Fjórðungur býst við uppsögnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2019 11:43 Gluggaþvottamenn að störfum. Vísir/vilhelm Stærstu fyrirtæki landsins gera heldur ráð fyrir fækkun starfsfólks á næstu sex mánuðum frekar en fjölgun. Horft er fram á fækkun í flestum atvinnugreinum, mestri í hvers kyns verslunarþjónustu og byggingastarfsemi, en starfsfólk í sérhæfðri þjónustu virðist búa við hvað mest starfsöryggi. Alls gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næsta hálfa ári, séu niðurstöður könnunnar sem lögð var fyrir stjórnendur 400 stærstu fyrirtæki landsins á dögunum heimfærðar á allan vinnumarkaðinn. Niðurstöður hennar eru reifar á vef Samtaka atvinnulífsins, sem leggur fram sambærilegar kannannir ársfjórðungslega. Þær tvær síðustu hafa gefið nokkuð svipaðar niðurstöður þegar kemur að væntingum stjórnendanna til starfsmannahalds á næstu sex mánuðum. Sú síðasta, sem lögð var fyrir fyrirtækin í haust, sýndi fram á að störfum gæti fækkað um 700.Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag bera með sér að lítill skortur sé á starfsfólki. Um 13 prósent stjórnendanna sögðust finna fyrir svipuðum skorti starfsfólks og fyrir ári síðan. Mestur sé skorturinn í „ýmissi sérhæfðri þjónustu.“Sjá einnig: Störfum gæti fækkað um 700 á næstu sex mánuðumÚr svörum stjórnendanna má jafnframt lesa að 14 prósent þeirra búist við að fjölga starfsfólki, samanborið við þau 24 prósent sem ætla að þeir muni skera niður. Fjölgunin er tæplega 1.100 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin rúmlega 1.700 hjá þeim sem áforma fækkun. Þannig er búist við að heildarfjöldi starfsmanna þessara 400 fyrirtækja muni fækka um hálft prósent næsta hálfa árið. Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næstu sex mánuðum.Atvinnuleysi eykst og launþegum fækkar Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð á síðastliðnu ári, samhliða fjölmennum hópuppsögnum í fjármálageiranum og gjaldþroti flugfélaga. Rúmlega þrjú þúsund fleiri einstaklingar eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra, alls um 7700. Hagstofan greindi jafnframt frá því um miðjan nóvember síðastliðinn að launþegum í landinu hafi fækkað, í fyrsta sinn í næstum áratug. Við það tilefni sagði sérfræðingur hjá Hagstofunni að líklegt væri að atvinnulausum myndi halda áfram að fjölga, miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Það sem spyrnt hefur á móti þessari þróun er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þannig er áætlað að þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hafi fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þá hafi fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent. Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. 20. nóvember 2019 19:30 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stærstu fyrirtæki landsins gera heldur ráð fyrir fækkun starfsfólks á næstu sex mánuðum frekar en fjölgun. Horft er fram á fækkun í flestum atvinnugreinum, mestri í hvers kyns verslunarþjónustu og byggingastarfsemi, en starfsfólk í sérhæfðri þjónustu virðist búa við hvað mest starfsöryggi. Alls gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næsta hálfa ári, séu niðurstöður könnunnar sem lögð var fyrir stjórnendur 400 stærstu fyrirtæki landsins á dögunum heimfærðar á allan vinnumarkaðinn. Niðurstöður hennar eru reifar á vef Samtaka atvinnulífsins, sem leggur fram sambærilegar kannannir ársfjórðungslega. Þær tvær síðustu hafa gefið nokkuð svipaðar niðurstöður þegar kemur að væntingum stjórnendanna til starfsmannahalds á næstu sex mánuðum. Sú síðasta, sem lögð var fyrir fyrirtækin í haust, sýndi fram á að störfum gæti fækkað um 700.Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag bera með sér að lítill skortur sé á starfsfólki. Um 13 prósent stjórnendanna sögðust finna fyrir svipuðum skorti starfsfólks og fyrir ári síðan. Mestur sé skorturinn í „ýmissi sérhæfðri þjónustu.“Sjá einnig: Störfum gæti fækkað um 700 á næstu sex mánuðumÚr svörum stjórnendanna má jafnframt lesa að 14 prósent þeirra búist við að fjölga starfsfólki, samanborið við þau 24 prósent sem ætla að þeir muni skera niður. Fjölgunin er tæplega 1.100 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin rúmlega 1.700 hjá þeim sem áforma fækkun. Þannig er búist við að heildarfjöldi starfsmanna þessara 400 fyrirtækja muni fækka um hálft prósent næsta hálfa árið. Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næstu sex mánuðum.Atvinnuleysi eykst og launþegum fækkar Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð á síðastliðnu ári, samhliða fjölmennum hópuppsögnum í fjármálageiranum og gjaldþroti flugfélaga. Rúmlega þrjú þúsund fleiri einstaklingar eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra, alls um 7700. Hagstofan greindi jafnframt frá því um miðjan nóvember síðastliðinn að launþegum í landinu hafi fækkað, í fyrsta sinn í næstum áratug. Við það tilefni sagði sérfræðingur hjá Hagstofunni að líklegt væri að atvinnulausum myndi halda áfram að fjölga, miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Það sem spyrnt hefur á móti þessari þróun er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þannig er áætlað að þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hafi fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þá hafi fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. 20. nóvember 2019 19:30 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00
Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. 20. nóvember 2019 19:30
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38