Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2019 11:49 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. RÚV greinir frá og vísar í tölvupóst sem Haraldur sendi á kollega sína í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13 þar sem málefni lögreglunnar eru á dagskrá. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Í tölvupóstinum segist Haraldur hafa óskað eftir því að hann taki að sér sérstaka ráðgjöf við ráðherra á sviði löggæslumála eftir að hann lýkur störfum sem ríkislögreglustjóri um áramótin. Hann segist stíga sáttur frá borði eftir 22 ár í starfinu. Rétt sé að hleypa nýju fólki að nú þegar ráðherra sé að vinna að allsherjarbreytingum á skipulagi löggæslu í landinu. Hann sé boðinn og búinn til að aðstoða ráðherra varðandi framtíðarskipulag lögreglunnar. Haraldur vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Starfsánægjukönnun liggur fyrir en óbirt Mannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Átta af níu lögreglustjórum á landinu lýstu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum. „Viðtal sem tekið var við ríkislögreglustjóra fyrir rúmri viku síðan er eitthvað sem lögreglustjórar sætta sig ekki við þegar við erum að tala um ríkislögreglustjóra þjóðarinnar,“ sagði Úlfar Lúðvíksson formaður Lögreglustjórafélags Íslands í viðtali við fréttastofu. Sagðist ætla að upplýsa um valdabaráttu Vísaði hann til viðtals í Morgunblaðinu við Harald. Í viðtalinu sagði Haraldur meðal annars að ef til starfsloka kæmi af hans hálfu myndi það kalla á enn ítarlegri umfjöllun af hans hálfu um valdabaráttu á bak við tjöldin. Dómsmálaráðherra sagðist sömuleiðis vera ósátt við viðtalið. „Að okkar mati talar hann mjög óábyrgt, hann talar um spillingu og gefur sitt lítið af hverju í ljós. Hann talar um að segja frá einhverju sem enginn veit hvað er. Ég tek það fram að lögreglustjórar þekkja ekki þessa umræðu, [hann hefur] aldrei rætt þetta við okkur svo að ég viti.“ Úlfar sagði lögreglustjórana afar ósátta við störf Haralds og hafi sú óánægja staðið lengi. „Samskipti við ríkislögreglustjóra hafa í langan tíma ekki verið eins og við viljum sjá. Samskiptaleysi get ég talað um og vandinn er djúpstæður.“Viðtalið við Úlfar má sjá hér að neðan. Ámælisverð bréfasending Segja má að spjótin hafi staðið á Harald á þessu ári. Hann slapp við áminningu frá dómsmálaráðherra eftir að hafa gengist við misgjörðum í samskiptum við rithöfund og fjölmiðlamann. Notaði Haraldur bréfsefni embættisins þegar hann sakaði mennina tvo um að bera ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn embættinu. Ráðuneytið taldi það hafa verið ámælisvert af Haraldi að senda bréfin á bréfsefni embættisins. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi umboðsmanni með skýringum sínum segir að óljóst hafi verið hvort verið væri að gæta hagsmuna embættisins eða persónu þeirra sem skrifuðu undir þau. „Þá var framsetning þeirra enn fremur villandi þar sem tveir fyrrverandi starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra skrifuðu undir bréfin,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Kvartað undan einelti Fréttablaðið greindi frá því í lok september að tveir sérsveitarmenn hefðu kvartað undan einelti af hálfu Haraldar. Kvartanirnar hefðu borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin væru til skoðunar. Munu kvartanirnar snúa einkum að framkomu ríkislögreglustjóra í garð lögreglumannanna. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ræddi möguleg starfslok við Harald í sumar þegar hún gegndi tímabundið embætti dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Þá voru möguleg starfslok Haraldar rædd í sumar, þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hélt utan um dómsmálin tímabundið, en samkomulag á milli hans og ráðuneytisins um starfslok varð að engu. Haraldur var spurður út í möguleg starfslok í viðtalinu umtalaða við Morgunblaðið. „Ég á þrjú ár eftir af mínum skipunartíma, þetta er fimmta tímabilið sem ég er skipaður til fimm ára, þ.e.a.s. ég hef verið hér í 22 ár og á þrjú ár eftir af skipunartímanum. Ég ætla mér ekki að vera lengur í þessu starfi en það, að minnsta kosti, en ef núverandi ráðherra myndi vilja gera starfslokasamning á þeim nótum sem mér myndi hugnast, þá myndi ég skoða það í fullri alvöru. En það leysir engan vanda að ég hverfi af vettvangi. Það er vegna þess að ríkislögreglustjórinn Haraldur Johannessen og persóna hans er ekki höfuðvandinn heldur er vandinn kerfislægur. Fyrst og fremst stjórnskipulag lögreglunnar og stofnanauppbygging en kannski líka sá að það eru of margir stjórnendur hjá hinu opinbera sem veigra sér við því að taka á erfiðum málum.“ Áslaug Arna mun fara yfir málin á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum klukkan 13.vísir/einar Ljúft og skylt að aðstoða ráðherra „Ég hef óskað eftir því við dómsmálaráðherra að láta af embætti ríkislögreglustjóra um næstu áramót og hefur ráðherra fallist á lausnarbeiðni mína,” segir Haraldur í bréfinu. „Ég stíg sáttur frá borði eftir að hafa gegnt þessu ábyrgðarmikla starfi í 22 ár. Nú þegar boðaðar eru breytingar á yfirstjórn lögreglumála í landinu tel ég rétt að hleypa að nýju fólki og er mér ljúft og skylt að vera ráðherra í framhaldinu til ráðgjafar um framtíðarskipulag löggæslunnar.” Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur gegnt embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár.Vísir/Vilhelm Eðli máls samkvæmt gusti um ríkislögreglustjóra hverju sinni. Hann hafi fundið fyrir því. „Þetta er það umhverfi sem embættið býr við og við því er ekkert að segja. Nýleg gagnrýni mín á tiltekna þætti í starfsemi og skipulagi lögreglunnar hefur ekki verið öllum að skapi,“ segir í bréfinu. Hann væntir þess að í vinnu við framtíðarskipulag lögreglunnar verði ábendingar teknar til skoðunar. Að mörgu þurfi að hyggja. Hann telur ríkislögreglustjóra standa sterkt eftir 22 ár með hann í brúnni. Embættinu hafi verið treyst fyrir nýjum og þýðingarmiklum verkefnum. „Það verður undir næsta ríkislögreglustjóra komið að takast á við framtíðaráskoranir embættisins og frá mér fær hann hvatningu og óskir um velgengni. Eftirmaður minn getur reitt sig á öflugan hóp starfsmanna og yfirstjórn embættisins sem drifið hefur starfsemina af eljusemi og faglegum metnaði.“Bréfið í heild má sjá hér að neðan.Ágætu starfsmenn. Ég hef óskað eftir því við dómsmálaráðherra að láta af embætti ríkislögreglustjóra um næstu áramót og hefur ráðherra fallist á lausnarbeiðni mína. Um leið hefur verið óskað eftir að ég taki að mér sérstaka ráðgjöf við ráðherra á sviði löggæslumála, sem m.a. lýtur að framtíðarskipulagi löggæslunnar. Ég stíg sáttur frá borði eftir að hafa gegnt þessu ábyrgðarmikla starfi í 22 ár. Nú þegar boðaðar eru breytingar á yfirstjórn lögreglumála í landinu tel ég rétt að hleypa að nýju fólki og er mér ljúft og skylt að vera ráðherra í framhaldinu til ráðgjafar um framtíðarskipulag löggæslunnar. Þótt margt hafi á viðburðaríka daga drifið hefur mér alla tíð verið hugleikið að efla lögregluna í landinu almenningi til heilla. Þar hef ég meðal annars horft til skipulagsbreytinga sem gætu leitt til öflugri löggæslu. Ég tel eðlilegt að í okkar tiltölulega fámenna samfélagi sé heillavænlegt og í raun óhjákvæmilegt að stefna að því að landið verði eitt löggæsluumdæmi, eitt embætti, einn lögreglustjóri. Það er sú sýn sem ég hef á skipan lögreglumála og sem ég tel að myndi stuðla að meiri skilvirkni í störfum lögreglunnar og betri nýtingu á því skattfé sem rennur til löggæslunnar í landinu. Eðli málsins samkvæmt gustar um þann sem gegnir starfi ríkislögreglustjóra og hef ég ekki farið varhluta af því. Þetta er það umhverfi sem embættið býr við og við því er ekkert að segja. Nýleg gagnrýni mín á tiltekna þætti í starfsemi og skipulagi lögreglunnar hefur ekki verið öllum að skapi. Ég vænti þess að í vinnu um framtíðarskipulag lögreglunnar verði ábendingar mínar teknar til skoðunar eins og svo fjölmargt annað sem þarf að gaumgæfa. Á þessum tímamótum stendur eftir sterkt embætti ríkislögreglustjóra sem í gegnum árin hefur verið treyst fyrir nýjum og þýðingarmiklum verkefnum. Það verður undir næsta ríkislögreglustjóra komið að takast á við framtíðaráskoranir embættisins og frá mér fær hann hvatningu og óskir um velgengni. Eftirmaður minn getur reitt sig á öflugan hóp starfsmanna og yfirstjórn embættisins sem drifið hefur starfsemina af eljusemi og faglegum metnaði. Ég hef eignast trausta vini og samstarfsfólk sem ég kveð sæll og þakklátur fyrir það traust sem það hefur sýnt mér í áratugi um leið og ég bið þau að hafa hugfast að störf þeirra felast fyrst og síðast í að þjóna fólkinu í landinu og réttarríkinu. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóriFréttin var síðast uppfærð klukkan 13:39 með viðbrögðum frá Haraldi og tölvupósti hans í heild. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01 Breytingar á löggæslu gætu haft áhrif á stöðu þriggja lögreglustjóra Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. 26. nóvember 2019 18:30 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. RÚV greinir frá og vísar í tölvupóst sem Haraldur sendi á kollega sína í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13 þar sem málefni lögreglunnar eru á dagskrá. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Í tölvupóstinum segist Haraldur hafa óskað eftir því að hann taki að sér sérstaka ráðgjöf við ráðherra á sviði löggæslumála eftir að hann lýkur störfum sem ríkislögreglustjóri um áramótin. Hann segist stíga sáttur frá borði eftir 22 ár í starfinu. Rétt sé að hleypa nýju fólki að nú þegar ráðherra sé að vinna að allsherjarbreytingum á skipulagi löggæslu í landinu. Hann sé boðinn og búinn til að aðstoða ráðherra varðandi framtíðarskipulag lögreglunnar. Haraldur vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Starfsánægjukönnun liggur fyrir en óbirt Mannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Átta af níu lögreglustjórum á landinu lýstu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum. „Viðtal sem tekið var við ríkislögreglustjóra fyrir rúmri viku síðan er eitthvað sem lögreglustjórar sætta sig ekki við þegar við erum að tala um ríkislögreglustjóra þjóðarinnar,“ sagði Úlfar Lúðvíksson formaður Lögreglustjórafélags Íslands í viðtali við fréttastofu. Sagðist ætla að upplýsa um valdabaráttu Vísaði hann til viðtals í Morgunblaðinu við Harald. Í viðtalinu sagði Haraldur meðal annars að ef til starfsloka kæmi af hans hálfu myndi það kalla á enn ítarlegri umfjöllun af hans hálfu um valdabaráttu á bak við tjöldin. Dómsmálaráðherra sagðist sömuleiðis vera ósátt við viðtalið. „Að okkar mati talar hann mjög óábyrgt, hann talar um spillingu og gefur sitt lítið af hverju í ljós. Hann talar um að segja frá einhverju sem enginn veit hvað er. Ég tek það fram að lögreglustjórar þekkja ekki þessa umræðu, [hann hefur] aldrei rætt þetta við okkur svo að ég viti.“ Úlfar sagði lögreglustjórana afar ósátta við störf Haralds og hafi sú óánægja staðið lengi. „Samskipti við ríkislögreglustjóra hafa í langan tíma ekki verið eins og við viljum sjá. Samskiptaleysi get ég talað um og vandinn er djúpstæður.“Viðtalið við Úlfar má sjá hér að neðan. Ámælisverð bréfasending Segja má að spjótin hafi staðið á Harald á þessu ári. Hann slapp við áminningu frá dómsmálaráðherra eftir að hafa gengist við misgjörðum í samskiptum við rithöfund og fjölmiðlamann. Notaði Haraldur bréfsefni embættisins þegar hann sakaði mennina tvo um að bera ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn embættinu. Ráðuneytið taldi það hafa verið ámælisvert af Haraldi að senda bréfin á bréfsefni embættisins. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi umboðsmanni með skýringum sínum segir að óljóst hafi verið hvort verið væri að gæta hagsmuna embættisins eða persónu þeirra sem skrifuðu undir þau. „Þá var framsetning þeirra enn fremur villandi þar sem tveir fyrrverandi starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra skrifuðu undir bréfin,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Kvartað undan einelti Fréttablaðið greindi frá því í lok september að tveir sérsveitarmenn hefðu kvartað undan einelti af hálfu Haraldar. Kvartanirnar hefðu borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin væru til skoðunar. Munu kvartanirnar snúa einkum að framkomu ríkislögreglustjóra í garð lögreglumannanna. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ræddi möguleg starfslok við Harald í sumar þegar hún gegndi tímabundið embætti dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Þá voru möguleg starfslok Haraldar rædd í sumar, þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hélt utan um dómsmálin tímabundið, en samkomulag á milli hans og ráðuneytisins um starfslok varð að engu. Haraldur var spurður út í möguleg starfslok í viðtalinu umtalaða við Morgunblaðið. „Ég á þrjú ár eftir af mínum skipunartíma, þetta er fimmta tímabilið sem ég er skipaður til fimm ára, þ.e.a.s. ég hef verið hér í 22 ár og á þrjú ár eftir af skipunartímanum. Ég ætla mér ekki að vera lengur í þessu starfi en það, að minnsta kosti, en ef núverandi ráðherra myndi vilja gera starfslokasamning á þeim nótum sem mér myndi hugnast, þá myndi ég skoða það í fullri alvöru. En það leysir engan vanda að ég hverfi af vettvangi. Það er vegna þess að ríkislögreglustjórinn Haraldur Johannessen og persóna hans er ekki höfuðvandinn heldur er vandinn kerfislægur. Fyrst og fremst stjórnskipulag lögreglunnar og stofnanauppbygging en kannski líka sá að það eru of margir stjórnendur hjá hinu opinbera sem veigra sér við því að taka á erfiðum málum.“ Áslaug Arna mun fara yfir málin á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum klukkan 13.vísir/einar Ljúft og skylt að aðstoða ráðherra „Ég hef óskað eftir því við dómsmálaráðherra að láta af embætti ríkislögreglustjóra um næstu áramót og hefur ráðherra fallist á lausnarbeiðni mína,” segir Haraldur í bréfinu. „Ég stíg sáttur frá borði eftir að hafa gegnt þessu ábyrgðarmikla starfi í 22 ár. Nú þegar boðaðar eru breytingar á yfirstjórn lögreglumála í landinu tel ég rétt að hleypa að nýju fólki og er mér ljúft og skylt að vera ráðherra í framhaldinu til ráðgjafar um framtíðarskipulag löggæslunnar.” Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur gegnt embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár.Vísir/Vilhelm Eðli máls samkvæmt gusti um ríkislögreglustjóra hverju sinni. Hann hafi fundið fyrir því. „Þetta er það umhverfi sem embættið býr við og við því er ekkert að segja. Nýleg gagnrýni mín á tiltekna þætti í starfsemi og skipulagi lögreglunnar hefur ekki verið öllum að skapi,“ segir í bréfinu. Hann væntir þess að í vinnu við framtíðarskipulag lögreglunnar verði ábendingar teknar til skoðunar. Að mörgu þurfi að hyggja. Hann telur ríkislögreglustjóra standa sterkt eftir 22 ár með hann í brúnni. Embættinu hafi verið treyst fyrir nýjum og þýðingarmiklum verkefnum. „Það verður undir næsta ríkislögreglustjóra komið að takast á við framtíðaráskoranir embættisins og frá mér fær hann hvatningu og óskir um velgengni. Eftirmaður minn getur reitt sig á öflugan hóp starfsmanna og yfirstjórn embættisins sem drifið hefur starfsemina af eljusemi og faglegum metnaði.“Bréfið í heild má sjá hér að neðan.Ágætu starfsmenn. Ég hef óskað eftir því við dómsmálaráðherra að láta af embætti ríkislögreglustjóra um næstu áramót og hefur ráðherra fallist á lausnarbeiðni mína. Um leið hefur verið óskað eftir að ég taki að mér sérstaka ráðgjöf við ráðherra á sviði löggæslumála, sem m.a. lýtur að framtíðarskipulagi löggæslunnar. Ég stíg sáttur frá borði eftir að hafa gegnt þessu ábyrgðarmikla starfi í 22 ár. Nú þegar boðaðar eru breytingar á yfirstjórn lögreglumála í landinu tel ég rétt að hleypa að nýju fólki og er mér ljúft og skylt að vera ráðherra í framhaldinu til ráðgjafar um framtíðarskipulag löggæslunnar. Þótt margt hafi á viðburðaríka daga drifið hefur mér alla tíð verið hugleikið að efla lögregluna í landinu almenningi til heilla. Þar hef ég meðal annars horft til skipulagsbreytinga sem gætu leitt til öflugri löggæslu. Ég tel eðlilegt að í okkar tiltölulega fámenna samfélagi sé heillavænlegt og í raun óhjákvæmilegt að stefna að því að landið verði eitt löggæsluumdæmi, eitt embætti, einn lögreglustjóri. Það er sú sýn sem ég hef á skipan lögreglumála og sem ég tel að myndi stuðla að meiri skilvirkni í störfum lögreglunnar og betri nýtingu á því skattfé sem rennur til löggæslunnar í landinu. Eðli málsins samkvæmt gustar um þann sem gegnir starfi ríkislögreglustjóra og hef ég ekki farið varhluta af því. Þetta er það umhverfi sem embættið býr við og við því er ekkert að segja. Nýleg gagnrýni mín á tiltekna þætti í starfsemi og skipulagi lögreglunnar hefur ekki verið öllum að skapi. Ég vænti þess að í vinnu um framtíðarskipulag lögreglunnar verði ábendingar mínar teknar til skoðunar eins og svo fjölmargt annað sem þarf að gaumgæfa. Á þessum tímamótum stendur eftir sterkt embætti ríkislögreglustjóra sem í gegnum árin hefur verið treyst fyrir nýjum og þýðingarmiklum verkefnum. Það verður undir næsta ríkislögreglustjóra komið að takast á við framtíðaráskoranir embættisins og frá mér fær hann hvatningu og óskir um velgengni. Eftirmaður minn getur reitt sig á öflugan hóp starfsmanna og yfirstjórn embættisins sem drifið hefur starfsemina af eljusemi og faglegum metnaði. Ég hef eignast trausta vini og samstarfsfólk sem ég kveð sæll og þakklátur fyrir það traust sem það hefur sýnt mér í áratugi um leið og ég bið þau að hafa hugfast að störf þeirra felast fyrst og síðast í að þjóna fólkinu í landinu og réttarríkinu. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóriFréttin var síðast uppfærð klukkan 13:39 með viðbrögðum frá Haraldi og tölvupósti hans í heild.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01 Breytingar á löggæslu gætu haft áhrif á stöðu þriggja lögreglustjóra Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. 26. nóvember 2019 18:30 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01
Breytingar á löggæslu gætu haft áhrif á stöðu þriggja lögreglustjóra Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. 26. nóvember 2019 18:30
Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00
Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00
Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30