Dómur yfir Jóhannesi staðfestur 6. desember 2019 16:31 Höfuðstöðvar Glitnis voru á Kirkjusandi. Getty Images/Arnaldur Halldorsson Landsréttur hefur staðfest tólf mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, fyrir markaðsmisnotkun. Var hann ásamt starfsmanni deildar eigin viðskipta Glitnis ákærður fyrir að hafa í sameiningu stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Í ákærunni var markaðsmisnotkunin sögð hafa verið framkvæmd af þremur starfsmönnum deildar eigin viðskipta Glitnis að undirlagi Jóhannesar Baldurssonar og Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis. Allir fimm voru sakfelldir í héraði. Lárusi var ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið hámarksrefsingu í öðrum hrunmálum. Starfsmenn deildar eigin viðskipta fengu skilorðsbundna dóma á bilinu sex til tólf mánaða. Sá sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm áfrýjaði sömuleiðis dómnum.Brotin ekki fyrnd Jóhannes krafðist endurskoðunar á úrskurðum héraðsdóms fyrir Landsrétti. Hann taldi að brotinn hefði verið á sér réttur til að fá aðgang að gögnum til að undirbúa vörn sína í héraði. Landsréttur taldi þessi sjónarmið ekki geta leitt til sýknu og hafnaði því að ómerkja dóm héraðsdóms á þessum grunni. Ekki var fallist á að brot Jóhannesar væri fyrnd enda hefði hann verið ákærður og sakfelldur í héraðsdómi áður en tíu ára fyrningarfrestur brotsins rann út. Landsréttur taldi ákæruvaldið aftur á móti ekki hafa sýnt fram á að háttsemi stafsmanns eigin viðskipta hefðu varðað sakfellingu og var hann sýknaður.Níu ár síðan málið rataði á borð sérstaks saksóknara Landsréttur taldi hins vegar að þegar litið væri til stöðu Jóhannesar í bankanum og upplýsinga sem hann hafði fengið um stöðu bankans í eigin hlutabréfum hlyti hann að hafa vitað af umfangsmiklum kaupum deildar eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum í bnakanum. „Jafnframt að honum hefði ekki getað dulist að þau gátu ekki byggst á viðskiptalegum sjónarmiðum,“ segir í dómi Landsréttar.Var Jóhannes því sakfelldur en dómurinn skilorðsbundinn, óhjákvæmilega vegna mikilla tafa sem orðið hefðu á málinu. Níu ár eru síðan Fjármálaeftirlitið kærði málið til sérstaks saksóknara. Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Lárusi Welding var ekki gerð frekari refsing þar sem hann hefur þegar hlotið sex ára fangelsisdóma í öðrum hrunmálum. 2. mars 2018 11:30 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Spotify liggur niðri Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest tólf mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, fyrir markaðsmisnotkun. Var hann ásamt starfsmanni deildar eigin viðskipta Glitnis ákærður fyrir að hafa í sameiningu stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Í ákærunni var markaðsmisnotkunin sögð hafa verið framkvæmd af þremur starfsmönnum deildar eigin viðskipta Glitnis að undirlagi Jóhannesar Baldurssonar og Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis. Allir fimm voru sakfelldir í héraði. Lárusi var ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið hámarksrefsingu í öðrum hrunmálum. Starfsmenn deildar eigin viðskipta fengu skilorðsbundna dóma á bilinu sex til tólf mánaða. Sá sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm áfrýjaði sömuleiðis dómnum.Brotin ekki fyrnd Jóhannes krafðist endurskoðunar á úrskurðum héraðsdóms fyrir Landsrétti. Hann taldi að brotinn hefði verið á sér réttur til að fá aðgang að gögnum til að undirbúa vörn sína í héraði. Landsréttur taldi þessi sjónarmið ekki geta leitt til sýknu og hafnaði því að ómerkja dóm héraðsdóms á þessum grunni. Ekki var fallist á að brot Jóhannesar væri fyrnd enda hefði hann verið ákærður og sakfelldur í héraðsdómi áður en tíu ára fyrningarfrestur brotsins rann út. Landsréttur taldi ákæruvaldið aftur á móti ekki hafa sýnt fram á að háttsemi stafsmanns eigin viðskipta hefðu varðað sakfellingu og var hann sýknaður.Níu ár síðan málið rataði á borð sérstaks saksóknara Landsréttur taldi hins vegar að þegar litið væri til stöðu Jóhannesar í bankanum og upplýsinga sem hann hafði fengið um stöðu bankans í eigin hlutabréfum hlyti hann að hafa vitað af umfangsmiklum kaupum deildar eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum í bnakanum. „Jafnframt að honum hefði ekki getað dulist að þau gátu ekki byggst á viðskiptalegum sjónarmiðum,“ segir í dómi Landsréttar.Var Jóhannes því sakfelldur en dómurinn skilorðsbundinn, óhjákvæmilega vegna mikilla tafa sem orðið hefðu á málinu. Níu ár eru síðan Fjármálaeftirlitið kærði málið til sérstaks saksóknara.
Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Lárusi Welding var ekki gerð frekari refsing þar sem hann hefur þegar hlotið sex ára fangelsisdóma í öðrum hrunmálum. 2. mars 2018 11:30 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Spotify liggur niðri Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Lárusi Welding var ekki gerð frekari refsing þar sem hann hefur þegar hlotið sex ára fangelsisdóma í öðrum hrunmálum. 2. mars 2018 11:30