Fullnægingarleikþáttur Trumps var kornið sem fyllti mælinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 08:12 Lisa Page mætir hér á fund þingnefndar vegna skilaboðanna í júlí árið 2018. Vísir/getty Fyrrverandi starfsmaður Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega á sunnudag um ófrægingarherferð Bandaríkjaforseta gegn henni, sem náði hápunkti með „fullnægingarleikþætti“ í október síðastliðnum. Forsetinn sakar hana jafnframt um að hafa reynt, ásamt fyrrverandi yfirmanni hjá alríkislögreglunni, að grafa undan setu hans í embætti. Umræddur starfsmaður heitir Lisa Page og starfaði sem lögfræðingur hjá FBI. Hún vann að rannsókn alríkslögreglunnar á tölvupóstum Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda, sem og Rússarannsókn Roberts Muellers.Sjá einnig: Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Page átti í ástarsambandi við Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmann gagnnjósna hjá FBI, en þeim var báðum gert að hætta störfum við rannsókn Muellers þegar upp komst um einkaskilaboð sem fóru þeirra á milli á rannsóknartímanum. Í skilaboðunum lýstu þau bæði yfir andúð sinni á Donald Trump, sem þá var forsetaframbjóðandi. Þannig kallaði Page hann „fyrirlitlega manneskju“ og Strzok sagði hann „fávita“. Þá kvaðst Page vona að Clinton yrði forseti og Strzok svaraði um hæl að Trump yrði aldrei kjörinn. „Við munum stöðva hann“. Trump hefur síðan ítrekað reynt að koma höggi á „FBI-elskendurna“ og notað skilaboð þeirra til að sýna fram á fjandsamlegt viðhorf alríkislögreglunnar, sem skipuð var í tíð Baracks Obama, í sinn garð. Trump gerði sér síðast mat úr málinu á kosningafundi í Minnesota í október. Þar brá hann sér í hlutverk Page og Strzok, ýjaði að því að þau væru í miðjum ástaratlotum, og hóf hálfgerðan leiklestur á hluta skilaboðanna sem þeim fór á milli. Þá virðist sem Trump hafi leikið eftir „fullnægingu“ með því að endurtaka ítrekað nafn Lisu.Myndband af ræðunni má sjá hér að neðan.Sú síðastnefnda túlkar leikþátt forsetans í það minnsta á þann veg. Hún segir í viðtali við Daily Beast sem birtist á sunnudag að henni hafi „orðið óglatt“ við ummæli forsetans. Það hafi einmitt verið umræddur fullnægingarleikþáttur sem knúði hana til að stíga loks fram og segja frá sinni hlið á málinu, sem hún hefur ekki gert opinberlega áður. „Þessi niðurlægjandi gervifullnæging var dropinn sem fyllti mælinn, hreinskilnislega. […] Ég hafði ekki sagt neitt árum saman í von um að þetta fjaraði út en þetta versnaði bara,“ segir Page í viðtalinu. „Þetta er eins og að vera kýld í magann. Ég er alltaf með hjartað í buxunum þegar ég verð þess vör að hann hefur tíst um mig.“ Þá þvertekur Page fyrir það að hafa gerst brotleg við reglur með því að skiptast á umræddum skilaboðum við Strzok. Viðtalið við Page í Daily Beast má lesa í heild hér. Skýrsla Roberts Muellers um ásakanir Donalds Trumps þess efnis að FBI hafi njósnað um kosningabaráttu hans í aðdraganda kosninganna árið 2016 er væntanleg innan tíðar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48 FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega á sunnudag um ófrægingarherferð Bandaríkjaforseta gegn henni, sem náði hápunkti með „fullnægingarleikþætti“ í október síðastliðnum. Forsetinn sakar hana jafnframt um að hafa reynt, ásamt fyrrverandi yfirmanni hjá alríkislögreglunni, að grafa undan setu hans í embætti. Umræddur starfsmaður heitir Lisa Page og starfaði sem lögfræðingur hjá FBI. Hún vann að rannsókn alríkslögreglunnar á tölvupóstum Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda, sem og Rússarannsókn Roberts Muellers.Sjá einnig: Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Page átti í ástarsambandi við Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmann gagnnjósna hjá FBI, en þeim var báðum gert að hætta störfum við rannsókn Muellers þegar upp komst um einkaskilaboð sem fóru þeirra á milli á rannsóknartímanum. Í skilaboðunum lýstu þau bæði yfir andúð sinni á Donald Trump, sem þá var forsetaframbjóðandi. Þannig kallaði Page hann „fyrirlitlega manneskju“ og Strzok sagði hann „fávita“. Þá kvaðst Page vona að Clinton yrði forseti og Strzok svaraði um hæl að Trump yrði aldrei kjörinn. „Við munum stöðva hann“. Trump hefur síðan ítrekað reynt að koma höggi á „FBI-elskendurna“ og notað skilaboð þeirra til að sýna fram á fjandsamlegt viðhorf alríkislögreglunnar, sem skipuð var í tíð Baracks Obama, í sinn garð. Trump gerði sér síðast mat úr málinu á kosningafundi í Minnesota í október. Þar brá hann sér í hlutverk Page og Strzok, ýjaði að því að þau væru í miðjum ástaratlotum, og hóf hálfgerðan leiklestur á hluta skilaboðanna sem þeim fór á milli. Þá virðist sem Trump hafi leikið eftir „fullnægingu“ með því að endurtaka ítrekað nafn Lisu.Myndband af ræðunni má sjá hér að neðan.Sú síðastnefnda túlkar leikþátt forsetans í það minnsta á þann veg. Hún segir í viðtali við Daily Beast sem birtist á sunnudag að henni hafi „orðið óglatt“ við ummæli forsetans. Það hafi einmitt verið umræddur fullnægingarleikþáttur sem knúði hana til að stíga loks fram og segja frá sinni hlið á málinu, sem hún hefur ekki gert opinberlega áður. „Þessi niðurlægjandi gervifullnæging var dropinn sem fyllti mælinn, hreinskilnislega. […] Ég hafði ekki sagt neitt árum saman í von um að þetta fjaraði út en þetta versnaði bara,“ segir Page í viðtalinu. „Þetta er eins og að vera kýld í magann. Ég er alltaf með hjartað í buxunum þegar ég verð þess vör að hann hefur tíst um mig.“ Þá þvertekur Page fyrir það að hafa gerst brotleg við reglur með því að skiptast á umræddum skilaboðum við Strzok. Viðtalið við Page í Daily Beast má lesa í heild hér. Skýrsla Roberts Muellers um ásakanir Donalds Trumps þess efnis að FBI hafi njósnað um kosningabaráttu hans í aðdraganda kosninganna árið 2016 er væntanleg innan tíðar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48 FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49
Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 13. ágúst 2018 15:48
FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 29. ágúst 2018 18:22