Seinni bylgjan: Hvað haldið þið að Haukur Þrastarson sé? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 09:00 Haukur Þrastarson. Vísir/Daníel FH-ingar unnu frábæran sigur á Selfossi í Olís deild karla í handbolta í gærkvöldi og eitt af lykilatriðið var að mati Loga Geirssonar í Seinni bylgjunni í gær var Haukur Þrastarson hafði hvorki kraft né orku í að bera uppi Selfossliðið allan tímann. „Við sáum að Hauki Þrastarsyni var skipt út af í fyrri hálfleik því hann var bara sprunginn. Hann stóð þarna á miðlínunni eftir tuttugu mínútur,“ Logi Geirsson í Seinni bylgjunni í gær en Henry Birgir Gunnarsson var ekki alveg sammála. „Hvernig getur þú sagt að Haukur Þrastarson sé sprunginn eftir tuttugu mínútur? Þessi maður er búinn að sýna að hann er ómennskur,“ sagði Henry Birgir. „Þú sagðir að hann gæti hlaupið hringinn í kringum landið aftur á bak og ég sagðist vera tilbúinn að veðja á móti því. Hann hefði ekki getað hlaupið aftur á bak allan völlinn þegar tuttugu mínútur voru búnar. Hann stóð bara og hugsaði: Hvað er í gangi?,“ sagði Logi. „Hann var allt í öllu sóknarlega og spilaði fyrir framan í vörninni. Hvað haldið þið að hann sé? Enda var gæinn bara búinn á því,“ sagði Logi. „Hann er með 26 prósent skotnýtingu í þessum leik en þetta er maður sem er búinn að vera með 70 prósent skotnýtingu í allan vetur,“ sagði Logi. „Hann skapar ellefu skotfæri og á átta stoðsendingar en þegar kom að skotunum þá var bara ekkert að frétta,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til Guðlaugs Arnarssonar. „Sjáið líka skotin sem hann er að taka. Þetta eru erfið skot og þetta er illa undirbúið. Hann þarf að gera þetta rosalega mikið upp á eigin spýtur,“ sagði Guðlaugur. „Maðurinn er búinn að vera stórkostlegur og það vita það allir. Þetta er besti leikmaðurinn í deildinni og hann er búinn að semja við eitt besta lið í heimi því hann er að fara í Kielce. Það sem ég er að tala um er hvernig hann er notaður,“ sagði Logi og bætti við: „Hann er gjörsamlega sprunginn eftir tuttugu mínútur. Hvernig ætlar þú að hámarka leikmanninn svona. Það gengur ekki,“ sagði Logi. „Við sáum samt að þegar hann fór út af þá hrundi allt. Hann verður að hafa hann inn á og verður að keyra á honum. Þeir þurfa að finna réttar lausnir til að geta nýtt hann enn betur,“ sagði Guðlaugur. Það má sjá alla umræðuna um Hauk Þrastarson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Hauk Þrastarson Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
FH-ingar unnu frábæran sigur á Selfossi í Olís deild karla í handbolta í gærkvöldi og eitt af lykilatriðið var að mati Loga Geirssonar í Seinni bylgjunni í gær var Haukur Þrastarson hafði hvorki kraft né orku í að bera uppi Selfossliðið allan tímann. „Við sáum að Hauki Þrastarsyni var skipt út af í fyrri hálfleik því hann var bara sprunginn. Hann stóð þarna á miðlínunni eftir tuttugu mínútur,“ Logi Geirsson í Seinni bylgjunni í gær en Henry Birgir Gunnarsson var ekki alveg sammála. „Hvernig getur þú sagt að Haukur Þrastarson sé sprunginn eftir tuttugu mínútur? Þessi maður er búinn að sýna að hann er ómennskur,“ sagði Henry Birgir. „Þú sagðir að hann gæti hlaupið hringinn í kringum landið aftur á bak og ég sagðist vera tilbúinn að veðja á móti því. Hann hefði ekki getað hlaupið aftur á bak allan völlinn þegar tuttugu mínútur voru búnar. Hann stóð bara og hugsaði: Hvað er í gangi?,“ sagði Logi. „Hann var allt í öllu sóknarlega og spilaði fyrir framan í vörninni. Hvað haldið þið að hann sé? Enda var gæinn bara búinn á því,“ sagði Logi. „Hann er með 26 prósent skotnýtingu í þessum leik en þetta er maður sem er búinn að vera með 70 prósent skotnýtingu í allan vetur,“ sagði Logi. „Hann skapar ellefu skotfæri og á átta stoðsendingar en þegar kom að skotunum þá var bara ekkert að frétta,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til Guðlaugs Arnarssonar. „Sjáið líka skotin sem hann er að taka. Þetta eru erfið skot og þetta er illa undirbúið. Hann þarf að gera þetta rosalega mikið upp á eigin spýtur,“ sagði Guðlaugur. „Maðurinn er búinn að vera stórkostlegur og það vita það allir. Þetta er besti leikmaðurinn í deildinni og hann er búinn að semja við eitt besta lið í heimi því hann er að fara í Kielce. Það sem ég er að tala um er hvernig hann er notaður,“ sagði Logi og bætti við: „Hann er gjörsamlega sprunginn eftir tuttugu mínútur. Hvernig ætlar þú að hámarka leikmanninn svona. Það gengur ekki,“ sagði Logi. „Við sáum samt að þegar hann fór út af þá hrundi allt. Hann verður að hafa hann inn á og verður að keyra á honum. Þeir þurfa að finna réttar lausnir til að geta nýtt hann enn betur,“ sagði Guðlaugur. Það má sjá alla umræðuna um Hauk Þrastarson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Hauk Þrastarson
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira