Telur að líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2019 07:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, segist taka ábendingum um fjárhagsvanda kirkjugarðanna alvarlega. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag var fjallað um fjárhagsvanda kirkjugarðanna í Reykjavík og rætt við Þórstein Ragnarsson, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Þar kom fram að hann treysti sér ekki til þess að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi vegna skorts á fjármagni. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni,“ sagði Þórsteinn. Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu og orðin 72 ára gömul. Þá er líkhúsið, sem þjónar í raun öllu landinu, litlu yngra. Starfsemi bálstofunnar og líkhússins er rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu en undanfarin ár hefur verulega verið dregið úr viðhaldi mannvirkja kirkjugarðanna.Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma segir mikinn fjárhagsvanda hjá stofnuninni.vísir/vilhelmLosnar um allt að 100 milljónir með nýju samkomu milli ríkis og kirkju Innt eftir viðbrögðum við orðum Þórsteins segir Áslaug Arna að hún taki auðvitað öllum ábendingum alvarlega. „Það er aftur á móti svo að það voru settar auka 40 milljóna króna framlag í síðustu fjárlögum á milli 2018 og 2019 þar sem framlögin hækkuðu þá um 10 prósent til kirkjugarðanna. Síðan er auðvitað með nýju samkomulagi milli ríkis og kirkju frá því í september ljóst að þá hætta kirkjugarðar að greiða til presta vegna útfara. Þá mun losna um 90 til 100 milljónir króna að sama skapi. Það er auðvitað ekki alltaf þannig að lausnin felist í auknum fjármunum heldur þarf stundum að finna líka nýjar lausnir á gamalkunnum vandamálum eins og þessum,“ segir Áslaug.En teljið þið jafnvel að það færi kannski betur á því að einkaaðili sæi um bálfarir hér á landi? „Já, ég held að bæði líkhús og bálfarir gætu verið á höndum einkaaðila og þurfa ekki endilega að vera á höndum kirkjugarðanna. Það er auðvitað ljóst að kirkjugarðarnir eigi kannski að hafa það forgangsatriði, umönnun og staða garðanna sjálfra og annað gæti verið í höndum annarra.“Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við dóms- og kirkjumálaráðherra, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag var fjallað um fjárhagsvanda kirkjugarðanna í Reykjavík og rætt við Þórstein Ragnarsson, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Þar kom fram að hann treysti sér ekki til þess að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi vegna skorts á fjármagni. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni,“ sagði Þórsteinn. Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu og orðin 72 ára gömul. Þá er líkhúsið, sem þjónar í raun öllu landinu, litlu yngra. Starfsemi bálstofunnar og líkhússins er rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu en undanfarin ár hefur verulega verið dregið úr viðhaldi mannvirkja kirkjugarðanna.Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma segir mikinn fjárhagsvanda hjá stofnuninni.vísir/vilhelmLosnar um allt að 100 milljónir með nýju samkomu milli ríkis og kirkju Innt eftir viðbrögðum við orðum Þórsteins segir Áslaug Arna að hún taki auðvitað öllum ábendingum alvarlega. „Það er aftur á móti svo að það voru settar auka 40 milljóna króna framlag í síðustu fjárlögum á milli 2018 og 2019 þar sem framlögin hækkuðu þá um 10 prósent til kirkjugarðanna. Síðan er auðvitað með nýju samkomulagi milli ríkis og kirkju frá því í september ljóst að þá hætta kirkjugarðar að greiða til presta vegna útfara. Þá mun losna um 90 til 100 milljónir króna að sama skapi. Það er auðvitað ekki alltaf þannig að lausnin felist í auknum fjármunum heldur þarf stundum að finna líka nýjar lausnir á gamalkunnum vandamálum eins og þessum,“ segir Áslaug.En teljið þið jafnvel að það færi kannski betur á því að einkaaðili sæi um bálfarir hér á landi? „Já, ég held að bæði líkhús og bálfarir gætu verið á höndum einkaaðila og þurfa ekki endilega að vera á höndum kirkjugarðanna. Það er auðvitað ljóst að kirkjugarðarnir eigi kannski að hafa það forgangsatriði, umönnun og staða garðanna sjálfra og annað gæti verið í höndum annarra.“Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við dóms- og kirkjumálaráðherra, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira