Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2019 19:00 Í dag var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm sem felur í sér miklar breytingar á þessu svæði á allra næstu árum. Meðal annars verður flutt þangað húsið Norðurpóllinn sem var fyrsta húsið sem reist var við Hlemm árið 1904. Húsið var einhvers konar áningarstaður fyrir fólk sem var að koma inn til borgarinnar. Þar gat það fengið sér að borða og mun væntanlega geta það aftur þegar húsið rís hér á ný við Hlemm. Hlemmur verður bíllaust svæði þar sem hjólandi og gangandi komast vel um og einungis strætó, eða borgarlína, má keyra niður laugaveginn frá Fíladelfíu að Hlemmi. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs segir að haldin hafi verið samkeppni þar sem stofur voru fengnar til að gera tillögur um nýtt skipulag á Hlemmi. „Niðurstaðan varð sú að fá tvær stofur, Mandaworks frá Svíþjóð og DLD héðan frá Íslandi, til að móta saman endanlega tillögu. Þannig að við fengjum gæðin úr báðum tillögunum,“ segir Sigurborg Ósk. Skipulagið miði að því að halda í söguna eins og vatnsbrunn sem þar var en einnig yngri hluta sögunnar.„Sem voru svona aðeins meira pönk. Aðeins meiri grófleiki og meiri steypa. Þannig að þetta mun haldast í hendur og vonandi ná að endurspegla fjölbreytileika mannlífsins,“ segir Sigurborg Ósk. Nú þegar sé mikið mikil lifandi starfsemi á Hlemmi sem muni aukast með nýja skipulaginu.Hlemmur verður ekki lengur miðstöð strætisvagna eins og hann hefur verið í áratugi? „Já það er kannski stærsta breytingin. Í dag er Hlemmur í raun og veru svo kölluð tímajöfnunarstöð þannig að strætó stoppar oft hér mjög lengi. Það hlutverk mun færast yfir á BSÍ og strætó mun hætta að stoppa alveg uppvið Hlemm Mathöll og stoppa við Snorrabrautina. Samhliða þessu verður Borgartúnið opnað beint alveg út á Snorrabrautina rétt ofan við Sæbraut. Hluta Rauðarárstígs inn á Hlemm verður lokað fyrir bílaumferð sem og Laugavegi milli hans og Snorrabrautar og Hlemmur verður kjarnastöð borgarlínu. „Stærsta stoppistöðin og það verður mikið í hana lagt.“Og Hverfisgatan verður þá heilmikil strætóleið líka? „Já svo sannarlega. Það verður eflaust best tengda gata borgarinnar með borgarlínu og öðrum strætóleiðum,“ segir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Húsið Norðurpólinn var fyrsta húsið sem var reist við Hlemm árið 1904 og verður það flutt þangað aftur. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Í dag var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm sem felur í sér miklar breytingar á þessu svæði á allra næstu árum. Meðal annars verður flutt þangað húsið Norðurpóllinn sem var fyrsta húsið sem reist var við Hlemm árið 1904. Húsið var einhvers konar áningarstaður fyrir fólk sem var að koma inn til borgarinnar. Þar gat það fengið sér að borða og mun væntanlega geta það aftur þegar húsið rís hér á ný við Hlemm. Hlemmur verður bíllaust svæði þar sem hjólandi og gangandi komast vel um og einungis strætó, eða borgarlína, má keyra niður laugaveginn frá Fíladelfíu að Hlemmi. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs segir að haldin hafi verið samkeppni þar sem stofur voru fengnar til að gera tillögur um nýtt skipulag á Hlemmi. „Niðurstaðan varð sú að fá tvær stofur, Mandaworks frá Svíþjóð og DLD héðan frá Íslandi, til að móta saman endanlega tillögu. Þannig að við fengjum gæðin úr báðum tillögunum,“ segir Sigurborg Ósk. Skipulagið miði að því að halda í söguna eins og vatnsbrunn sem þar var en einnig yngri hluta sögunnar.„Sem voru svona aðeins meira pönk. Aðeins meiri grófleiki og meiri steypa. Þannig að þetta mun haldast í hendur og vonandi ná að endurspegla fjölbreytileika mannlífsins,“ segir Sigurborg Ósk. Nú þegar sé mikið mikil lifandi starfsemi á Hlemmi sem muni aukast með nýja skipulaginu.Hlemmur verður ekki lengur miðstöð strætisvagna eins og hann hefur verið í áratugi? „Já það er kannski stærsta breytingin. Í dag er Hlemmur í raun og veru svo kölluð tímajöfnunarstöð þannig að strætó stoppar oft hér mjög lengi. Það hlutverk mun færast yfir á BSÍ og strætó mun hætta að stoppa alveg uppvið Hlemm Mathöll og stoppa við Snorrabrautina. Samhliða þessu verður Borgartúnið opnað beint alveg út á Snorrabrautina rétt ofan við Sæbraut. Hluta Rauðarárstígs inn á Hlemm verður lokað fyrir bílaumferð sem og Laugavegi milli hans og Snorrabrautar og Hlemmur verður kjarnastöð borgarlínu. „Stærsta stoppistöðin og það verður mikið í hana lagt.“Og Hverfisgatan verður þá heilmikil strætóleið líka? „Já svo sannarlega. Það verður eflaust best tengda gata borgarinnar með borgarlínu og öðrum strætóleiðum,“ segir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Húsið Norðurpólinn var fyrsta húsið sem var reist við Hlemm árið 1904 og verður það flutt þangað aftur.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira