Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2019 23:00 Mikil spenna er komin í viðræður ríkjanna þó þessi mynd beri það ekki með sér. Myndin var tekin í heimsókn Trumps á hlutlausa svæðið á milli Norður- og Suður-Kóreu í júní á þessu ári. Getty/Dong-A Ilbo Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. Sendiherrann sagði í yfirlýsingu að óskir Bandaríkjamanna um frekari samningaviðræður um kjarnorkuvopnaeign Norður-Kóreu væru einungis ætlaðar til heimabrúks í innanríkispólitík Bandaríkjastjórnar. „Við þurfum ekki að eiga langar samningaviðræður við Bandaríkin núna og nú þegar er búið að slá afvopnun út af samningaborðinu,“ sagði sendiherrann í yfirlýsingu sinni sem greint er frá á vef The Guardian.Sjá einnig: Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöfSpenna milli ríkjanna tveggja hefur aukist undanfarið þar sem nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Sá frestur á að renna út nú í lok árs og hefur einræðisherra Norður-Kóreu sagt að Bandaríkjamenn megi eiga von á jólagjöf, takist ekki að semja fyrir árslok. Þótt ríkið hafi ekki alltaf staðið við slíkar hótanir telja bæði Suður-Kóreustjórn og Bandaríkin að einræðisstjórninni sé nú alvara. Ekki er útilokað að Norður-Kórea setji aukinn þunga í bæði kjarnorku- og eldflaugatilraunir ef samningar nást ekki. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Skutu viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu Sjóher Suður-Kóreu skaut í nótt viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu sem hafði ratað inn í landhelgi ríkisins í Gulahafinu. 27. nóvember 2019 08:52 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað Kim Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. 17. nóvember 2019 22:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. Sendiherrann sagði í yfirlýsingu að óskir Bandaríkjamanna um frekari samningaviðræður um kjarnorkuvopnaeign Norður-Kóreu væru einungis ætlaðar til heimabrúks í innanríkispólitík Bandaríkjastjórnar. „Við þurfum ekki að eiga langar samningaviðræður við Bandaríkin núna og nú þegar er búið að slá afvopnun út af samningaborðinu,“ sagði sendiherrann í yfirlýsingu sinni sem greint er frá á vef The Guardian.Sjá einnig: Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöfSpenna milli ríkjanna tveggja hefur aukist undanfarið þar sem nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Sá frestur á að renna út nú í lok árs og hefur einræðisherra Norður-Kóreu sagt að Bandaríkjamenn megi eiga von á jólagjöf, takist ekki að semja fyrir árslok. Þótt ríkið hafi ekki alltaf staðið við slíkar hótanir telja bæði Suður-Kóreustjórn og Bandaríkin að einræðisstjórninni sé nú alvara. Ekki er útilokað að Norður-Kórea setji aukinn þunga í bæði kjarnorku- og eldflaugatilraunir ef samningar nást ekki.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Skutu viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu Sjóher Suður-Kóreu skaut í nótt viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu sem hafði ratað inn í landhelgi ríkisins í Gulahafinu. 27. nóvember 2019 08:52 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað Kim Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. 17. nóvember 2019 22:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Skutu viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu Sjóher Suður-Kóreu skaut í nótt viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu sem hafði ratað inn í landhelgi ríkisins í Gulahafinu. 27. nóvember 2019 08:52
Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41
Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað Kim Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. 17. nóvember 2019 22:00