„Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 18:45 Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Frestur til að skila málum til þingsins fyrir jól er runninn út og því þarf að samþykkja afbrigði eigi að afgreiða það fyrir jólahlé en ólíklegt þykir að það takist. Sjá einnig: Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum „Við erum núna að setja frumvarpið í þinglega meðferð. Það hefur átt sér stað góður framgangur á því og við erum að vinna að því, við erum að efla fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi, fjölmiðlalæsi og þá lýðræðislegu umræðu sem fjölmiðlar tryggja. Þannig að ég er ánægð með framganginn og þetta er að komast í þinglega meðferð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta og menningarmálaráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokkinn ekki ætla að koma í veg fyrir að málið hljóti þinglega meðferð þótt margir hafi lýst efasemdum um málið. „Frumvarpið hefur tekið vissum breytingum og við afgreiddum það frá okkur með fyrirvörum frá allnokkrum þingmönnum í þessum búningi eins og það liggur núna fyrir,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Þingflokkurinn hafi lagt áherslu á nokkur atriði, meðal annars sem snúa að umfangi RÚV á auglýsingamarkaði. „Við höfum fengið góð orð um það að það verði hugað að mjög sterkri stöðu Ríkissjónvarpsins á auglýsingamarkaði og við erum að horfa á þessi mál í heildarsamhengi markaðarins, að það skjóti skökku við að Ríkisútvarpið, sem nýtur stuðnings frá ríkinu með útvarpsgjaldinu sem er innheimt af öllum lögaðilum á Íslandi og einstaklingum, skuli á sama tíma vera að berjast um auglýsingakökuna við einkarekna miðla sem standa mjög veikt,“ segir Bjarni. Hann segir mögulegt að mælt verði fyrir málinu fyrir jól. „En það er í mínum huga algjörlega útilokað að klára þetta mál fyrir jól,“ segir Bjarni.Skiptar skoðanir innan þingflokksins „Það er óhætt að segja að það eru skiptar skoðanir um þessi efni,“ segir Bjarni, spurður hvort einhverjir í þingflokknum leggist alfarið gegn þeim beinu endurgreiðslum sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu til einkarekinna fjölmiðla. „Þar eru að togast á sjónarmið um það hvernig við tryggjum Ríkisútvarpinu eðlilega umgjörð til þess að það geti rækt þetta mikilvæga hlutverk sem það á að sinna á sama tíma og við sköpum sem eðlilegust starfskilyrði fyrir einkarekna fjölmiðla í landinu.“ Sjálfur segist hann heldur hafa viljað fara í „almennari aðgerðir“ en beinar endurgreiðslur til fjölmiðla. „En þessi leið á sér fyrirmyndir og það er ekki hægt að horfa framhjá því hversu víða er rekstrarvandi hjá einkareknu miðlunum, meðal annars útaf samkeppni við samfélagsmiðla og aðrar efnisveitur þannig að við getum vel séð fyrir okkur útfærslu af þessum toga,“ segir Bjarni. Greinar í frumvarpinu er snúa að þeim þætti hafi einmitt verið mikið ræddar innan þingflokksins.Eins og þetta lítur út núna, mun Sjálfstæðisflokkurinn styðja þetta mál eða er hann að einhverju leyti klofinn í afstöðu sinni? „Ég held það sé talsvert eftir í umræðu um þessi mál áður en það liggur endanlega fyrir. En við stöndum ekki gegn því að málið komi hér fyrir þingið og ég held að það sé upphafið að frekari umræðu um þessi efni,“ segir Bjarni.Gefur lítið upp um hvaða breytingar hafa verið gerðar Frumvarpið hefur tekið nokkrum breytingum frá því sem samþykkt var í ríkisstjórn í síðustu viku en Lilja vill í samtali við fréttastofu lítið gefa upp um það hvað felst í þeim breytingum. „Við erum alltaf að vinna að því að ná öllum á sömu blaðsíðu og við höfum verið að gera það og um leið og málið kemst á dagskrá þingsins þá förum við yfir það,“ segir Lilja, spurð hvort gera hafi þurft miklar breytingar til að fá þingflokk Sjálfstæðisflokksins til að afgreiða málið frá sér.Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.Vísir/vilhelmEn hvaða breytingar hafa verið gerðar frá því þetta var afgreitt úr ríkisstjórn? „Við höfum verið til að mynda að vinna að úthlutunarnefndinni og nú er tillaga þess efnis að Ríkisendurskoðun tilnefni í hana og mér finnst það góð tillaga og ég er henni hlynnt,“ svarar Lilja. Spurð hvort endurgreiðsluhlutfallið lækki frekar eftir nýjustu breytingar á frumvarpinu svarar Lilja því ekki beint. „Það sem við erum að gera núna er að stuðningurinn er í kringum 400 milljónir og allt sem tengist frumvarpinu er miðað að því.“ Líkt og áður segir þykir ólíklegt að það takist að ljúk málinu fyrir jólahlé. „Aðalatriðið er það að lögin taki gildi 1. janúar 2020,“ segir Lilja. „Við getum afgreitt málið núna á þessu þingi með þessari gildistöku og ég legg mesta áherslu á það að allt sem við erum að gera í þessu að það sé gert í gagnsæju ferli og að fyrirsjáanleiki málsins sé skír.“Er ekki pólitískt erfitt fyrir þig að þurfa að gefa mikið eftir til að ná þessu í gegnum stærsta stjórnarflokkinn (Sjálfstæðisflokkinn)? „Í fyrsta sinn erum við að vinna með þennan stuðning og ég er mjög stolt af því hvernig hefur gengið að þoka málinu áfram,“ svarar Lilja. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Frestur til að skila málum til þingsins fyrir jól er runninn út og því þarf að samþykkja afbrigði eigi að afgreiða það fyrir jólahlé en ólíklegt þykir að það takist. Sjá einnig: Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum „Við erum núna að setja frumvarpið í þinglega meðferð. Það hefur átt sér stað góður framgangur á því og við erum að vinna að því, við erum að efla fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi, fjölmiðlalæsi og þá lýðræðislegu umræðu sem fjölmiðlar tryggja. Þannig að ég er ánægð með framganginn og þetta er að komast í þinglega meðferð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta og menningarmálaráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þingflokkinn ekki ætla að koma í veg fyrir að málið hljóti þinglega meðferð þótt margir hafi lýst efasemdum um málið. „Frumvarpið hefur tekið vissum breytingum og við afgreiddum það frá okkur með fyrirvörum frá allnokkrum þingmönnum í þessum búningi eins og það liggur núna fyrir,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Þingflokkurinn hafi lagt áherslu á nokkur atriði, meðal annars sem snúa að umfangi RÚV á auglýsingamarkaði. „Við höfum fengið góð orð um það að það verði hugað að mjög sterkri stöðu Ríkissjónvarpsins á auglýsingamarkaði og við erum að horfa á þessi mál í heildarsamhengi markaðarins, að það skjóti skökku við að Ríkisútvarpið, sem nýtur stuðnings frá ríkinu með útvarpsgjaldinu sem er innheimt af öllum lögaðilum á Íslandi og einstaklingum, skuli á sama tíma vera að berjast um auglýsingakökuna við einkarekna miðla sem standa mjög veikt,“ segir Bjarni. Hann segir mögulegt að mælt verði fyrir málinu fyrir jól. „En það er í mínum huga algjörlega útilokað að klára þetta mál fyrir jól,“ segir Bjarni.Skiptar skoðanir innan þingflokksins „Það er óhætt að segja að það eru skiptar skoðanir um þessi efni,“ segir Bjarni, spurður hvort einhverjir í þingflokknum leggist alfarið gegn þeim beinu endurgreiðslum sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu til einkarekinna fjölmiðla. „Þar eru að togast á sjónarmið um það hvernig við tryggjum Ríkisútvarpinu eðlilega umgjörð til þess að það geti rækt þetta mikilvæga hlutverk sem það á að sinna á sama tíma og við sköpum sem eðlilegust starfskilyrði fyrir einkarekna fjölmiðla í landinu.“ Sjálfur segist hann heldur hafa viljað fara í „almennari aðgerðir“ en beinar endurgreiðslur til fjölmiðla. „En þessi leið á sér fyrirmyndir og það er ekki hægt að horfa framhjá því hversu víða er rekstrarvandi hjá einkareknu miðlunum, meðal annars útaf samkeppni við samfélagsmiðla og aðrar efnisveitur þannig að við getum vel séð fyrir okkur útfærslu af þessum toga,“ segir Bjarni. Greinar í frumvarpinu er snúa að þeim þætti hafi einmitt verið mikið ræddar innan þingflokksins.Eins og þetta lítur út núna, mun Sjálfstæðisflokkurinn styðja þetta mál eða er hann að einhverju leyti klofinn í afstöðu sinni? „Ég held það sé talsvert eftir í umræðu um þessi mál áður en það liggur endanlega fyrir. En við stöndum ekki gegn því að málið komi hér fyrir þingið og ég held að það sé upphafið að frekari umræðu um þessi efni,“ segir Bjarni.Gefur lítið upp um hvaða breytingar hafa verið gerðar Frumvarpið hefur tekið nokkrum breytingum frá því sem samþykkt var í ríkisstjórn í síðustu viku en Lilja vill í samtali við fréttastofu lítið gefa upp um það hvað felst í þeim breytingum. „Við erum alltaf að vinna að því að ná öllum á sömu blaðsíðu og við höfum verið að gera það og um leið og málið kemst á dagskrá þingsins þá förum við yfir það,“ segir Lilja, spurð hvort gera hafi þurft miklar breytingar til að fá þingflokk Sjálfstæðisflokksins til að afgreiða málið frá sér.Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.Vísir/vilhelmEn hvaða breytingar hafa verið gerðar frá því þetta var afgreitt úr ríkisstjórn? „Við höfum verið til að mynda að vinna að úthlutunarnefndinni og nú er tillaga þess efnis að Ríkisendurskoðun tilnefni í hana og mér finnst það góð tillaga og ég er henni hlynnt,“ svarar Lilja. Spurð hvort endurgreiðsluhlutfallið lækki frekar eftir nýjustu breytingar á frumvarpinu svarar Lilja því ekki beint. „Það sem við erum að gera núna er að stuðningurinn er í kringum 400 milljónir og allt sem tengist frumvarpinu er miðað að því.“ Líkt og áður segir þykir ólíklegt að það takist að ljúk málinu fyrir jólahlé. „Aðalatriðið er það að lögin taki gildi 1. janúar 2020,“ segir Lilja. „Við getum afgreitt málið núna á þessu þingi með þessari gildistöku og ég legg mesta áherslu á það að allt sem við erum að gera í þessu að það sé gert í gagnsæju ferli og að fyrirsjáanleiki málsins sé skír.“Er ekki pólitískt erfitt fyrir þig að þurfa að gefa mikið eftir til að ná þessu í gegnum stærsta stjórnarflokkinn (Sjálfstæðisflokkinn)? „Í fyrsta sinn erum við að vinna með þennan stuðning og ég er mjög stolt af því hvernig hefur gengið að þoka málinu áfram,“ svarar Lilja.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira