Stundar loksins áhyggjulaust kynlíf þökk sé einni pillu á dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2019 14:00 Páll Óskar Hjálmtýsson segir að honum líði eins og hann sé að lifa lífinu upp á nýtt. Vísir/Vilhelm Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. Landspítalinn hóf tilraunaverkefni í júní 2018 um notkun lyfsins og lyfjagreiðslunefnd samþykkti niðurgreiðslu þess. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari er einn þeirra sem tekur lyfið inn daglega og segist í viðtali við Fréttablaðið í dag hafa verið algjörlega öruggur um kynheilbrigði sitt síðan. Truvada kom fyrst á markað árið 2012. Um er að ræða hleðslulyf sem myndar varnarvegg við HIV-smiti. Auk þess að taka inn pilluna fara notendur í skoðun á þriggja mánaða fresti. „Ég er prófaður fyrir HIV, sýfilis, klamýdíu, lekanda og fleiri kynsjúkdómum, sem ég annars tékkaði á kannski á 6 mánaða til árs fresti. Ég fæ ekki að taka PrEP eftirlitslaust og eftirlitið skiptir hér gríðarlegu máli,“ segir Páll Óskar við Fréttablaðið.Truvada hefur verið á markaði frá árinu 2012. Tilraunaverkefni Landspítalans hefur staðið yfir í um átján mánuði.„Þessu fylgir mikið frelsi. Ég hef engar áhyggjur af sjálfum mér eða að smita bólfélaga minn. Loks núna er ég að fá að lifa áhyggjulausu lífi, sem ég hef ekki fengið að lifa síðan 1987. Óttinn við HIV orðinn fullkomlega ástæðulaus.“ Kostnaður við lyfið er mikill en að fullu niðurgreitt fyrir þá 140 sem taka þátt í tilraunaverkefni Landspítalans. Páll Óskar ræddi málin í framhaldinu í Morgunútvarpinu og sagði lyfið hafa losað um þrjátíu ára gamlan hnút í maganum eftir að hann fór að taka lyfið. „Þú getur ímyndað þér hvaða áhrif það hefur á sálarlíf þitt. Að fá að upplifa áhyggjulaust kynlíf,“ segir hann. „Þetta er eins og að fá tækifæri til að lifa lífinu upp á nýtt.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, ráðleggur samkynhneigðum mönnum að nota áfram smokka þó að þeir séu á lyfinu. Enda sé enn hætta að smitast af öðrum kynsjúkdómum. Bryndís Sigurðardóttir læknir fjallaði um Truvada á málstofu HIV Íslands á Alþjóðlega Alnæmisdeginum 1. desember 2017. Erindið má sjá hér að neðan. Heilbrigðismál Hinsegin Kynlíf Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. Landspítalinn hóf tilraunaverkefni í júní 2018 um notkun lyfsins og lyfjagreiðslunefnd samþykkti niðurgreiðslu þess. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari er einn þeirra sem tekur lyfið inn daglega og segist í viðtali við Fréttablaðið í dag hafa verið algjörlega öruggur um kynheilbrigði sitt síðan. Truvada kom fyrst á markað árið 2012. Um er að ræða hleðslulyf sem myndar varnarvegg við HIV-smiti. Auk þess að taka inn pilluna fara notendur í skoðun á þriggja mánaða fresti. „Ég er prófaður fyrir HIV, sýfilis, klamýdíu, lekanda og fleiri kynsjúkdómum, sem ég annars tékkaði á kannski á 6 mánaða til árs fresti. Ég fæ ekki að taka PrEP eftirlitslaust og eftirlitið skiptir hér gríðarlegu máli,“ segir Páll Óskar við Fréttablaðið.Truvada hefur verið á markaði frá árinu 2012. Tilraunaverkefni Landspítalans hefur staðið yfir í um átján mánuði.„Þessu fylgir mikið frelsi. Ég hef engar áhyggjur af sjálfum mér eða að smita bólfélaga minn. Loks núna er ég að fá að lifa áhyggjulausu lífi, sem ég hef ekki fengið að lifa síðan 1987. Óttinn við HIV orðinn fullkomlega ástæðulaus.“ Kostnaður við lyfið er mikill en að fullu niðurgreitt fyrir þá 140 sem taka þátt í tilraunaverkefni Landspítalans. Páll Óskar ræddi málin í framhaldinu í Morgunútvarpinu og sagði lyfið hafa losað um þrjátíu ára gamlan hnút í maganum eftir að hann fór að taka lyfið. „Þú getur ímyndað þér hvaða áhrif það hefur á sálarlíf þitt. Að fá að upplifa áhyggjulaust kynlíf,“ segir hann. „Þetta er eins og að fá tækifæri til að lifa lífinu upp á nýtt.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, ráðleggur samkynhneigðum mönnum að nota áfram smokka þó að þeir séu á lyfinu. Enda sé enn hætta að smitast af öðrum kynsjúkdómum. Bryndís Sigurðardóttir læknir fjallaði um Truvada á málstofu HIV Íslands á Alþjóðlega Alnæmisdeginum 1. desember 2017. Erindið má sjá hér að neðan.
Heilbrigðismál Hinsegin Kynlíf Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira