Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2019 19:00 Í dag var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm sem felur í sér miklar breytingar á þessu svæði á allra næstu árum. Meðal annars verður flutt þangað húsið Norðurpóllinn sem var fyrsta húsið sem reist var við Hlemm árið 1904. Húsið var einhvers konar áningarstaður fyrir fólk sem var að koma inn til borgarinnar. Þar gat það fengið sér að borða og mun væntanlega geta það aftur þegar húsið rís hér á ný við Hlemm. Hlemmur verður bíllaust svæði þar sem hjólandi og gangandi komast vel um og einungis strætó, eða borgarlína, má keyra niður laugaveginn frá Fíladelfíu að Hlemmi. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs segir að haldin hafi verið samkeppni þar sem stofur voru fengnar til að gera tillögur um nýtt skipulag á Hlemmi. „Niðurstaðan varð sú að fá tvær stofur, Mandaworks frá Svíþjóð og DLD héðan frá Íslandi, til að móta saman endanlega tillögu. Þannig að við fengjum gæðin úr báðum tillögunum,“ segir Sigurborg Ósk. Skipulagið miði að því að halda í söguna eins og vatnsbrunn sem þar var en einnig yngri hluta sögunnar.„Sem voru svona aðeins meira pönk. Aðeins meiri grófleiki og meiri steypa. Þannig að þetta mun haldast í hendur og vonandi ná að endurspegla fjölbreytileika mannlífsins,“ segir Sigurborg Ósk. Nú þegar sé mikið mikil lifandi starfsemi á Hlemmi sem muni aukast með nýja skipulaginu.Hlemmur verður ekki lengur miðstöð strætisvagna eins og hann hefur verið í áratugi? „Já það er kannski stærsta breytingin. Í dag er Hlemmur í raun og veru svo kölluð tímajöfnunarstöð þannig að strætó stoppar oft hér mjög lengi. Það hlutverk mun færast yfir á BSÍ og strætó mun hætta að stoppa alveg uppvið Hlemm Mathöll og stoppa við Snorrabrautina. Samhliða þessu verður Borgartúnið opnað beint alveg út á Snorrabrautina rétt ofan við Sæbraut. Hluta Rauðarárstígs inn á Hlemm verður lokað fyrir bílaumferð sem og Laugavegi milli hans og Snorrabrautar og Hlemmur verður kjarnastöð borgarlínu. „Stærsta stoppistöðin og það verður mikið í hana lagt.“Og Hverfisgatan verður þá heilmikil strætóleið líka? „Já svo sannarlega. Það verður eflaust best tengda gata borgarinnar með borgarlínu og öðrum strætóleiðum,“ segir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Húsið Norðurpólinn var fyrsta húsið sem var reist við Hlemm árið 1904 og verður það flutt þangað aftur. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Í dag var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm sem felur í sér miklar breytingar á þessu svæði á allra næstu árum. Meðal annars verður flutt þangað húsið Norðurpóllinn sem var fyrsta húsið sem reist var við Hlemm árið 1904. Húsið var einhvers konar áningarstaður fyrir fólk sem var að koma inn til borgarinnar. Þar gat það fengið sér að borða og mun væntanlega geta það aftur þegar húsið rís hér á ný við Hlemm. Hlemmur verður bíllaust svæði þar sem hjólandi og gangandi komast vel um og einungis strætó, eða borgarlína, má keyra niður laugaveginn frá Fíladelfíu að Hlemmi. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs segir að haldin hafi verið samkeppni þar sem stofur voru fengnar til að gera tillögur um nýtt skipulag á Hlemmi. „Niðurstaðan varð sú að fá tvær stofur, Mandaworks frá Svíþjóð og DLD héðan frá Íslandi, til að móta saman endanlega tillögu. Þannig að við fengjum gæðin úr báðum tillögunum,“ segir Sigurborg Ósk. Skipulagið miði að því að halda í söguna eins og vatnsbrunn sem þar var en einnig yngri hluta sögunnar.„Sem voru svona aðeins meira pönk. Aðeins meiri grófleiki og meiri steypa. Þannig að þetta mun haldast í hendur og vonandi ná að endurspegla fjölbreytileika mannlífsins,“ segir Sigurborg Ósk. Nú þegar sé mikið mikil lifandi starfsemi á Hlemmi sem muni aukast með nýja skipulaginu.Hlemmur verður ekki lengur miðstöð strætisvagna eins og hann hefur verið í áratugi? „Já það er kannski stærsta breytingin. Í dag er Hlemmur í raun og veru svo kölluð tímajöfnunarstöð þannig að strætó stoppar oft hér mjög lengi. Það hlutverk mun færast yfir á BSÍ og strætó mun hætta að stoppa alveg uppvið Hlemm Mathöll og stoppa við Snorrabrautina. Samhliða þessu verður Borgartúnið opnað beint alveg út á Snorrabrautina rétt ofan við Sæbraut. Hluta Rauðarárstígs inn á Hlemm verður lokað fyrir bílaumferð sem og Laugavegi milli hans og Snorrabrautar og Hlemmur verður kjarnastöð borgarlínu. „Stærsta stoppistöðin og það verður mikið í hana lagt.“Og Hverfisgatan verður þá heilmikil strætóleið líka? „Já svo sannarlega. Það verður eflaust best tengda gata borgarinnar með borgarlínu og öðrum strætóleiðum,“ segir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Húsið Norðurpólinn var fyrsta húsið sem var reist við Hlemm árið 1904 og verður það flutt þangað aftur.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira