Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2019 13:27 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Mynd/Vilhelm. Icelandair hefur á eigin vegum lagt mikla vinnu í að skoða kosti nýs alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé á málið áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll á suðvesturhorni landsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.Ein útfærslan á innanlands- og millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Flugbrautir eru teiknaðar í brautarstefnu til að snúa beint upp í erfiðustu vindáttir, miðað við niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum. Hér er norðvestur-suðaustur flugbraut sýnd sunnan við flugstöðTeikning/Goldberg Partners International.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að ráðamenn Icelandair vilja að haldið verði áfram að skoða þann möguleika að gert verði ráð fyrir millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Sjá hér: Icelandair vill skoða Hvassahraun fyrir bæði innanlands- og millilandaflug „Horfandi marga áratugi fram í tímann þá held ég að það sé engin spurning að það sé hagkvæmt fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa sameiginlegan völl hér á suðvesturhorninu fyrir innanlands- og millilandaflug, þar sem er hægt að tengja þessi flug betur saman, - koma ferðamönnum betur út á land. Þannig að þessi þjónusta okkar, eigum við að segja, verði smurðari,“ segir Bogi Nils. „Ég held að það sé engin spurning að til lengri tíma þá er það þjóðhagslega hagkvæmt, ef við horfum til tuga ára. En þetta er mjög stór ákvörðun og fjárfesting sem þarf að fara mjög vandlega yfir.“Flugvöllur í Hvassahrauni yrði um 20 kílómetra frá miðborg Reykjavíkur. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Norðvestur-suðaustur flugbraut er hér sýnd norðan við flugstöð.Mynd/Goldberg Partners International.Athygli vakti í frétt Stöðvar 2 að búið er leggja talsverða vinnu í að teikna upp hvernig flugvöllur í Hvassahrauni gæti litið út. „Við höfum unnið talsverða vinnu hér innanhúss á undanförnum árum og niðurstöður þeirrar vinnu eru alltaf sú að þetta er hagkvæmur kostur, sem við eigum að skoða frekar. En ég ítreka enn og aftur: Þetta er mjög stór fjárfesting, stór ákvörðun, og á sama tíma erum við að fjárfesta í Keflavík. Þannig að þetta er mjög erfitt og flókið viðfangsefni,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hér má heyra frétt Bylgjunnar: Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hafnarfjörður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vogar Tengdar fréttir Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Icelandair hefur á eigin vegum lagt mikla vinnu í að skoða kosti nýs alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé á málið áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll á suðvesturhorni landsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.Ein útfærslan á innanlands- og millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Flugbrautir eru teiknaðar í brautarstefnu til að snúa beint upp í erfiðustu vindáttir, miðað við niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum. Hér er norðvestur-suðaustur flugbraut sýnd sunnan við flugstöðTeikning/Goldberg Partners International.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að ráðamenn Icelandair vilja að haldið verði áfram að skoða þann möguleika að gert verði ráð fyrir millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Sjá hér: Icelandair vill skoða Hvassahraun fyrir bæði innanlands- og millilandaflug „Horfandi marga áratugi fram í tímann þá held ég að það sé engin spurning að það sé hagkvæmt fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa sameiginlegan völl hér á suðvesturhorninu fyrir innanlands- og millilandaflug, þar sem er hægt að tengja þessi flug betur saman, - koma ferðamönnum betur út á land. Þannig að þessi þjónusta okkar, eigum við að segja, verði smurðari,“ segir Bogi Nils. „Ég held að það sé engin spurning að til lengri tíma þá er það þjóðhagslega hagkvæmt, ef við horfum til tuga ára. En þetta er mjög stór ákvörðun og fjárfesting sem þarf að fara mjög vandlega yfir.“Flugvöllur í Hvassahrauni yrði um 20 kílómetra frá miðborg Reykjavíkur. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Norðvestur-suðaustur flugbraut er hér sýnd norðan við flugstöð.Mynd/Goldberg Partners International.Athygli vakti í frétt Stöðvar 2 að búið er leggja talsverða vinnu í að teikna upp hvernig flugvöllur í Hvassahrauni gæti litið út. „Við höfum unnið talsverða vinnu hér innanhúss á undanförnum árum og niðurstöður þeirrar vinnu eru alltaf sú að þetta er hagkvæmur kostur, sem við eigum að skoða frekar. En ég ítreka enn og aftur: Þetta er mjög stór fjárfesting, stór ákvörðun, og á sama tíma erum við að fjárfesta í Keflavík. Þannig að þetta er mjög erfitt og flókið viðfangsefni,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hér má heyra frétt Bylgjunnar:
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hafnarfjörður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vogar Tengdar fréttir Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45
Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30
Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30
Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13