Jonjo Shelvey skoraði seinna mark Newcastle í leiknum en það stóð þrátt fyrir að aðstoðardómarinn hafði veifað rangstöðu og margir leikmanna Sheffield United höfðu hætt að reyna að stöðva hann af þeim sökum.
Jonjo Shelvey setti boltann engu að síður í markið og Varsjáin úrskurðaði síðan að Shelvey hefði ekki verið rangstæður. Markið var því dæmt gilt.
„Hjartsláttur þessarar íþróttar hefur breyst,“ sagði Chris Wilder eftir leikinn.
Chris Wilder has made his thoughts on VAR very clear. pic.twitter.com/OV9M0TPvVY
— BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019
„Þessi íþrótt er gjörólík þeirri íþrótt sem ég kynntist þegar ég var sextán ára gamall lærlingur,“ sagði Wilder. „Ég veit ekki hvert hún er að fara en fótboltinn er hreinlega að sjúga lífið úr mér og stuðningsmönnunum,“ sagði Wilder.
Andy Carroll kom boltanum áfram á Jonjo Shelvey en línuvörðurinn dæmdi rangstöðu á Carroll sem seinna kom í ljós að var ekki rétt.
'The most ridiculous goal you will see'
Jonjo Shelvey's Newcastle goal certainly got people talking...
https://t.co/10w4peZq4mpic.twitter.com/ewROFDTWMJ
— BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2019
Dómari leiksins, Stuart Attwell, flautaði hins vegar ekki í flautuna sína, og leikurinn hélt því áfram sem Jonjo Shelvey nýtti sér með því að skora. Þetta mark nánast gulltryggði Newcastle þennan 2-0 sigur.
„Mér var sagt það í byrjun tímabilsins að línuvörðurinn myndi ekki lyfta flagginu sínu. Hann lyfti aftur á móti flagginu og dómarinn var að fara að flauta í flautuna sína,“ sagði Wilder.
„Það stoppuðu allir á vellinum. Jonjo Shelvey setti boltann í markið en öll hans líkamstjáning sagði mér að hann sá að línuvörðurinn hafði lyft flagginu sínu og að hann vissi að hann væri rangstæður,“ sagð Wilder.
„Ég vil vera að tala um okkar fyrsta tímabil aftur í ensku úrvalsdeildinni. Ég vil tala um tilraun okkar til að finna leiðir til að vinna lið eins og Newcastle. Ég vil fá að tala um fótbolta en ekki VAR einu sinni enn,“ sagði Wilder.