Borgarfulltrúa á fæðisfé fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 5. desember 2019 07:00 Umræðan um kostnað við veitingar til handa kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur vegna reglulegra funda er góð áminning og er í raun öllum hollt að íhuga hversu mörgum krónum varið er í mat dag frá degi. Borgarfulltrúar - og starfsmenn - snæða kvöldverð sem kostar um fjögur þúsund krónur á mann og gera má ráð fyrir að þeir hafi borðað ýmislegt annað yfir daginn. Fangar fá aftur á móti 1.500 krónur á dag í svonefndan fæðispening og þurfa að kaupa matinn í verslun fangelsisins þar sem verðlag er hærra en gerist og gengur. Þessi upphæð þarf að duga fyrir öllum mat viðkomandi í 24 klukkustundir. Fangar fá einnig dagpening eða 630 krónur hvern virkan dag en sú upphæð á að duga fyrir daglegri umhirðu, þ.e. til kaupa á hreinlætisvörum. Rétt rúmlega þrjú þúsund krónur á viku þar, sem er óbreytt upphæð frá 01/01/2006. Vart þarf að taka fram að verulega er lagt á þær vörur einnig auk þess sem tannviðgerðir eru dregnar af dagpeningum. Og auðvitað greiða fangar líka mun hærra verð en gengur og gerist fyrir símtöl og þeir þurfa eins og allir aðrir að kaupa sokka og nærbuxur svo örfátt sé nefnt. Mögulega vilja margir föngum allt það versta. En flestir rétt þenkjandi samfélagsþegnar ættu að sjá sóma í því að menn og konur á jaðrinum njóti engu að síður mannlegrar reisnar. Því hvetur Afstaða enn og aftur ráðherra fangelsismála til að endurskoða þessar nauðsynlegu greiðslur, með tilliti til raunverulegra aðstæðna fanga. Við þá skoðun mætti til dæmis líta til dagpeninga öryrkja og að um greiðslurnar hækki miðað við vísitölu. Jafnframt ætti að leggja blátt bann við skerðingum á þessum lágmarks greiðslum. Að því sögðu vill Afstaða minna á að afar erfiður tími er framundan í fangelsum landsins en ekki síður hjá fjölskyldum þeirra sem inni sitja. Standi hugur til þess að gleðja fanga um jól getur Afstaða haft þar milligöngu um.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Reykjavík Tengdar fréttir Gripin glóðvolg af ljósmyndara við að háma í sig önd Kolbrún Baldursdóttir hafði ekki borðað í tíu tíma og var því svöng. 4. desember 2019 10:36 Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Umræðan um kostnað við veitingar til handa kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur vegna reglulegra funda er góð áminning og er í raun öllum hollt að íhuga hversu mörgum krónum varið er í mat dag frá degi. Borgarfulltrúar - og starfsmenn - snæða kvöldverð sem kostar um fjögur þúsund krónur á mann og gera má ráð fyrir að þeir hafi borðað ýmislegt annað yfir daginn. Fangar fá aftur á móti 1.500 krónur á dag í svonefndan fæðispening og þurfa að kaupa matinn í verslun fangelsisins þar sem verðlag er hærra en gerist og gengur. Þessi upphæð þarf að duga fyrir öllum mat viðkomandi í 24 klukkustundir. Fangar fá einnig dagpening eða 630 krónur hvern virkan dag en sú upphæð á að duga fyrir daglegri umhirðu, þ.e. til kaupa á hreinlætisvörum. Rétt rúmlega þrjú þúsund krónur á viku þar, sem er óbreytt upphæð frá 01/01/2006. Vart þarf að taka fram að verulega er lagt á þær vörur einnig auk þess sem tannviðgerðir eru dregnar af dagpeningum. Og auðvitað greiða fangar líka mun hærra verð en gengur og gerist fyrir símtöl og þeir þurfa eins og allir aðrir að kaupa sokka og nærbuxur svo örfátt sé nefnt. Mögulega vilja margir föngum allt það versta. En flestir rétt þenkjandi samfélagsþegnar ættu að sjá sóma í því að menn og konur á jaðrinum njóti engu að síður mannlegrar reisnar. Því hvetur Afstaða enn og aftur ráðherra fangelsismála til að endurskoða þessar nauðsynlegu greiðslur, með tilliti til raunverulegra aðstæðna fanga. Við þá skoðun mætti til dæmis líta til dagpeninga öryrkja og að um greiðslurnar hækki miðað við vísitölu. Jafnframt ætti að leggja blátt bann við skerðingum á þessum lágmarks greiðslum. Að því sögðu vill Afstaða minna á að afar erfiður tími er framundan í fangelsum landsins en ekki síður hjá fjölskyldum þeirra sem inni sitja. Standi hugur til þess að gleðja fanga um jól getur Afstaða haft þar milligöngu um.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga.
Gripin glóðvolg af ljósmyndara við að háma í sig önd Kolbrún Baldursdóttir hafði ekki borðað í tíu tíma og var því svöng. 4. desember 2019 10:36
Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar