Staðfestir brottför frá Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 5. maí 2025 09:12 Trent í leik með Liverpool Vísir/Getty Trent Alexander-Arnold mun yfirgefa herbúðir enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool að yfirstandandi tímabili loknu. Frá þessu er greint í yfirlýsingu Liverpool núna í morgun en samningur Trent við félagið er að renna út og búist er við því að hann gangi í raðir spænska stórveldisins Real Madrid á frjálsri sölu. Þessi 26 ára gamli leikmaður kveður Liverpool því með Englandsmeistaratitli en í yfirlýsingu Liverpool segir hann ekki um auðvelda ákvörðun að ræða að segja skilið við félagið. Raunar sé ákvörðunin sú erfiðasta sem hann hafi þurft að taka til þessa. After 20 years at Liverpool Football Club, now is the time for me to confirm that I will be leaving at the end of the season.This is easily the hardest decision I’ve ever made in my life.I know many of you have wondered why or been frustrated that I haven’t spoken about this… pic.twitter.com/emAw5RvXq0— Trent Alexander-Arnold (@TrentAA) May 5, 2025 „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ segir Trent í hjartnæmri kveðju til stuðningsmanna Liverpool. Nú þurfi hann nýja áskorun á sínum ferli. „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi frá því á samfélagsmiðlinum X í morgun að Trent sé á leiðinni til Real Madrid og að þar muni hann skrifa undir fimm ára samning. 🚨 BREAKING: Trent Alexander-Arnold to Real Madrid, here we go! 💣⚪️Decision to leave Liverpool now confirmed as Trent says goodbye to the club after winning one more PL title.Documents being prepared for Trent to join Real Madrid on a 5 year contract, verbal agreement done. pic.twitter.com/IkmL1VIhWE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 5, 2025 Alexander-Arnold hefur allan sinn feril spilað fyrir Liverpool eftir að hafa gengið í akademíu félagsins sex ára gamall og nú hefur hann leikið lykilhlutverk í uppgangi liðsins undir stjórn Jurgen Klopp og nú Arne Slot. Hjá Liverpool hefur hann í tvígang orðið Englandsmeistari, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hefur hann einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23. Alls hefur Trent Alexander-Arnold spilað 351 leik fyrir aðallið Liverpool, skorað 23 mörk og gefið 92 stoðsendingar. Á þessum tímamótum er Alexander Arnold þakklátur stuðningsmönnum Liverpool. „Þið hafið staðið með mér alla leið frá byrjun. Ég hef fundið fyrir stuðningnum, ástinni, allt það sem að þið hafið lagt á ykkur hefur ekki farið fram hjá mér. Ég vona að þeir hafi fundið það frá mér að ég var til í að gefa allt fyrir þetta félag.“ Hann vill ekki að fréttir um brotthvarf sitt skyggi á fögnuð þessa tímabils þar sem að Liverpool stóð uppi sem Englandsmeistari. „Þetta hefur verið frábært tímabil. Það hefur verið stórkostlegt að vera hluti af þessu liði og ég vona að þið munið ekki dvelja á þessum fréttum of lengi og að við munum geta fagnað vel og innilega með strákunum.“ Fréttin verður uppfærð Enski boltinn Mest lesið Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira
Frá þessu er greint í yfirlýsingu Liverpool núna í morgun en samningur Trent við félagið er að renna út og búist er við því að hann gangi í raðir spænska stórveldisins Real Madrid á frjálsri sölu. Þessi 26 ára gamli leikmaður kveður Liverpool því með Englandsmeistaratitli en í yfirlýsingu Liverpool segir hann ekki um auðvelda ákvörðun að ræða að segja skilið við félagið. Raunar sé ákvörðunin sú erfiðasta sem hann hafi þurft að taka til þessa. After 20 years at Liverpool Football Club, now is the time for me to confirm that I will be leaving at the end of the season.This is easily the hardest decision I’ve ever made in my life.I know many of you have wondered why or been frustrated that I haven’t spoken about this… pic.twitter.com/emAw5RvXq0— Trent Alexander-Arnold (@TrentAA) May 5, 2025 „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ segir Trent í hjartnæmri kveðju til stuðningsmanna Liverpool. Nú þurfi hann nýja áskorun á sínum ferli. „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi frá því á samfélagsmiðlinum X í morgun að Trent sé á leiðinni til Real Madrid og að þar muni hann skrifa undir fimm ára samning. 🚨 BREAKING: Trent Alexander-Arnold to Real Madrid, here we go! 💣⚪️Decision to leave Liverpool now confirmed as Trent says goodbye to the club after winning one more PL title.Documents being prepared for Trent to join Real Madrid on a 5 year contract, verbal agreement done. pic.twitter.com/IkmL1VIhWE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 5, 2025 Alexander-Arnold hefur allan sinn feril spilað fyrir Liverpool eftir að hafa gengið í akademíu félagsins sex ára gamall og nú hefur hann leikið lykilhlutverk í uppgangi liðsins undir stjórn Jurgen Klopp og nú Arne Slot. Hjá Liverpool hefur hann í tvígang orðið Englandsmeistari, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hefur hann einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23. Alls hefur Trent Alexander-Arnold spilað 351 leik fyrir aðallið Liverpool, skorað 23 mörk og gefið 92 stoðsendingar. Á þessum tímamótum er Alexander Arnold þakklátur stuðningsmönnum Liverpool. „Þið hafið staðið með mér alla leið frá byrjun. Ég hef fundið fyrir stuðningnum, ástinni, allt það sem að þið hafið lagt á ykkur hefur ekki farið fram hjá mér. Ég vona að þeir hafi fundið það frá mér að ég var til í að gefa allt fyrir þetta félag.“ Hann vill ekki að fréttir um brotthvarf sitt skyggi á fögnuð þessa tímabils þar sem að Liverpool stóð uppi sem Englandsmeistari. „Þetta hefur verið frábært tímabil. Það hefur verið stórkostlegt að vera hluti af þessu liði og ég vona að þið munið ekki dvelja á þessum fréttum of lengi og að við munum geta fagnað vel og innilega með strákunum.“ Fréttin verður uppfærð
Enski boltinn Mest lesið Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira