Stundar loksins áhyggjulaust kynlíf þökk sé einni pillu á dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2019 14:00 Páll Óskar Hjálmtýsson segir að honum líði eins og hann sé að lifa lífinu upp á nýtt. Vísir/Vilhelm Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. Landspítalinn hóf tilraunaverkefni í júní 2018 um notkun lyfsins og lyfjagreiðslunefnd samþykkti niðurgreiðslu þess. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari er einn þeirra sem tekur lyfið inn daglega og segist í viðtali við Fréttablaðið í dag hafa verið algjörlega öruggur um kynheilbrigði sitt síðan. Truvada kom fyrst á markað árið 2012. Um er að ræða hleðslulyf sem myndar varnarvegg við HIV-smiti. Auk þess að taka inn pilluna fara notendur í skoðun á þriggja mánaða fresti. „Ég er prófaður fyrir HIV, sýfilis, klamýdíu, lekanda og fleiri kynsjúkdómum, sem ég annars tékkaði á kannski á 6 mánaða til árs fresti. Ég fæ ekki að taka PrEP eftirlitslaust og eftirlitið skiptir hér gríðarlegu máli,“ segir Páll Óskar við Fréttablaðið.Truvada hefur verið á markaði frá árinu 2012. Tilraunaverkefni Landspítalans hefur staðið yfir í um átján mánuði.„Þessu fylgir mikið frelsi. Ég hef engar áhyggjur af sjálfum mér eða að smita bólfélaga minn. Loks núna er ég að fá að lifa áhyggjulausu lífi, sem ég hef ekki fengið að lifa síðan 1987. Óttinn við HIV orðinn fullkomlega ástæðulaus.“ Kostnaður við lyfið er mikill en að fullu niðurgreitt fyrir þá 140 sem taka þátt í tilraunaverkefni Landspítalans. Páll Óskar ræddi málin í framhaldinu í Morgunútvarpinu og sagði lyfið hafa losað um þrjátíu ára gamlan hnút í maganum eftir að hann fór að taka lyfið. „Þú getur ímyndað þér hvaða áhrif það hefur á sálarlíf þitt. Að fá að upplifa áhyggjulaust kynlíf,“ segir hann. „Þetta er eins og að fá tækifæri til að lifa lífinu upp á nýtt.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, ráðleggur samkynhneigðum mönnum að nota áfram smokka þó að þeir séu á lyfinu. Enda sé enn hætta að smitast af öðrum kynsjúkdómum. Bryndís Sigurðardóttir læknir fjallaði um Truvada á málstofu HIV Íslands á Alþjóðlega Alnæmisdeginum 1. desember 2017. Erindið má sjá hér að neðan. Heilbrigðismál Hinsegin Kynlíf Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. Landspítalinn hóf tilraunaverkefni í júní 2018 um notkun lyfsins og lyfjagreiðslunefnd samþykkti niðurgreiðslu þess. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari er einn þeirra sem tekur lyfið inn daglega og segist í viðtali við Fréttablaðið í dag hafa verið algjörlega öruggur um kynheilbrigði sitt síðan. Truvada kom fyrst á markað árið 2012. Um er að ræða hleðslulyf sem myndar varnarvegg við HIV-smiti. Auk þess að taka inn pilluna fara notendur í skoðun á þriggja mánaða fresti. „Ég er prófaður fyrir HIV, sýfilis, klamýdíu, lekanda og fleiri kynsjúkdómum, sem ég annars tékkaði á kannski á 6 mánaða til árs fresti. Ég fæ ekki að taka PrEP eftirlitslaust og eftirlitið skiptir hér gríðarlegu máli,“ segir Páll Óskar við Fréttablaðið.Truvada hefur verið á markaði frá árinu 2012. Tilraunaverkefni Landspítalans hefur staðið yfir í um átján mánuði.„Þessu fylgir mikið frelsi. Ég hef engar áhyggjur af sjálfum mér eða að smita bólfélaga minn. Loks núna er ég að fá að lifa áhyggjulausu lífi, sem ég hef ekki fengið að lifa síðan 1987. Óttinn við HIV orðinn fullkomlega ástæðulaus.“ Kostnaður við lyfið er mikill en að fullu niðurgreitt fyrir þá 140 sem taka þátt í tilraunaverkefni Landspítalans. Páll Óskar ræddi málin í framhaldinu í Morgunútvarpinu og sagði lyfið hafa losað um þrjátíu ára gamlan hnút í maganum eftir að hann fór að taka lyfið. „Þú getur ímyndað þér hvaða áhrif það hefur á sálarlíf þitt. Að fá að upplifa áhyggjulaust kynlíf,“ segir hann. „Þetta er eins og að fá tækifæri til að lifa lífinu upp á nýtt.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, ráðleggur samkynhneigðum mönnum að nota áfram smokka þó að þeir séu á lyfinu. Enda sé enn hætta að smitast af öðrum kynsjúkdómum. Bryndís Sigurðardóttir læknir fjallaði um Truvada á málstofu HIV Íslands á Alþjóðlega Alnæmisdeginum 1. desember 2017. Erindið má sjá hér að neðan.
Heilbrigðismál Hinsegin Kynlíf Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira