdir og heilabjúgur. Slíkir áverkar hefðu ekki verið sjáanlegar við skoðun á drengnum.Ástráður Haraldsson er dómari málsins en með honum eru tveir sérfróðir dómarar. Annars vegar réttarmeinafræðingur og sérfræðingur í barnavernd. FBL/Anton BrinkGeir benti á að samkvæmt heilsufarsgögnum hefði drengurinn verið með talsverðan hita og kvefaður í maí árið 2013, um tveimur vikum áður en áverkar drengsins komu í ljós. Drengnum hefði svelgst óskaplega á vegna þessa og foreldrarnir orðið skelkaðir. Faðirinn hefði gripið drenginn, snúið honum á hvolf og bankað í bakið á honum. Það hefði jafnvel geta valdið þeim áverkum sem sáust við skoðun. Þessu voru sérfræðingurinn á Landspítalanum og þýski réttarmeinafræðingurinn Regina Preuss ósammála. Áverkarnir hefðu sannarlega bent til Shaken Baby-heilkennis og því ástæða til að rannsaka málið frekar. Preuss gaf skýrslu símleiðis við aðalmeðferð málsins og benti á að það sannaði ekkert að taugaskemmdir hefðu ekki fundist á drengnum. Slíkur skaði gæti komið fram einhverjum árum síðar. Við aðalmeðferð málsins kom fram að engin áhrif hefðu komið fram hjá drengnum sem sýndu fram á slíkan taugaskaða nú rúmum sex árum síðar.Fjölskyldan í molum Foreldrarnir sögðust hafa verið þjakaðir af þunglyndi, kvíða og vanlíðan vegna inngripa barnaverndar og rannsóknar málsins. Eldra barn þeirra sýndi verulegt afturhvarf í þroska. Foreldrarnir flosnuðu upp úr námi og vinnu og slitu loks samvistum. Bentu lögmenn fjölskyldunnar á að barnavernd Reykjavíkur hefði ekki tekið tillit til þess hvaða áhrif aðgerðin myndi hafa á eldra barn foreldranna. Eldra barnið varð, auk afturhvarfs í þroska, kvíðið og byrjaði að stama. Þar hefði barnavernd brugðist hlutverki sínu.Voru ósammála forstjóranum Sögðu lögmenn fjölskyldunnar að svo virtist sem barnavernd Reykjavíkur hefði ákveðið að láta lögregluna ráða ferðinni í málinu og ekki tekið sjálfstæða afstöðu við að meta hagsmuni barnsins. Það hafi meðal annars komið fram í máli Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, sem viðurkenndi mistök í málinu í fjölmiðlaviðtali. Um var að ræða viðtal sem Bragi veitti fréttaskýringaþættinum Kveik vegna málsins í nóvember árið 2017. Þar sagði Bragi meðal annars að áfallið sem foreldrarnir hefðu orðið fyrir hefði kallað á að starfsmenn barnaverndar umlyktu foreldra með hlýju og virðingu. Í þessu máli væri ljóst að eitthvað hefði farið úrskeiðis.Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu. Vísir/VilhelmTveir starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur gáfu skýrslu við aðalmeðferð málsins í gær. Þeir voru ósammála orðum Braga varðandi að lögreglan hefði ráðið för í málinu. Annar þeirra sagði orð Braga hreinlega röng. Barnavernd hefði stuðst við mikið magn gagna og tekið sjálfstæðar ákvarðanir í hverju skrefi svo ferlið yrði eins lítið íþyngjandi og hægt var fyrir fjölskyldumeðlimi. Þar á meðal eldra barnið. Sögðust starfsmennirnir hafa haft hag barnanna að leiðarljósi og minntu á að grunur hefði verið um að drengurinn hefði verið beittur alvarlegur ofbeldi.Einn af meðdómurum málsins var hissa Dómurinn í málinu er skipaður héraðsdómara ásamt sérfróðum meðdómendum sem eru annars vegar réttarmeinafræðingur og hins vegar barnasálfræðingur og sérfræðingur í barnavernd. Meðdómarinn sem er sérfræðingur í barnavernd sagði við starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur að hann væri hissa á því að aðstæður fjölskyldunnar hefðu ekki verið skoðaðar og að starfsmenn barnaverndar hefðu ekki lagt mat á líðan fjölskyldunnar. Lögmenn fjölskyldunnar bentu á að sakamálarannsókn lögreglu leysi starfsmenn barnaverndar ekki undan sinni rannsóknarskyldu í málum sem þessum.Íslenska ríkið viðurkenndi bótaskyldu Foreldrarnir fóru í yfirheyrslu hjá lögreglu og húsleit var framkvæmd á heimili þeirra. Íslenska ríkið viðurkenndi að þessar aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu, þar á meðal að fjarlægja barnið af heimilinu, brutu gegn friðhelgi einkalífs foreldranna. Greiddi íslenska ríkið foreldrunum eina milljón króna í bætur. Fór málið ekki fyrir dóm. Lögmenn fjölskyldunnar sögðu það frekar sérstakt að ríkið viðurkenndi bótakröfu í málinu en borgin neiti sök. „Og við áttum ekki von á svo miklum vörnum frá borginni. Við töldum óumdeilt að ýmislegt hefði farið úrskeiðis og vorum að vonast til þess að það væri hægt að semja um einhverja niðurstöðu út frá því,“ sagði Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, annar lögmaður fjölskyldunnar, við fréttastofu að lokinni aðalmeðferð málsins. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, hinn lögmaður fjölskyldunnar, sagði sömuleiðis ríkið hafa viðurkennt bótaskyldu vegna Barnaverndarstofu. „Sem átti ákveðinn hlut í barnaverndarþætti þessa máls. Þá er merkilegt að Barnavernd Reykjavíkur streitist mjög á móti.“ Lögmaður borgarinnar vildi ekki tjá sig um málið að lokinni aðalmeðferð. Má búast við niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms innan fjögurra vikna. Barnavernd Dómsmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Veröld fjögurra manna fjölskyldu umturnaðist á skömmum tíma þegar foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til að leiða til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnar hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Var tekist á um bótakröfu fjölskyldunnar á hendur borginni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Móðir drengsins hafði farið með hann á sjúkrahús í júní árið 2013. Sagði hún drenginn hafa skollið á hnakkann eftir að hafa æft sig að standa við kaffiborð á heimili fjölskyldunnar. Við skoðun á sjúkrahúsi komu í ljós miklar blæðingar á heila og augnbotni. Vaknaði þá grunur meðal heilbrigðisstarfsfólks um að barnið hefði verið hrist harkalega. Var málið tilkynnt til barnaverndar Reykjavíkur sem ákvað í kjölfarið að fjarlægja barnið af heimilinu. Foreldrarnir voru beðnir um samþykki fyrir þeirri aðgerð sem þeir sögðust hafa veitt af ótta við að fá ekki að hitta son sinn. Drengurinn dvaldi á vistheimili fyrir börn þar til vilyrði fékkst fyrir því að föðurforeldrar drengsins fengju að vera með hann og svo móðurforeldrarnir. Foreldrar drengjanna fengu drenginn loks aftur í sína umsjá fjórum mánuðum eftir inngrip barnaverndar. Hafði þetta mikil áhrif á líðan foreldranna sem slitu samvistum vegna málsins. Móðirin er öryrki og glíma hún, faðirinn og eldra barn þeirra við mikla andlega kvilla enn í dag.Missti lífsviljann Móðirin gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Hún sagði frá því að hún hefði verið í blóma lífsins áður en málið kom upp. Hún var ástfangin af manni sínum, var í námi og vinnu og sinnti félagslífinu. Andlegri líðan hefði hrakað hratt á meðan málið stóð yfir.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir er annar af lögmönnum fjölskyldunnar.Vísir„Ég missti ekki bara heilsuna, heldur lífsviljann og lífsgæði,“ sagði móðirin í dómsal. Hún væri öryrki í dag vegna málsins og geti ekki boðið börnunum upp á það líf sem hún hefði kosið. Móðirin og faðirinn lýstu með sama hætti aðdraganda slyssins við aðalmeðferð málsins. Sonur þeirra hefði staðið upp með því að styðja sig við lítið kaffiborð á heimili þeirra. Hann hafi allt í einu misst fæturna undan sér líkt og hann hefði runnið á svelli. Við það hefði hnakki hans skollið í gólfið.Málið hafi versnað með andmælum Faðirinn sagði tímann á meðan þau dvöldu á vistheimilinu hafa reynt gífurlega á fjölskylduna. Þau hefðu þurft að samþykkja vistunina til að missa drenginn ekki algjörlega frá sér. Þegar þau hafi andmælt þessu úrræði, meðal annars eftir að hafa fengið álit Geirs Friðgeirssonar barnalæknis í hendurnar, sem andmælti ályktunum sérfræðinga á Landspítalanum sem leiddu til gruns um að sonur þeirra hefði verið hristur, versnaði veran á vistheimilinu til muna. Starfsfólk vistheimilisins hefði í kjölfar andmælanna fengið þau fyrirmæli að fylgjast með öllum gjörðum foreldranna á vistheimilinu. Faðirinn greindi frá því að hann hefði glímt við mikinn kvíða og uppköst á þessum tíma og hefði tekið upp á því að deyfa sig með áfengi. Hann hefði síðar leitað sér aðstoðar vegna áfengisvanda.Hafi ekki fengið að kynnast barninu sem hefði orðið Í október árið 2013 fengu þau loksins að fara heim með soninn. Faðirinn lýsti því fyrir dómi að hann hefði farið á undan fjölskyldunni til að gera heimilið klárt fyrir heimkomuna. Sú upplifun var hræðileg fyrir hann. „Það var eins og einhver hefði dáið,“ sagði faðirinn þegar hann lýsti rykföllnu heimilinu.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, annar lögmanna fjölskyldunnar.Réttur„Það var allt einhvern veginn breytt. Eins og einhver hefði horfið úr lífi okkar. Þetta er mjög erfið minning. Ég man eftir því að hafa grátið í fanginu á barnsmóður minni. Það voru ekki gleðitár. Það var ekkert. Bara flatneskja.“ Hann sagði áhrifin málsins á eldra barnið gífurlega og sonur þeirra hefði liðið fyrir slæma stöðu fjölskyldunnar árin sem komu á eftir. „Mér finnst ég ekki hafa fengið tækifæri til að kynnast barninu sem hefði orðið. Það er mín skoðun.“Amman íhugaði að taka á sig sök Móðuramma drengsins gaf skýrslu fyrir dómi lýsti því að hún hefði eitt sinn verið andvaka yfir þessu máli og hugsað upp leiðir til að hjálpa dóttur sinni. „Þá datt mér í hug að ég skyldi játa þetta á mig að hafa hrist barnið,“ sagði móðuramman. Þegar hún vaknaði morguninn eftir áttaði sig hún á því að það væri ekki sérstaklega góð hugmynd því hún hefði ekki geta nefnt stað né stund þar sem það átti að hafa geta gerst. „En þegar maður er farinn að upphugsa svona ráð til að hjálpa fjölskyldu sinni, til að bjarga henni undan svona stofnanaofbeldi, þá er eitthvað mikið að barnavernd í þessu landi,“ sagði móðuramman. Hún sagði dóttur sína ekki sömu manneskjuna í dag. „Einu sinni átti ég unga og heilbrigða dóttur en hún er það ekki lengur. Ef hún sæti hér í hjólastól og lömuð þá myndi ég ekki þurfa að útskýra það neitt frekar.“Áverkarnir vöktu grun um Shaken Baby-heilkenni Tveir sérfræðingar, annars vegar þýskur réttarmeinafræðingur og hins vegar sérfræðingur á Landspítalanum, voru þeirrar skoðunar að ástæða væri til að hafa uppi rökstuddan grun um að drengurinn hefði verið hristur. Blæðingar í heila og augnbotni væru vísbending um að drengurinn væri með Shaken Baby-heilkenni. Þessu mótmælti Geir Friðgeirsson barnalæknir. Hann hafði verið með drenginn í eftirliti fyrir atvikið. Hann sagði fyrir dómi í gær að einkenni Shaken Baby-heilkennis væru nokkur, þar á meðal blæðingar í heila og augnbotni en þar að auki taugaskemmdir og heilabjúgur. Slíkir áverkar hefðu ekki verið sjáanlegar við skoðun á drengnum.Ástráður Haraldsson er dómari málsins en með honum eru tveir sérfróðir dómarar. Annars vegar réttarmeinafræðingur og sérfræðingur í barnavernd. FBL/Anton BrinkGeir benti á að samkvæmt heilsufarsgögnum hefði drengurinn verið með talsverðan hita og kvefaður í maí árið 2013, um tveimur vikum áður en áverkar drengsins komu í ljós. Drengnum hefði svelgst óskaplega á vegna þessa og foreldrarnir orðið skelkaðir. Faðirinn hefði gripið drenginn, snúið honum á hvolf og bankað í bakið á honum. Það hefði jafnvel geta valdið þeim áverkum sem sáust við skoðun. Þessu voru sérfræðingurinn á Landspítalanum og þýski réttarmeinafræðingurinn Regina Preuss ósammála. Áverkarnir hefðu sannarlega bent til Shaken Baby-heilkennis og því ástæða til að rannsaka málið frekar. Preuss gaf skýrslu símleiðis við aðalmeðferð málsins og benti á að það sannaði ekkert að taugaskemmdir hefðu ekki fundist á drengnum. Slíkur skaði gæti komið fram einhverjum árum síðar. Við aðalmeðferð málsins kom fram að engin áhrif hefðu komið fram hjá drengnum sem sýndu fram á slíkan taugaskaða nú rúmum