Telur að líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2019 07:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, segist taka ábendingum um fjárhagsvanda kirkjugarðanna alvarlega. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag var fjallað um fjárhagsvanda kirkjugarðanna í Reykjavík og rætt við Þórstein Ragnarsson, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Þar kom fram að hann treysti sér ekki til þess að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi vegna skorts á fjármagni. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni,“ sagði Þórsteinn. Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu og orðin 72 ára gömul. Þá er líkhúsið, sem þjónar í raun öllu landinu, litlu yngra. Starfsemi bálstofunnar og líkhússins er rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu en undanfarin ár hefur verulega verið dregið úr viðhaldi mannvirkja kirkjugarðanna.Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma segir mikinn fjárhagsvanda hjá stofnuninni.vísir/vilhelmLosnar um allt að 100 milljónir með nýju samkomu milli ríkis og kirkju Innt eftir viðbrögðum við orðum Þórsteins segir Áslaug Arna að hún taki auðvitað öllum ábendingum alvarlega. „Það er aftur á móti svo að það voru settar auka 40 milljóna króna framlag í síðustu fjárlögum á milli 2018 og 2019 þar sem framlögin hækkuðu þá um 10 prósent til kirkjugarðanna. Síðan er auðvitað með nýju samkomulagi milli ríkis og kirkju frá því í september ljóst að þá hætta kirkjugarðar að greiða til presta vegna útfara. Þá mun losna um 90 til 100 milljónir króna að sama skapi. Það er auðvitað ekki alltaf þannig að lausnin felist í auknum fjármunum heldur þarf stundum að finna líka nýjar lausnir á gamalkunnum vandamálum eins og þessum,“ segir Áslaug.En teljið þið jafnvel að það færi kannski betur á því að einkaaðili sæi um bálfarir hér á landi? „Já, ég held að bæði líkhús og bálfarir gætu verið á höndum einkaaðila og þurfa ekki endilega að vera á höndum kirkjugarðanna. Það er auðvitað ljóst að kirkjugarðarnir eigi kannski að hafa það forgangsatriði, umönnun og staða garðanna sjálfra og annað gæti verið í höndum annarra.“Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við dóms- og kirkjumálaráðherra, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að bæði líkhús og bálfarir gætu verið í höndum einkaaðila. Slíkur rekstur þurfi ekki endilega að vera innan kirkjugarðanna sjálfra. Þetta kom fram í viðtali við Áslaugu Örnu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag var fjallað um fjárhagsvanda kirkjugarðanna í Reykjavík og rætt við Þórstein Ragnarsson, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Þar kom fram að hann treysti sér ekki til þess að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi vegna skorts á fjármagni. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni,“ sagði Þórsteinn. Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu og orðin 72 ára gömul. Þá er líkhúsið, sem þjónar í raun öllu landinu, litlu yngra. Starfsemi bálstofunnar og líkhússins er rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu en undanfarin ár hefur verulega verið dregið úr viðhaldi mannvirkja kirkjugarðanna.Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma segir mikinn fjárhagsvanda hjá stofnuninni.vísir/vilhelmLosnar um allt að 100 milljónir með nýju samkomu milli ríkis og kirkju Innt eftir viðbrögðum við orðum Þórsteins segir Áslaug Arna að hún taki auðvitað öllum ábendingum alvarlega. „Það er aftur á móti svo að það voru settar auka 40 milljóna króna framlag í síðustu fjárlögum á milli 2018 og 2019 þar sem framlögin hækkuðu þá um 10 prósent til kirkjugarðanna. Síðan er auðvitað með nýju samkomulagi milli ríkis og kirkju frá því í september ljóst að þá hætta kirkjugarðar að greiða til presta vegna útfara. Þá mun losna um 90 til 100 milljónir króna að sama skapi. Það er auðvitað ekki alltaf þannig að lausnin felist í auknum fjármunum heldur þarf stundum að finna líka nýjar lausnir á gamalkunnum vandamálum eins og þessum,“ segir Áslaug.En teljið þið jafnvel að það færi kannski betur á því að einkaaðili sæi um bálfarir hér á landi? „Já, ég held að bæði líkhús og bálfarir gætu verið á höndum einkaaðila og þurfa ekki endilega að vera á höndum kirkjugarðanna. Það er auðvitað ljóst að kirkjugarðarnir eigi kannski að hafa það forgangsatriði, umönnun og staða garðanna sjálfra og annað gæti verið í höndum annarra.“Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við dóms- og kirkjumálaráðherra, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira