Staðfestir brottför frá Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 5. maí 2025 09:12 Trent í leik með Liverpool Vísir/Getty Trent Alexander-Arnold mun yfirgefa herbúðir enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool að yfirstandandi tímabili loknu. Frá þessu er greint í yfirlýsingu Liverpool núna í morgun en samningur Trent við félagið er að renna út og búist er við því að hann gangi í raðir spænska stórveldisins Real Madrid á frjálsri sölu. Þessi 26 ára gamli leikmaður kveður Liverpool því með Englandsmeistaratitli en í yfirlýsingu Liverpool segir hann ekki um auðvelda ákvörðun að ræða að segja skilið við félagið. Raunar sé ákvörðunin sú erfiðasta sem hann hafi þurft að taka til þessa. After 20 years at Liverpool Football Club, now is the time for me to confirm that I will be leaving at the end of the season.This is easily the hardest decision I’ve ever made in my life.I know many of you have wondered why or been frustrated that I haven’t spoken about this… pic.twitter.com/emAw5RvXq0— Trent Alexander-Arnold (@TrentAA) May 5, 2025 „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ segir Trent í hjartnæmri kveðju til stuðningsmanna Liverpool. Nú þurfi hann nýja áskorun á sínum ferli. „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi frá því á samfélagsmiðlinum X í morgun að Trent sé á leiðinni til Real Madrid og að þar muni hann skrifa undir fimm ára samning. 🚨 BREAKING: Trent Alexander-Arnold to Real Madrid, here we go! 💣⚪️Decision to leave Liverpool now confirmed as Trent says goodbye to the club after winning one more PL title.Documents being prepared for Trent to join Real Madrid on a 5 year contract, verbal agreement done. pic.twitter.com/IkmL1VIhWE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 5, 2025 Alexander-Arnold hefur allan sinn feril spilað fyrir Liverpool eftir að hafa gengið í akademíu félagsins sex ára gamall og nú hefur hann leikið lykilhlutverk í uppgangi liðsins undir stjórn Jurgen Klopp og nú Arne Slot. Hjá Liverpool hefur hann í tvígang orðið Englandsmeistari, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hefur hann einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23. Alls hefur Trent Alexander-Arnold spilað 351 leik fyrir aðallið Liverpool, skorað 23 mörk og gefið 92 stoðsendingar. Á þessum tímamótum er Alexander Arnold þakklátur stuðningsmönnum Liverpool. „Þið hafið staðið með mér alla leið frá byrjun. Ég hef fundið fyrir stuðningnum, ástinni, allt það sem að þið hafið lagt á ykkur hefur ekki farið fram hjá mér. Ég vona að þeir hafi fundið það frá mér að ég var til í að gefa allt fyrir þetta félag.“ Hann vill ekki að fréttir um brotthvarf sitt skyggi á fögnuð þessa tímabils þar sem að Liverpool stóð uppi sem Englandsmeistari. „Þetta hefur verið frábært tímabil. Það hefur verið stórkostlegt að vera hluti af þessu liði og ég vona að þið munið ekki dvelja á þessum fréttum of lengi og að við munum geta fagnað vel og innilega með strákunum.“ Fréttin verður uppfærð Enski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Frá þessu er greint í yfirlýsingu Liverpool núna í morgun en samningur Trent við félagið er að renna út og búist er við því að hann gangi í raðir spænska stórveldisins Real Madrid á frjálsri sölu. Þessi 26 ára gamli leikmaður kveður Liverpool því með Englandsmeistaratitli en í yfirlýsingu Liverpool segir hann ekki um auðvelda ákvörðun að ræða að segja skilið við félagið. Raunar sé ákvörðunin sú erfiðasta sem hann hafi þurft að taka til þessa. After 20 years at Liverpool Football Club, now is the time for me to confirm that I will be leaving at the end of the season.This is easily the hardest decision I’ve ever made in my life.I know many of you have wondered why or been frustrated that I haven’t spoken about this… pic.twitter.com/emAw5RvXq0— Trent Alexander-Arnold (@TrentAA) May 5, 2025 „Þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka. Ég hef hugsað mikið um þetta og fyrir mig eru miklar tilfinningar bundnar í þessa ákvörðun. Ég hef verið hjá Liverpool í tuttugu ár og notið hverrar einustu mínútu, upplifað alla mína drauma, afrekað allt sem ég vildi hér,“ segir Trent í hjartnæmri kveðju til stuðningsmanna Liverpool. Nú þurfi hann nýja áskorun á sínum ferli. „Ég er búinn að gefa allt mitt á hverjum einasta degi í þessi tuttugu ár. Nú er ég á þeim tímapunkti að þurfa nýja áskorun, bæði fyrir mig sem leikmann en einnig einstakling.“ Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi frá því á samfélagsmiðlinum X í morgun að Trent sé á leiðinni til Real Madrid og að þar muni hann skrifa undir fimm ára samning. 🚨 BREAKING: Trent Alexander-Arnold to Real Madrid, here we go! 💣⚪️Decision to leave Liverpool now confirmed as Trent says goodbye to the club after winning one more PL title.Documents being prepared for Trent to join Real Madrid on a 5 year contract, verbal agreement done. pic.twitter.com/IkmL1VIhWE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 5, 2025 Alexander-Arnold hefur allan sinn feril spilað fyrir Liverpool eftir að hafa gengið í akademíu félagsins sex ára gamall og nú hefur hann leikið lykilhlutverk í uppgangi liðsins undir stjórn Jurgen Klopp og nú Arne Slot. Hjá Liverpool hefur hann í tvígang orðið Englandsmeistari, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Hefur hann einnig orðið enskur bikarmeistari með félaginu og í tvígang unnið enska deildarbikarinn. Þá var hann í liði Liverpool sem vann samfélagsskjöldinn tímabilið 2022/23. Alls hefur Trent Alexander-Arnold spilað 351 leik fyrir aðallið Liverpool, skorað 23 mörk og gefið 92 stoðsendingar. Á þessum tímamótum er Alexander Arnold þakklátur stuðningsmönnum Liverpool. „Þið hafið staðið með mér alla leið frá byrjun. Ég hef fundið fyrir stuðningnum, ástinni, allt það sem að þið hafið lagt á ykkur hefur ekki farið fram hjá mér. Ég vona að þeir hafi fundið það frá mér að ég var til í að gefa allt fyrir þetta félag.“ Hann vill ekki að fréttir um brotthvarf sitt skyggi á fögnuð þessa tímabils þar sem að Liverpool stóð uppi sem Englandsmeistari. „Þetta hefur verið frábært tímabil. Það hefur verið stórkostlegt að vera hluti af þessu liði og ég vona að þið munið ekki dvelja á þessum fréttum of lengi og að við munum geta fagnað vel og innilega með strákunum.“ Fréttin verður uppfærð
Enski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira