Samtök kvenna í íþróttum gagnrýna ÍSÍ, SA, og fleiri vegna máls Emilíu Andri Eysteinsson skrifar 4. desember 2019 20:39 Skautakonan Emilía Rós sagði sögu sína af kynferðislegri áreitni þjálfara. SKÍÍ/Getty/Alexander Hassenstein Samtök kvenna í íþróttum hvetja ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag og Skautasamband Íslands til þess að leita úrlausna og bregðast við máli skautakonunnar Emilíu Rósar Ómarsdóttur sem steig fram og sagði sögu sína í viðtali við Fréttablaðið. Þá gagnrýna samtökin félögin fyrir viðbrögð sín við málinu. Þá sagði Emilía Rós að enginn hafi beðið hana afsökunar eftir umfjöllunina í öðru viðtali við Fréttablaðið.Sjá einnig: Þetta er aldrei í lagi Samtök kvenna í íþróttum hafa alvarlegar áhyggjur af stöðu mála og birtust í dag athugasemdir samtakanna í færslu á Facebook síðu þeirra. „Ef einhvern lærdóm mátti draga af #metoo byltingu íþróttakvenna, er það sá að þolendur vantaði skilgreindan farveg fyrir tilkynningar, úrvinnslu mála var ábótavant og í sumum tilfellum var úrræðaleysið algjört.“ „Hvernig má það vera að hér vill enginn tjá sig um málið þegar svara er leitað og Emilía stendur enn í baráttunni um réttlæti án baklands íþróttahreyfingarinnar? Öll benda á hvert annað þegar hún leitast við að fá aðstoð við að vinna málið og að auki þarf hún að bíða í óeðlilega langan tíma til að fá svör, svör sem sum hver hafa enn ekki borist, mörgum mánuðum síðar?“ segir í færslunni.Hvers vegna er brugðist seint og illa við? Emilía greindi frá því að hún hafi flutt frá heimabæ sínum, Akureyri, til Reykjavíkur á síðasta ári eftir að hafa reynt að sporna við kynferðislegri áreitni þjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyrar. Emilía fékk ekki stuðning frá SA sem lýsti yfir stuðningi við þjálfarann í yfirlýsingu þar sem greint var frá því að engar sannanir væru um að þjálfarinn hafi brotið siðareglur. „Hvers vegna hafa ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag Akureyrar og Skautasamband Íslands brugðist seint og illa við ítrekuðum óskum Emilíu um aðstoð við úrlausn málsins? “Hvernig er hægt að ætlast til þess að félög og sérsambönd vinni ofbeldis og áreitnismál faglega þegar æðsta stofnun íþrótta á Íslandi gerir það takmarkað/ekki sjálf?„ segir í færslu samtakanna sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Akureyri MeToo Skautaíþróttir Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Samtök kvenna í íþróttum hvetja ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag og Skautasamband Íslands til þess að leita úrlausna og bregðast við máli skautakonunnar Emilíu Rósar Ómarsdóttur sem steig fram og sagði sögu sína í viðtali við Fréttablaðið. Þá gagnrýna samtökin félögin fyrir viðbrögð sín við málinu. Þá sagði Emilía Rós að enginn hafi beðið hana afsökunar eftir umfjöllunina í öðru viðtali við Fréttablaðið.Sjá einnig: Þetta er aldrei í lagi Samtök kvenna í íþróttum hafa alvarlegar áhyggjur af stöðu mála og birtust í dag athugasemdir samtakanna í færslu á Facebook síðu þeirra. „Ef einhvern lærdóm mátti draga af #metoo byltingu íþróttakvenna, er það sá að þolendur vantaði skilgreindan farveg fyrir tilkynningar, úrvinnslu mála var ábótavant og í sumum tilfellum var úrræðaleysið algjört.“ „Hvernig má það vera að hér vill enginn tjá sig um málið þegar svara er leitað og Emilía stendur enn í baráttunni um réttlæti án baklands íþróttahreyfingarinnar? Öll benda á hvert annað þegar hún leitast við að fá aðstoð við að vinna málið og að auki þarf hún að bíða í óeðlilega langan tíma til að fá svör, svör sem sum hver hafa enn ekki borist, mörgum mánuðum síðar?“ segir í færslunni.Hvers vegna er brugðist seint og illa við? Emilía greindi frá því að hún hafi flutt frá heimabæ sínum, Akureyri, til Reykjavíkur á síðasta ári eftir að hafa reynt að sporna við kynferðislegri áreitni þjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyrar. Emilía fékk ekki stuðning frá SA sem lýsti yfir stuðningi við þjálfarann í yfirlýsingu þar sem greint var frá því að engar sannanir væru um að þjálfarinn hafi brotið siðareglur. „Hvers vegna hafa ÍSÍ, Skautafélag Akureyrar, Íþróttabandalag Akureyrar og Skautasamband Íslands brugðist seint og illa við ítrekuðum óskum Emilíu um aðstoð við úrlausn málsins? “Hvernig er hægt að ætlast til þess að félög og sérsambönd vinni ofbeldis og áreitnismál faglega þegar æðsta stofnun íþrótta á Íslandi gerir það takmarkað/ekki sjálf?„ segir í færslu samtakanna sem má sjá í heild sinni hér að neðan.
Akureyri MeToo Skautaíþróttir Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent