Martin talar um fyrirmyndarhlutverkið og alla sjónvarpsþættina í stóru viðtali á heimasíðu Euroleague Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 08:30 Martin Hermannsson í leiknum á móti Panathinaikos þar sem hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar. Getty/Panagiotis Moschandreo Frammistaða íslenska bakvarðarins í vetur í næstbestu deild í heimi, Euroleague, hefur vakið mikla athygli og nú síðast var Martin Hermannsson í stóru einkaviðtali á heimasíðu Euroleague sem er í raun Meistaradeild evrópska körfuboltans. Greinin byrjar á því að greina frá frægð Martins á Íslandi og mikilvægi hans fyrir íslenska körfuboltann en þar segir að hann sé með alla íslensku þjóðina á öxlunum og að það hafi þegar verið gerðir þrír sjónvarpsþættir um körfuboltaævintýri hans erlendis. Martin átti á dögunum fyrsta 20-10 leik Íslendinga í Euroleague þegar hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar í sigri á stórliði Panathinaikos úti í Aþenu. Hann er í fimmta sæti í stoðsendingum í Euroleague með 5,6 að meðaltali í tíu leikjum en hann hefur einnig skorað 8,8 stig að meðaltali í leik.Martin Hermannsson: 'Iceland has a bright future in basketball' https://t.co/CrITwTpCNs — Magic Basketball (@trybasketball) December 3, 2019 Höfundur greinarinnar spyr Martin út í alla sjónvarpsþættina. „Í fyrsta skiptið var ég í skóla í Bandaríkjunum [Long Island University] þegar sjónvarpsstöð kom frá Íslandi til að sýna hvernig háskólalífið er í Bandaríkjunum með það markmið að hvetja fleiri til að fara út,“ sagði Martin. „Það býr til drauma fyrir krakka. Ef þú ert frá litlu landi eins og Íslandi þá er það samt möguleiki að spila með þeim bestu í Evrópu,“ segir Martin en heldur svo áfram að rifja upp sjónvarpsþættina sína. „Þegar ég var að spila í Frakklandi þá kom önnur sjónvarpsstöð út til mín til að sýna frá lífi atvinnumanns í körfubolta og svo á síðasta ári var síðan stærsti sjónvarpsþátturinn þegar þeir komu út til mín í ALBA Berlín. Þá voru þeir að gera sjónvarpsþáttaröð með mismunandi atvinnuíþróttamönnum frá Íslandi og það var heiður fyrir mig að vera eini körfuboltamaðurinn í hópnum,“ sagði Martin. „Ég skil það vel af hverju fólk vill sjá hvernig ég bý og hvað ég er að gera af því að fólk á Íslandi veit lítið um atvinnukörfuboltann eða hversu miklir peningar eru inn í myndinni hjá stærstu félögunum. Fólkið á Íslandi heldur að þú getir bara fengið alvöru pening úr atvinnumennsku í fótbolta en það er gaman að geta sýnt það að þú getir einnig haft það gott sem körfuboltamaður,“ segir Martin sem kann vel við sig sem fyrirmynd fyrir íslenskt körfuboltafólk. „Það var alltaf markmiðið hjá mér. Ég vildi alltaf vera sá gæi. Við vorum með Jón Arnór Stefánsson sem spilaði í EuroLeague með Lottomatica Roma og Unicaja Malaga en nú með alla þessa samfélagsmiðla þá er auðveldara að leyfa fólki að fylgjast með og sýna því að þetta sé hægt. Ég er ekki með þennan dæmigerða körfuboltalíkama en ég vildi sýna fólkinu heima á Íslandi að þetta sé hægt. Með mikilli vinnu og einbeitingu þá getur þú afrekað margt,“ sagði Martin. „Hingað til er ég stoltur af sjálfum mér. Ég er nýorðinn 25 ára gamall en ég hef farið tvisvar á EuroBasket, spilaði nærri því 80 landsleiki og er að spila í EuroLeague sem mig hafði alltaf dreymt um. Nú er það undir mér komið að sýna að ég geti spilað á þessu stigi. Ég vil ekki bara vera góður körfuboltamaður heldur einnig góð fyrirmynd utan vallar,“ sagði Martin og bætti við: „Ég vil sýna að ég umhyggjusöm persóna og að ég sé enn bara auðmjúkur