Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2025 09:28 Valsmenn hafa ekki farið vel af stað í Bestu deildinni og farið var yfir slæma stöðu liðsins í Stúkunni í gær. Vísir/Samsett mynd Sérfræðingar Stúkunnar fóru ekki mjúkum höndum um stöðuna hjá liði Vals í Bestu deild karla sem getur ekki talist góð eftir 3-0 tap gegn FH um síðustu helgi. Bragurinn á liðinu sé engan veginn nógu góður en er lausnin að skipta um þjálfara? Pressan er orðin mikil á þjálfara Valsmanna Srdjan Tufegdzic eftir slappa byrjun á tímabilinu sem náði nýrri lægð á móti FH um síðustu helgi, liði sem hafði ekki unnið leik í deildinni fyrir þann leik en sérfræðingar Stúkunnar setja spurningarmerki við leikmenn Vals og það hvernig þeir báru sig í leiknum gegn FH. „Hvað getur hann (Túfa) gert?“ sagði Ólafur Kristjánsson, einn af sérfræðingum Stúkunnar um stöðuna hjá Val. „Ég veit að Túfa vinnur starf sitt af miklum heilindum og er góður þjálfari, Hann verður, því ég veit að það er mikill hiti á honum, að koma mönnum í skilning um að þetta sé bara ekki ásættanlegt. Að koma í Kaplakrika í þessum möguleika og tapa leiknum á þennan hátt.“ Klippa: Stúkan: Umræða um slæma stöðu Vals Valsmenn hafa spilað sautján leiki undir stjórn Túfa í Bestu deildinni og aðeins náð í fimm sigra. Þá hefur liðið gert sjö jafntefli og tapað fimm leikjum. Merkilega við þessa leiki er sú staðreynd að í þeim hefur Valur aldrei haldið marki sínu hreinu. Srdjan Tufagdzic, Túfa, þjálfari ValsVísir/Diego „Getur ekki verið í fótbolta og lifað fyrir lækin“ Óli Kristjáns er á því að úrslitin séu einn þáttur en bragurinn á liðinu sé annar. „Það er sameiginleg ábyrgð leikmanna og þjálfara að bragurinn verði betri en hann er. Þú getur ekki bara verið í fótbolta og lifað fyrir lækin. Þá er ég ekki að tala um læk sem rennur heldur það að fá læk fyrir það sem þú gerir. Það eru líka helvíti erfiðir tímar þegar að bjátar á móti. Þá verða menn að stíga upp og standa saman og vinna almennilega fyrir félagana og félagið. Það finnst mér bara ekki vera hægt að sjá. Ef ég væri stuðningsmaður Vals, sem ég er ekki, þá fyndist mér þetta engan veginn ásættanlegt.“ Albert Brynjar Ingason, einnig sérfræðingur Stúkunnar, segir þetta gamla sögu og nýja með Val. „Á hverju einasta tímabili, sérstaklega þegar að titillinn er farinn, þá hætta þeir alveg… Og meira segja þegar reynir á þá í leik þá hætta þeir líka. Þeir nenna ekki að leggja þetta á sig þegar að titillinn er farinn og nenna ekki að leggja nógu mikið á sig til að sækja titilinn.“ „Menn þarna sem eru ekki með hugann við þetta“ Það stingi í stúf þegar um er að ræða lið með eina bestu umgjörð á landinu, lið sem hefur haft stór nöfn á borð við Aron Jó, Hólmar Örn Eyjólfsson, Gylfa Þór Sigurðsson, besta framherja deildarinnar í Patrick Pedersen og besta kantmann deildarinnar síðustu tvö tímabil í Jónatan Inga innan sinna raða undanfarin ár. „Það er kannski helvítis málið. Það er ekki hungur í paradís,“ svaraði Óli Kristjáns. „Ég sé ekki hvað menn vilja. Það er talað um að Valur sé félag sem eigi að vera berjast um titla. Þá þarf að vera meira merking á bak við þau orð.“ En er lausnin að skipta um þjálfara? Eitthvað sem hefur verið reynt margoft en virðist ekki ganga eitt og sér. „Hvort það sé Túfa eða einhver annar sem finnur út úr því hverjir það eru sem séu tilbúnir í að taka þátt í þessu verkefni sem framundan er og losar sig við þessi skemmdu epli,“ sagði Albert Brynjar. „Því það eru enn þá menn þarna sem eru ekki með hugann við þetta. Það þarf að fara hreinsa til í þessum hóp.“ Ítarlega umræðu um stöðuna hjá liði Vals í Stúkunni frá því í gær má sjá hér ofar í fréttinni. Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Pressan er orðin mikil á þjálfara Valsmanna Srdjan Tufegdzic eftir slappa byrjun á tímabilinu sem náði nýrri lægð á móti FH um síðustu helgi, liði sem hafði ekki unnið leik í deildinni fyrir þann leik en sérfræðingar Stúkunnar setja spurningarmerki við leikmenn Vals og það hvernig þeir báru sig í leiknum gegn FH. „Hvað getur hann (Túfa) gert?“ sagði Ólafur Kristjánsson, einn af sérfræðingum Stúkunnar um stöðuna hjá Val. „Ég veit að Túfa vinnur starf sitt af miklum heilindum og er góður þjálfari, Hann verður, því ég veit að það er mikill hiti á honum, að koma mönnum í skilning um að þetta sé bara ekki ásættanlegt. Að koma í Kaplakrika í þessum möguleika og tapa leiknum á þennan hátt.“ Klippa: Stúkan: Umræða um slæma stöðu Vals Valsmenn hafa spilað sautján leiki undir stjórn Túfa í Bestu deildinni og aðeins náð í fimm sigra. Þá hefur liðið gert sjö jafntefli og tapað fimm leikjum. Merkilega við þessa leiki er sú staðreynd að í þeim hefur Valur aldrei haldið marki sínu hreinu. Srdjan Tufagdzic, Túfa, þjálfari ValsVísir/Diego „Getur ekki verið í fótbolta og lifað fyrir lækin“ Óli Kristjáns er á því að úrslitin séu einn þáttur en bragurinn á liðinu sé annar. „Það er sameiginleg ábyrgð leikmanna og þjálfara að bragurinn verði betri en hann er. Þú getur ekki bara verið í fótbolta og lifað fyrir lækin. Þá er ég ekki að tala um læk sem rennur heldur það að fá læk fyrir það sem þú gerir. Það eru líka helvíti erfiðir tímar þegar að bjátar á móti. Þá verða menn að stíga upp og standa saman og vinna almennilega fyrir félagana og félagið. Það finnst mér bara ekki vera hægt að sjá. Ef ég væri stuðningsmaður Vals, sem ég er ekki, þá fyndist mér þetta engan veginn ásættanlegt.“ Albert Brynjar Ingason, einnig sérfræðingur Stúkunnar, segir þetta gamla sögu og nýja með Val. „Á hverju einasta tímabili, sérstaklega þegar að titillinn er farinn, þá hætta þeir alveg… Og meira segja þegar reynir á þá í leik þá hætta þeir líka. Þeir nenna ekki að leggja þetta á sig þegar að titillinn er farinn og nenna ekki að leggja nógu mikið á sig til að sækja titilinn.“ „Menn þarna sem eru ekki með hugann við þetta“ Það stingi í stúf þegar um er að ræða lið með eina bestu umgjörð á landinu, lið sem hefur haft stór nöfn á borð við Aron Jó, Hólmar Örn Eyjólfsson, Gylfa Þór Sigurðsson, besta framherja deildarinnar í Patrick Pedersen og besta kantmann deildarinnar síðustu tvö tímabil í Jónatan Inga innan sinna raða undanfarin ár. „Það er kannski helvítis málið. Það er ekki hungur í paradís,“ svaraði Óli Kristjáns. „Ég sé ekki hvað menn vilja. Það er talað um að Valur sé félag sem eigi að vera berjast um titla. Þá þarf að vera meira merking á bak við þau orð.“ En er lausnin að skipta um þjálfara? Eitthvað sem hefur verið reynt margoft en virðist ekki ganga eitt og sér. „Hvort það sé Túfa eða einhver annar sem finnur út úr því hverjir það eru sem séu tilbúnir í að taka þátt í þessu verkefni sem framundan er og losar sig við þessi skemmdu epli,“ sagði Albert Brynjar. „Því það eru enn þá menn þarna sem eru ekki með hugann við þetta. Það þarf að fara hreinsa til í þessum hóp.“ Ítarlega umræðu um stöðuna hjá liði Vals í Stúkunni frá því í gær má sjá hér ofar í fréttinni.
Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira