„Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 18:45 Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Frestur til að skila málum til þingsins fyrir jól er runninn út og því þarf að samþykkja afbrigði eigi að afgreiða það fyrir jólahlé en ólíklegt þykir að það takist. Sjá einnig: Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum „Við erum núna að setja frumvarpið í þinglega meðferð. Það hefur átt sér stað góður framgangur á því og við erum að vinna að því, við erum að efla fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi, fjölmiðlalæsi og þá lýðræðislegu umræðu sem fjölmiðlar tryggja. Þannig að ég er ánægð með framganginn og þetta er að komast í þinglega meðferð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta og menningarmálaráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokkinn ekki ætla að koma í veg fyrir að málið hljóti þinglega meðferð þótt margir hafi lýst efasemdum um málið. „Frumvarpið hefur tekið vissum breytingum og við afgreiddum það frá okkur með fyrirvörum frá allnokkrum þingmönnum í þessum búningi eins og það liggur núna fyrir,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Þingflokkurinn hafi lagt áherslu á nokkur atriði, meðal annars sem snúa að umfangi RÚV á auglýsingamarkaði. „Við höfum fengið góð orð um það að það verði hugað að mjög sterkri stöðu Ríkissjónvarpsins á auglýsingamarkaði og við erum að horfa á þessi mál í heildarsamhengi markaðarins, að það skjóti skökku við að Ríkisútvarpið, sem nýtur stuðnings frá ríkinu með útvarpsgjaldinu sem er innheimt af öllum lögaðilum á Íslandi og einstaklingum, skuli á sama tíma vera að berjast um auglýsingakökuna við einkarekna miðla sem standa mjög veikt,“ segir Bjarni. Hann segir mögulegt að mælt verði fyrir málinu fyrir jól. „En það er í mínum huga algjörlega útilokað að klára þetta mál fyrir jól,“ segir Bjarni.Skiptar skoðanir innan þingflokksins „Það er óhætt að segja að það eru skiptar skoðanir um þessi efni,“ segir Bjarni, spurður hvort einhverjir í þingflokknum leggist alfarið gegn þeim beinu endurgreiðslum sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu til einkarekinna fjölmiðla. „Þar eru að togast á sjónarmið um það hvernig við tryggjum Ríkisútvarpinu eðlilega umgjörð til þess að það geti rækt þetta mikilvæga hlutverk sem það á að sinna á sama tíma og við sköpum sem eðlilegust starfskilyrði fyrir einkarekna fjölmiðla í landinu.“ Sjálfur segist hann heldur hafa viljað fara í „almennari aðgerðir“ en beinar endurgreiðslur til fjölmiðla. „En þessi leið á sér fyrirmyndir og það er ekki hægt að horfa framhjá því hversu víða er rekstrarvandi hjá einkareknu miðlunum, meðal annars útaf samkeppni við samfélagsmiðla og aðrar efnisveitur þannig að við getum vel séð fyrir okkur útfærslu af þessum toga,“ segir Bjarni. Greinar í frumvarpinu er snúa að þeim þætti hafi einmitt verið mikið ræddar innan þingflokksins.Eins og þetta lítur út núna, mun Sjálfstæðisflokkurinn styðja þetta mál eða er hann að einhverju leyti klofinn í afstöðu sinni? „Ég held það sé talsvert eftir í umræðu um þessi mál áður en það liggur endanlega fyrir. En við stöndum ekki gegn því að málið komi hér fyrir þingið og ég held að það sé upphafið að frekari umræðu um þessi efni,“ segir Bjarni.Gefur lítið upp um hvaða breytingar hafa verið gerðar Frumvarpið hefur tekið nokkrum breytingum frá því sem samþykkt var í ríkisstjórn í síðustu viku en Lilja vill í samtali við fréttastofu lítið gefa upp um það hvað felst í þeim breytingum. „Við erum alltaf að vinna að því að ná öllum á sömu blaðsíðu og við höfum verið að gera það og um leið og málið kemst á dagskrá þingsins þá förum við yfir það,“ segir Lilja, spurð hvort gera hafi þurft miklar breytingar til að fá þingflokk Sjálfstæðisflokksins til að afgreiða málið frá sér.Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.Vísir/vilhelmEn hvaða breytingar hafa verið gerðar frá því þetta var afgreitt úr ríkisstjórn? „Við höfum verið til að mynda að vinna að úthlutunarnefndinni og nú er tillaga þess efnis að Ríkisendurskoðun tilnefni í hana og mér finnst það góð tillaga og ég er henni hlynnt,“ svarar Lilja. Spurð hvort endurgreiðsluhlutfallið lækki frekar eftir nýjustu breytingar á frumvarpinu svarar Lilja því ekki beint. „Það sem við erum að gera núna er að stuðningurinn er í kringum 400 milljónir og allt sem tengist frumvarpinu er miðað að því.“ Líkt og áður segir þykir ólíklegt að það takist að ljúk málinu fyrir jólahlé. „Aðalatriðið er það að lögin taki gildi 1. janúar 2020,“ segir Lilja. „Við getum afgreitt málið núna á þessu þingi með þessari gildistöku og ég legg mesta áherslu á það að allt sem við erum að gera í þessu að það sé gert í gagnsæju ferli og að fyrirsjáanleiki málsins sé skír.“Er ekki pólitískt erfitt fyrir þig að þurfa að gefa mikið eftir til að ná þessu í gegnum stærsta stjórnarflokkinn (Sjálfstæðisflokkinn)? „Í fyrsta sinn erum við að vinna með þennan stuðning og ég er mjög stolt af því hvernig hefur gengið að þoka málinu áfram,“ svarar Lilja. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Frestur til að skila málum til þingsins fyrir jól er runninn út og því þarf að samþykkja afbrigði eigi að afgreiða það fyrir jólahlé en ólíklegt þykir að það takist. Sjá einnig: Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum „Við erum núna að setja frumvarpið í þinglega meðferð. Það hefur átt sér stað góður framgangur á því og við erum að vinna að því, við erum að efla fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi, fjölmiðlalæsi og þá lýðræðislegu umræðu sem fjölmiðlar tryggja. Þannig að ég er ánægð með framganginn og þetta er að komast í þinglega meðferð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta og menningarmálaráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokkinn ekki ætla að koma í veg fyrir að málið hljóti þinglega meðferð þótt margir hafi lýst efasemdum um málið. „Frumvarpið hefur tekið vissum breytingum og við afgreiddum það frá okkur með fyrirvörum frá allnokkrum þingmönnum í þessum búningi eins og það liggur núna fyrir,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Þingflokkurinn hafi lagt áherslu á nokkur atriði, meðal annars sem snúa að umfangi RÚV á auglýsingamarkaði. „Við höfum fengið góð orð um það að það verði hugað að mjög sterkri stöðu Ríkissjónvarpsins á auglýsingamarkaði og við erum að horfa á þessi mál í heildarsamhengi markaðarins, að það skjóti skökku við að Ríkisútvarpið, sem nýtur stuðnings frá ríkinu með útvarpsgjaldinu sem er innheimt af öllum lögaðilum á Íslandi og einstaklingum, skuli á sama tíma vera að berjast um auglýsingakökuna við einkarekna miðla sem standa mjög veikt,“ segir Bjarni. Hann segir mögulegt að mælt verði fyrir málinu fyrir jól. „En það er í mínum huga algjörlega útilokað að klára þetta mál fyrir jól,“ segir Bjarni.Skiptar skoðanir innan þingflokksins „Það er óhætt að segja að það eru skiptar skoðanir um þessi efni,“ segir Bjarni, spurður hvort einhverjir í þingflokknum leggist alfarið gegn þeim beinu endurgreiðslum sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu til einkarekinna fjölmiðla. „Þar eru að togast á sjónarmið um það hvernig við tryggjum Ríkisútvarpinu eðlilega umgjörð til þess að það geti rækt þetta mikilvæga hlutverk sem það á að sinna á sama tíma og við sköpum sem eðlilegust starfskilyrði fyrir einkarekna fjölmiðla í landinu.“ Sjálfur segist hann heldur hafa viljað fara í „almennari aðgerðir“ en beinar endurgreiðslur til fjölmiðla. „En þessi leið á sér fyrirmyndir og það er ekki hægt að horfa framhjá því hversu víða er rekstrarvandi hjá einkareknu miðlunum, meðal annars útaf samkeppni við samfélagsmiðla og aðrar efnisveitur þannig að við getum vel séð fyrir okkur útfærslu af þessum toga,“ segir Bjarni. Greinar í frumvarpinu er snúa að þeim þætti hafi einmitt verið mikið ræddar innan þingflokksins.Eins og þetta lítur út núna, mun Sjálfstæðisflokkurinn styðja þetta mál eða er hann að einhverju leyti klofinn í afstöðu sinni? „Ég held það sé talsvert eftir í umræðu um þessi mál áður en það liggur endanlega fyrir. En við stöndum ekki gegn því að málið komi hér fyrir þingið og ég held að það sé upphafið að frekari umræðu um þessi efni,“ segir Bjarni.Gefur lítið upp um hvaða breytingar hafa verið gerðar Frumvarpið hefur tekið nokkrum breytingum frá því sem samþykkt var í ríkisstjórn í síðustu viku en Lilja vill í samtali við fréttastofu lítið gefa upp um það hvað felst í þeim breytingum. „Við erum alltaf að vinna að því að ná öllum á sömu blaðsíðu og við höfum verið að gera það og um leið og málið kemst á dagskrá þingsins þá förum við yfir það,“ segir Lilja, spurð hvort gera hafi þurft miklar breytingar til að fá þingflokk Sjálfstæðisflokksins til að afgreiða málið frá sér.Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.Vísir/vilhelmEn hvaða breytingar hafa verið gerðar frá því þetta var afgreitt úr ríkisstjórn? „Við höfum verið til að mynda að vinna að úthlutunarnefndinni og nú er tillaga þess efnis að Ríkisendurskoðun tilnefni í hana og mér finnst það góð tillaga og ég er henni hlynnt,“ svarar Lilja. Spurð hvort endurgreiðsluhlutfallið lækki frekar eftir nýjustu breytingar á frumvarpinu svarar Lilja því ekki beint. „Það sem við erum að gera núna er að stuðningurinn er í kringum 400 milljónir og allt sem tengist frumvarpinu er miðað að því.“ Líkt og áður segir þykir ólíklegt að það takist að ljúk málinu fyrir jólahlé. „Aðalatriðið er það að lögin taki gildi 1. janúar 2020,“ segir Lilja. „Við getum afgreitt málið núna á þessu þingi með þessari gildistöku og ég legg mesta áherslu á það að allt sem við erum að gera í þessu að það sé gert í gagnsæju ferli og að fyrirsjáanleiki málsins sé skír.“Er ekki pólitískt erfitt fyrir þig að þurfa að gefa mikið eftir til að ná þessu í gegnum stærsta stjórnarflokkinn (Sjálfstæðisflokkinn)? „Í fyrsta sinn erum við að vinna með þennan stuðning og ég er mjög stolt af því hvernig hefur gengið að þoka málinu áfram,“ svarar Lilja.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent