Innlent

Átti að fá milljón fyrir að flytja inn fjögur kíló af hassi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn við komuna til Keflavíkur.
Maðurinn var handtekinn við komuna til Keflavíkur. Vísir/vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum handtók íslenskan karlmann á þrítugsaldri síðasta föstudag á Keflavíkurflugvelli. Tollverðir höfðu fundið fíkniefni í fórum mannsins; tæplega fjögur kíló af hassi sem maðurinn hafði komið fyrir undir fölskum botni í ferðatösku sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

Maðurinn var að koma frá Spáni þegar hann var handtekinn. Hann játaði sök og kvaðst hafa átt að fá eina milljón króna fyrir að koma efninu inn í landið.

Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×