Segir mikilvægt að passa að gera Alþingi ekki að dómssal í Samherjamálinu Erla Björg Gunnarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 1. desember 2019 16:00 Hanna Katrín Friðriksson, Willum Þór Þórsson, Andrés Ingi Jónsson og Bryndís Haraldsóttir alþingismenn ræddu Samherjamálið. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að varast þurfi að gera þingsalinn að dómssal í Samherjamálinu með því að þingmenn ákveði ákveðna upphæð til eftirlitsstofnana til að rannsaka Samherjamálið. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir aftur á móti rannsóknina ekki eiga að byggjast á trausti til ráðherra og fjárveitinga þeirra. Þingmenn mættust í Sprengisandi á Bylgjunni í dag til að ræða Samherjamálið. Fyrst til umræðu var opinber rannsókn á málinu en hart hefur verið tekist á þingi um hvaða leið eigi að fara til að auka fjármagn til eftirlitsstofnana. Þá einna helst deilt um það hvort löggjafinn eigi að setja auka fjármagn í rannsókn með fjárlögum eða hvort stofnanirnar eigi sjálfar að óska eftir fjármagninu til framkvæmdavaldsins, það er til ráðherra málaflokksins, eftir að umfang rannsóknar er vitað.Mikilvægt að löggjafinn haldi í hlutleysi Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokks, sagði mikilvægt að löggjafinn héldi í hlutleysi sitt varðandi rannsóknina. „Það hefði auðvitað verið mjög sérstakt ef þingið ætlaði að fara að ýta fjárheimildum að einhverjum stofnunum út af einhverjum málum ef engin beiðni um slíkt liggur fyrir eða neitt samtal eða neitt slíkt.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók undir þetta. „Ég hef svolítið velt þessu fyrir mér út af því að mér þykir líka að í þessari sorglegu umræðu allri þá finnst mér við þurfa að passa okkur ofboðslega mikið á því að gera þingsalinn ekki að dómssal.“Óttast skilaboðin frá þinginu „Á sama tíma og við höfum verið að ræða hversu brugðið okkur er og hversu reið við erum á þessum fréttum, þá á sama tíma erum við að taka hérna eitthvað fjármagn og segja: „Þið eigið að rannsaka nákvæmlega þetta mál.“ Hvaða skilaboð eru það frá þinginu? Erum við að segja: „Rannsakið þetta og komist að niðurstöðu núna strax og ákærið þetta fólk,“ eða eigum við að leyfa þessum stofnunum að vera hlutlausar og vinna sína vinnu og treysta þeim til þess að þau geri það hratt og örugglega án beinnar aðkomu þingsins?“ bætti Bryndís við. Andrés Ingi Jónsson, fyrrum þingmaður Vinstri grænna og nú óháður á þingi benti aftur á móti á að traust almennings hafi hrunið gagnvart stóru fyrirtæki og ekki sé hægt að byggja rannsóknina á trausti á framkvæmdavaldinu.Mikilvægt að stofnanirnar hafi sjálfstæði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, tók undir orð Andrésar. „Þannig að segja: „Þið gerið þetta án þess að fá meiri pening og svo áttum við okkur á því hvað Samherjamálið kostar okkur og þá komum við og biðjum við um pening,“ þá erum við farin að falla í þessa gildru sem þú ert að tala um, að framkvæmdarvaldið tekur þá ákvörðun og segir já eða nei eftir því hvernig vindar blása.“ „Það er mjög mikilvægt að löggjafinn veiti nægilegt fé inn í þessar stofnanir til að þær geti tekið sjálfstæða ákvörðun, sjálfstæða ákvörðun um hversu djúpt og langt þau fari inn í rannsóknina,“ sagði Hanna Katrín í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13 Norska lögreglan rannsakar DNB bankann vegna viðskipta við Samherja Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar tilkynnti um það í dag að formleg rannsókn væri hafin á starfsemi norska DNB bankans vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi Samherja og ásakanir um spillingu í Namibíu. 28. nóvember 2019 18:36 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera „fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 „Ásakanir Samherja í garð fréttamannsins um ósannindi eru fráleitar“ Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri og ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks, segir fullyrðingar Samherja síðustu daga um meintar rangfærslur RÚV ekki eiga við rök að styðjast. 29. nóvember 2019 00:07 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að varast þurfi að gera þingsalinn að dómssal í Samherjamálinu með því að þingmenn ákveði ákveðna upphæð til eftirlitsstofnana til að rannsaka Samherjamálið. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir aftur á móti rannsóknina ekki eiga að byggjast á trausti til ráðherra og fjárveitinga þeirra. Þingmenn mættust í Sprengisandi á Bylgjunni í dag til að ræða Samherjamálið. Fyrst til umræðu var opinber rannsókn á málinu en hart hefur verið tekist á þingi um hvaða leið eigi að fara til að auka fjármagn til eftirlitsstofnana. Þá einna helst deilt um það hvort löggjafinn eigi að setja auka fjármagn í rannsókn með fjárlögum eða hvort stofnanirnar eigi sjálfar að óska eftir fjármagninu til framkvæmdavaldsins, það er til ráðherra málaflokksins, eftir að umfang rannsóknar er vitað.Mikilvægt að löggjafinn haldi í hlutleysi Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokks, sagði mikilvægt að löggjafinn héldi í hlutleysi sitt varðandi rannsóknina. „Það hefði auðvitað verið mjög sérstakt ef þingið ætlaði að fara að ýta fjárheimildum að einhverjum stofnunum út af einhverjum málum ef engin beiðni um slíkt liggur fyrir eða neitt samtal eða neitt slíkt.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók undir þetta. „Ég hef svolítið velt þessu fyrir mér út af því að mér þykir líka að í þessari sorglegu umræðu allri þá finnst mér við þurfa að passa okkur ofboðslega mikið á því að gera þingsalinn ekki að dómssal.“Óttast skilaboðin frá þinginu „Á sama tíma og við höfum verið að ræða hversu brugðið okkur er og hversu reið við erum á þessum fréttum, þá á sama tíma erum við að taka hérna eitthvað fjármagn og segja: „Þið eigið að rannsaka nákvæmlega þetta mál.“ Hvaða skilaboð eru það frá þinginu? Erum við að segja: „Rannsakið þetta og komist að niðurstöðu núna strax og ákærið þetta fólk,“ eða eigum við að leyfa þessum stofnunum að vera hlutlausar og vinna sína vinnu og treysta þeim til þess að þau geri það hratt og örugglega án beinnar aðkomu þingsins?“ bætti Bryndís við. Andrés Ingi Jónsson, fyrrum þingmaður Vinstri grænna og nú óháður á þingi benti aftur á móti á að traust almennings hafi hrunið gagnvart stóru fyrirtæki og ekki sé hægt að byggja rannsóknina á trausti á framkvæmdavaldinu.Mikilvægt að stofnanirnar hafi sjálfstæði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, tók undir orð Andrésar. „Þannig að segja: „Þið gerið þetta án þess að fá meiri pening og svo áttum við okkur á því hvað Samherjamálið kostar okkur og þá komum við og biðjum við um pening,“ þá erum við farin að falla í þessa gildru sem þú ert að tala um, að framkvæmdarvaldið tekur þá ákvörðun og segir já eða nei eftir því hvernig vindar blása.“ „Það er mjög mikilvægt að löggjafinn veiti nægilegt fé inn í þessar stofnanir til að þær geti tekið sjálfstæða ákvörðun, sjálfstæða ákvörðun um hversu djúpt og langt þau fari inn í rannsóknina,“ sagði Hanna Katrín í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13 Norska lögreglan rannsakar DNB bankann vegna viðskipta við Samherja Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar tilkynnti um það í dag að formleg rannsókn væri hafin á starfsemi norska DNB bankans vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi Samherja og ásakanir um spillingu í Namibíu. 28. nóvember 2019 18:36 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera „fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 „Ásakanir Samherja í garð fréttamannsins um ósannindi eru fráleitar“ Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri og ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks, segir fullyrðingar Samherja síðustu daga um meintar rangfærslur RÚV ekki eiga við rök að styðjast. 29. nóvember 2019 00:07 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13
Norska lögreglan rannsakar DNB bankann vegna viðskipta við Samherja Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar tilkynnti um það í dag að formleg rannsókn væri hafin á starfsemi norska DNB bankans vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi Samherja og ásakanir um spillingu í Namibíu. 28. nóvember 2019 18:36
Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera „fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56
„Ásakanir Samherja í garð fréttamannsins um ósannindi eru fráleitar“ Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri og ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks, segir fullyrðingar Samherja síðustu daga um meintar rangfærslur RÚV ekki eiga við rök að styðjast. 29. nóvember 2019 00:07