sex árum síðar.Fjölskyldan í molum Foreldrarnir sögðust hafa verið þjakaðir af þunglyndi, kvíða og vanlíðan vegna inngripa barnaverndar og rannsóknar málsins. Eldra barn þeirra sýndi verulegt afturhvarf í þroska. Foreldrarnir flosnuðu upp úr námi og vinnu og slitu loks samvistum. Bentu lögmenn fjölskyldunnar á að barnavernd Reykjavíkur hefði ekki tekið tillit til þess hvaða áhrif aðgerðin myndi hafa á eldra barn foreldranna. Eldra barnið varð, auk afturhvarfs í þroska, kvíðið og byrjaði að stama. Þar hefði barnavernd brugðist hlutverki sínu.Voru ósammála forstjóranum Sögðu lögmenn fjölskyldunnar að svo virtist sem barnavernd Reykjavíkur hefði ákveðið að láta lögregluna ráða ferðinni í málinu og ekki tekið sjálfstæða afstöðu við að meta hagsmuni barnsins. Það hafi meðal annars komið fram í máli Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu, sem viðurkenndi mistök í málinu í fjölmiðlaviðtali. Um var að ræða viðtal sem Bragi veitti fréttaskýringaþættinum Kveik vegna málsins í nóvember árið 2017. Þar sagði Bragi meðal annars að áfallið sem foreldrarnir hefðu orðið fyrir hefði kallað á að starfsmenn barnaverndar umlyktu foreldra með hlýju og virðingu. Í þessu máli væri ljóst að eitthvað hefði farið úrskeiðis.Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu. Vísir/VilhelmTveir starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur gáfu skýrslu við aðalmeðferð málsins í gær. Þeir voru ósammála orðum Braga varðandi að lögreglan hefði ráðið för í málinu. Annar þeirra sagði orð Braga hreinlega röng. Barnavernd hefði stuðst við mikið magn gagna og tekið sjálfstæðar ákvarðanir í hverju skrefi svo ferlið yrði eins lítið íþyngjandi og hægt var fyrir fjölskyldumeðlimi. Þar á meðal eldra barnið. Sögðust starfsmennirnir hafa haft hag barnanna að leiðarljósi og minntu á að grunur hefði verið um að drengurinn hefði verið beittur alvarlegur ofbeldi.Einn af meðdómurum málsins var hissa Dómurinn í málinu er skipaður héraðsdómara ásamt sérfróðum meðdómendum sem eru annars vegar réttarmeinafræðingur og hins vegar barnasálfræðingur og sérfræðingur í barnavernd. Meðdómarinn sem er sérfræðingur í barnavernd sagði við starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur að hann væri hissa á því að aðstæður fjölskyldunnar hefðu ekki verið skoðaðar og að starfsmenn barnaverndar hefðu ekki lagt mat á líðan fjölskyldunnar. Lögmenn fjölskyldunnar bentu á að sakamálarannsókn lögreglu leysi starfsmenn barnaverndar ekki undan sinni rannsóknarskyldu í málum sem þessum.Íslenska ríkið viðurkenndi bótaskyldu Foreldrarnir fóru í yfirheyrslu hjá lögreglu og húsleit var framkvæmd á heimili þeirra. Íslenska ríkið viðurkenndi að þessar aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu, þar á meðal að fjarlægja barnið af heimilinu, brutu gegn friðhelgi einkalífs foreldranna. Greiddi íslenska ríkið foreldrunum eina milljón króna í bætur. Fór málið ekki fyrir dóm. Lögmenn fjölskyldunnar sögðu það frekar sérstakt að ríkið viðurkenndi bótakröfu í málinu en borgin neiti sök. „Og við áttum ekki von á svo miklum vörnum frá borginni. Við töldum óumdeilt að ýmislegt hefði farið úrskeiðis og vorum að vonast til þess að það væri hægt að semja um einhverja niðurstöðu út frá því,“ sagði Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, annar lögmaður fjölskyldunnar, við fréttastofu að lokinni aðalmeðferð málsins. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, hinn lögmaður fjölskyldunnar, sagði sömuleiðis ríkið hafa viðurkennt bótaskyldu vegna Barnaverndarstofu. „Sem átti ákveðinn hlut í barnaverndarþætti þessa máls. Þá er merkilegt að Barnavernd Reykjavíkur streitist mjög á móti.“ Lögmaður borgarinnar vildi ekki tjá sig um málið að lokinni aðalmeðferð. Má búast við niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms innan fjögurra vikna.
Barnavernd Dómsmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira