Boðar fullt frelsi í nafnagift Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2019 19:30 Sú tillaga Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að leggja niður mannanafnanefnd kemur til vegna þess að í frumvarpi sem nú er til umsagnar í samráðsgátt eru áform um fullt frelsi til nafngiftar. „Það er mín skoðun að réttur fólks til að ráða sínu nafni og barna sinna eigi að vera ríkari en réttur samfélagsins til að takmarka þann rétt. Ég er að leggja fram ákveðin áform um fullt frelsi í þessum málum og þigg allar ábendingar um þá gerð,“ segir Áslaug Arna. Þetta þýðir að upptaka ættarnafna verður leyfð, að ekki þurfi að vera hefð fyrir nafninu og það þurfi ekki að fylgja reglum íslenskunnar. Nöfn verði þá í raun undanskilin íslenskri stafsetningu þótt krafa sé um að nöfnin fylgi latneska stafrófinu. Því gætum við séð nöfn eins og Swanhildur, Cesar og Zigrún.En hvað með nöfn eins og Gardína, Sveppur og Djöfull? „Ég hef litlar áhyggjur af því að fólk ráðist í þannig nafnabreytingar. Það hefur sýnt sig í öðrum löndum að það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Aftur á móti ef þetta eru þannig nöfn sem eru gegn hagsmunum barns þá ætti það að vera á borði barnaverndaryfirvalda, það er verið að skoða þetta í þessari frumvarpsgerð,“ segir Áslaug Arna en til greina kemur að starfsmaður á Þjóðskrá verði með það hlutverk að meta og tilkynna slíkar öfgar. Áslaug segir frelsi í nafnagiftum vera hjartans mál fyrir suma. „Ég hef talað við fólk sem líður illa eða lendir í vandræðum því það getur ekki breytt eftirnafni eða fornafni vegna þessara reglna. Að auki held ég að þær séu ekki í samhengi við almenn viðhorf í samfélaginu.“ Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57 Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Sú tillaga Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að leggja niður mannanafnanefnd kemur til vegna þess að í frumvarpi sem nú er til umsagnar í samráðsgátt eru áform um fullt frelsi til nafngiftar. „Það er mín skoðun að réttur fólks til að ráða sínu nafni og barna sinna eigi að vera ríkari en réttur samfélagsins til að takmarka þann rétt. Ég er að leggja fram ákveðin áform um fullt frelsi í þessum málum og þigg allar ábendingar um þá gerð,“ segir Áslaug Arna. Þetta þýðir að upptaka ættarnafna verður leyfð, að ekki þurfi að vera hefð fyrir nafninu og það þurfi ekki að fylgja reglum íslenskunnar. Nöfn verði þá í raun undanskilin íslenskri stafsetningu þótt krafa sé um að nöfnin fylgi latneska stafrófinu. Því gætum við séð nöfn eins og Swanhildur, Cesar og Zigrún.En hvað með nöfn eins og Gardína, Sveppur og Djöfull? „Ég hef litlar áhyggjur af því að fólk ráðist í þannig nafnabreytingar. Það hefur sýnt sig í öðrum löndum að það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Aftur á móti ef þetta eru þannig nöfn sem eru gegn hagsmunum barns þá ætti það að vera á borði barnaverndaryfirvalda, það er verið að skoða þetta í þessari frumvarpsgerð,“ segir Áslaug Arna en til greina kemur að starfsmaður á Þjóðskrá verði með það hlutverk að meta og tilkynna slíkar öfgar. Áslaug segir frelsi í nafnagiftum vera hjartans mál fyrir suma. „Ég hef talað við fólk sem líður illa eða lendir í vandræðum því það getur ekki breytt eftirnafni eða fornafni vegna þessara reglna. Að auki held ég að þær séu ekki í samhengi við almenn viðhorf í samfélaginu.“
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57 Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57
Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14