strákur frá Íslandi,“ sagði Martin en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér. Körfubolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Frammistaða íslenska bakvarðarins í vetur í næstbestu deild í heimi, Euroleague, hefur vakið mikla athygli og nú síðast var Martin Hermannsson í stóru einkaviðtali á heimasíðu Euroleague sem er í raun Meistaradeild evrópska körfuboltans. Greinin byrjar á því að greina frá frægð Martins á Íslandi og mikilvægi hans fyrir íslenska körfuboltann en þar segir að hann sé með alla íslensku þjóðina á öxlunum og að það hafi þegar verið gerðir þrír sjónvarpsþættir um körfuboltaævintýri hans erlendis. Martin átti á dögunum fyrsta 20-10 leik Íslendinga í Euroleague þegar hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar í sigri á stórliði Panathinaikos úti í Aþenu. Hann er í fimmta sæti í stoðsendingum í Euroleague með 5,6 að meðaltali í tíu leikjum en hann hefur einnig skorað 8,8 stig að meðaltali í leik.Martin Hermannsson: 'Iceland has a bright future in basketball' https://t.co/CrITwTpCNs — Magic Basketball (@trybasketball) December 3, 2019 Höfundur greinarinnar spyr Martin út í alla sjónvarpsþættina. „Í fyrsta skiptið var ég í skóla í Bandaríkjunum [Long Island University] þegar sjónvarpsstöð kom frá Íslandi til að sýna hvernig háskólalífið er í Bandaríkjunum með það markmið að hvetja fleiri til að fara út,“ sagði Martin. „Það býr til drauma fyrir krakka. Ef þú ert frá litlu landi eins og Íslandi þá er það samt möguleiki að spila með þeim bestu í Evrópu,“ segir Martin en heldur svo áfram að rifja upp sjónvarpsþættina sína. „Þegar ég var að spila í Frakklandi þá kom önnur sjónvarpsstöð út til mín til að sýna frá lífi atvinnumanns í körfubolta og svo á síðasta ári var síðan stærsti sjónvarpsþátturinn þegar þeir komu út til mín í ALBA Berlín. Þá voru þeir að gera sjónvarpsþáttaröð með mismunandi atvinnuíþróttamönnum frá Íslandi og það var heiður fyrir mig að vera eini körfuboltamaðurinn í hópnum,“ sagði Martin. „Ég skil það vel af hverju fólk vill sjá hvernig ég bý og hvað ég er að gera af því að fólk á Íslandi veit lítið um atvinnukörfuboltann eða hversu miklir peningar eru inn í myndinni hjá stærstu félögunum. Fólkið á Íslandi heldur að þú getir bara fengið alvöru pening úr atvinnumennsku í fótbolta en það er gaman að geta sýnt það að þú getir einnig haft það gott sem körfuboltamaður,“ segir Martin sem kann vel við sig sem fyrirmynd fyrir íslenskt körfuboltafólk. „Það var alltaf markmiðið hjá mér. Ég vildi alltaf vera sá gæi. Við vorum með Jón Arnór Stefánsson sem spilaði í EuroLeague með Lottomatica Roma og Unicaja Malaga en nú með alla þessa samfélagsmiðla þá er auðveldara að leyfa fólki að fylgjast með og sýna því að þetta sé hægt. Ég er ekki með þennan dæmigerða körfuboltalíkama en ég vildi sýna fólkinu heima á Íslandi að þetta sé hægt. Með mikilli vinnu og einbeitingu þá getur þú afrekað margt,“ sagði Martin. „Hingað til er ég stoltur af sjálfum mér. Ég er nýorðinn 25 ára gamall en ég hef farið tvisvar á EuroBasket, spilaði nærri því 80 landsleiki og er að spila í EuroLeague sem mig hafði alltaf dreymt um. Nú er það undir mér komið að sýna að ég geti spilað á þessu stigi. Ég vil ekki bara vera góður körfuboltamaður heldur einnig góð fyrirmynd utan vallar,“ sagði Martin og bætti við: „Ég vil sýna að ég umhyggjusöm persóna og að ég sé enn bara auðmjúkur strákur frá Íslandi,“ sagði Martin en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.
Körfubolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira