Auknu fé verði veitt til ríkisstofnana vegna Samherjamálsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. desember 2019 19:00 Í gær voru tvö ár liðin frá því ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum Heimir Már Pétursson fréttamaður fékk hana til sín í Víglínuna, en nú þegar kjörtímabilið er hálfnað hefur einn þingmanna Vinstri grænna yfirgefið flokkinn. Þá var Katrín spurð hvort frumvarp hennar um vernd uppljóstrara nái til Jóhannesar Stefánssonar sem upplýsti um meintar mútur Samherja í Namibíu. Hún segir að viðeigandi stofnunum verði séð fyrir auknu fjármagni til að rannsaka málið. Aðspurð út í hvarf Andrésar Inga Jónssonar úr þingflokki Vinstri grænna sagði Katrín alltaf leiðinlegt þegar leiðir skildu í stjórnmálum, en hún sagði jafnframt að ástæður Andrésar fyrir ákvörðun sinni hafi komið henni nokkuð á óvart. „Hann nefndi í fyrsta lagi loftslagsmálin. Það kom mér nokkuð á óvart, því ef ég ætti að nefna annað mál en stóru vinnumarkaðsmálin, þá eru það loftslagsmálin sem hafa náttúrulega verið í forgrunni hjá þessari ríkisstjórn allt kjörtímabilið,“ sagði Katrín. Hún segir enga aðra ríkisstjórn hafa sett viðlíka fé og gert sams konar áætlanir í þágu loftslagsmála eins og núverandi ríkisstjórn. „Við erum raunar komin á fulla ferð í orkuskiptum í samgöngum. Það var óskað eftir innleggi frá okkur á loftslagsþingi SÞ til að ræða þann árangur sem hefur náðst hér á landi í kolefnisbindingu, sem er svona hin hliðin á þessum pening, annars vegar erum við að reyna að draga úr losun og hins vegar erum við að reyna að binda kolefnið.“ Katrín kveðst ekki hafa heyrt í Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, síðan Andrés sagði skilið við flokkinn. Rósa Björk var, líkt og Andrési, andvíg stjórnarsáttmálanum sem flokkur hennar gerði við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Rósa Björk er nú erlendis í opinberum erindagjörðum, en Katrín segist ekki gera ráð fyrir að hún kjósi að yfirgefa flokkinn líkt og Andrés. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að það séu breytingar fram undan, en auðvitað liggur fyrir að hún og Andrés voru tvö á móti þessum stjórnarsáttmála og stóðu saman í því,“ sagði Katrín.Segir svigrúm til fjárveitinga vegna Samherjamálsins Heimir Már vatt máli sínu því næst að Samherjamálinu, sem hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. Bæði hér á landi og utan landsteinanna. Aðspurð sagði Katrín að svigrúm væri til þess að veita Skattrannsóknarstjóra og Héraðssaksóknara aukið fé til rannsóknar málsins. Aukin fjárveiting til embættanna var ekki í fjárlögum næsta árs. „Mér finnst þessi umræða nú öll hin furðulegasta. Við erum auðvitað að vinna innan nýs ramma laga um opinber fjármál, þar sem er viðurkennt að við höfum ákveðið svigrúm til að bregðast við því sem gerist, við séum með áætlanagerð til fimm ára, við séum ekki að bregðast við hlutum með litlum fyrirvara heldur höfum við svigrúm í því sem heitir almennur varasjóður og varasjóður málaflokka,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skref „Beiðnin sem er vísað til barst eftir aðra umræðu fjárlaga, þannig að væntanlega verður hún auðvitað tekin til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu og unnið með hana inni í komandi fjármálaáætlun og fjárlögum,“ sagði forsætisráðherra jafnframt og á þar við beiðni Héraðssaksóknara sem hefur óskað eftir að fá að ráða til sín sex starfsmenn til þess að geta rannsakað Samherjamálið. „Skattrannsóknarstjóri sömuleiðis kann að þurfa aukið fé, og við því verður brugðist og orðið. Þessum stofnunum verður tryggt nægjanlegt fjármagn innan þess svigrúms sem þessi lög veita til þess að geta sinnt þessum rannsóknum vel,“ sagði Katrín. Hún segist ekki vera dómbær á hvernig best væri að þessar tvær stofnanir höguðu sínum störfum og rannsóknum, en sagðist engu að síður bera til þeirra fullt traust.Ekki ljóst hvort lög til verndar uppljóstrurum geti virkað afturvirkt Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp Katrínar er snýr að verndun uppljóstrara. Hún segist ekki mótfallin því að lögin sem af frumvarpinu myndu leiða myndu verka afturvirkt, en segist ekki viss hvort slíkt sé mögulegt. Hún var sérstaklega spurð hvort frumvarpið myndi ná utan um Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmann Samherja og uppljóstrara í Samherjamálinu. Frumvarpið sem ég lagði fram í þinginu er auðvitað byggt á vinnu sem þegar hafði verið unnin, og kom fram áður en þetta mál kom fram, og miðast auðvitað ekki við það,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar miðast frumvarpið við vernd uppljóstrara, á opinberum vinnumarkaði jafnt og almennum. Hún segir enga afturvirkni vera skrifaða í frumvarpið. Þingið hafi þó áhuga á að skoða þann möguleika. „Ég kann ekki að útskýra lagatæknina í því, en ef það er hægt gagnvart lagatækninni þá finnst mér ekkert að því, en þingið þarf að skoða það.“ Alþingi Samherjaskjölin Víglínan Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Í gær voru tvö ár liðin frá því ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum Heimir Már Pétursson fréttamaður fékk hana til sín í Víglínuna, en nú þegar kjörtímabilið er hálfnað hefur einn þingmanna Vinstri grænna yfirgefið flokkinn. Þá var Katrín spurð hvort frumvarp hennar um vernd uppljóstrara nái til Jóhannesar Stefánssonar sem upplýsti um meintar mútur Samherja í Namibíu. Hún segir að viðeigandi stofnunum verði séð fyrir auknu fjármagni til að rannsaka málið. Aðspurð út í hvarf Andrésar Inga Jónssonar úr þingflokki Vinstri grænna sagði Katrín alltaf leiðinlegt þegar leiðir skildu í stjórnmálum, en hún sagði jafnframt að ástæður Andrésar fyrir ákvörðun sinni hafi komið henni nokkuð á óvart. „Hann nefndi í fyrsta lagi loftslagsmálin. Það kom mér nokkuð á óvart, því ef ég ætti að nefna annað mál en stóru vinnumarkaðsmálin, þá eru það loftslagsmálin sem hafa náttúrulega verið í forgrunni hjá þessari ríkisstjórn allt kjörtímabilið,“ sagði Katrín. Hún segir enga aðra ríkisstjórn hafa sett viðlíka fé og gert sams konar áætlanir í þágu loftslagsmála eins og núverandi ríkisstjórn. „Við erum raunar komin á fulla ferð í orkuskiptum í samgöngum. Það var óskað eftir innleggi frá okkur á loftslagsþingi SÞ til að ræða þann árangur sem hefur náðst hér á landi í kolefnisbindingu, sem er svona hin hliðin á þessum pening, annars vegar erum við að reyna að draga úr losun og hins vegar erum við að reyna að binda kolefnið.“ Katrín kveðst ekki hafa heyrt í Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, síðan Andrés sagði skilið við flokkinn. Rósa Björk var, líkt og Andrési, andvíg stjórnarsáttmálanum sem flokkur hennar gerði við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Rósa Björk er nú erlendis í opinberum erindagjörðum, en Katrín segist ekki gera ráð fyrir að hún kjósi að yfirgefa flokkinn líkt og Andrés. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að það séu breytingar fram undan, en auðvitað liggur fyrir að hún og Andrés voru tvö á móti þessum stjórnarsáttmála og stóðu saman í því,“ sagði Katrín.Segir svigrúm til fjárveitinga vegna Samherjamálsins Heimir Már vatt máli sínu því næst að Samherjamálinu, sem hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. Bæði hér á landi og utan landsteinanna. Aðspurð sagði Katrín að svigrúm væri til þess að veita Skattrannsóknarstjóra og Héraðssaksóknara aukið fé til rannsóknar málsins. Aukin fjárveiting til embættanna var ekki í fjárlögum næsta árs. „Mér finnst þessi umræða nú öll hin furðulegasta. Við erum auðvitað að vinna innan nýs ramma laga um opinber fjármál, þar sem er viðurkennt að við höfum ákveðið svigrúm til að bregðast við því sem gerist, við séum með áætlanagerð til fimm ára, við séum ekki að bregðast við hlutum með litlum fyrirvara heldur höfum við svigrúm í því sem heitir almennur varasjóður og varasjóður málaflokka,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skref „Beiðnin sem er vísað til barst eftir aðra umræðu fjárlaga, þannig að væntanlega verður hún auðvitað tekin til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu og unnið með hana inni í komandi fjármálaáætlun og fjárlögum,“ sagði forsætisráðherra jafnframt og á þar við beiðni Héraðssaksóknara sem hefur óskað eftir að fá að ráða til sín sex starfsmenn til þess að geta rannsakað Samherjamálið. „Skattrannsóknarstjóri sömuleiðis kann að þurfa aukið fé, og við því verður brugðist og orðið. Þessum stofnunum verður tryggt nægjanlegt fjármagn innan þess svigrúms sem þessi lög veita til þess að geta sinnt þessum rannsóknum vel,“ sagði Katrín. Hún segist ekki vera dómbær á hvernig best væri að þessar tvær stofnanir höguðu sínum störfum og rannsóknum, en sagðist engu að síður bera til þeirra fullt traust.Ekki ljóst hvort lög til verndar uppljóstrurum geti virkað afturvirkt Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp Katrínar er snýr að verndun uppljóstrara. Hún segist ekki mótfallin því að lögin sem af frumvarpinu myndu leiða myndu verka afturvirkt, en segist ekki viss hvort slíkt sé mögulegt. Hún var sérstaklega spurð hvort frumvarpið myndi ná utan um Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmann Samherja og uppljóstrara í Samherjamálinu. Frumvarpið sem ég lagði fram í þinginu er auðvitað byggt á vinnu sem þegar hafði verið unnin, og kom fram áður en þetta mál kom fram, og miðast auðvitað ekki við það,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar miðast frumvarpið við vernd uppljóstrara, á opinberum vinnumarkaði jafnt og almennum. Hún segir enga afturvirkni vera skrifaða í frumvarpið. Þingið hafi þó áhuga á að skoða þann möguleika. „Ég kann ekki að útskýra lagatæknina í því, en ef það er hægt gagnvart lagatækninni þá finnst mér ekkert að því, en þingið þarf að skoða það.“
Alþingi Samherjaskjölin Víglínan Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira