Hægt verður að segja upp veiðiheimildum eða gera þær tímabundnar verði nýtt auðlindaákvæði að lögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 12:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvæðið eigi að tryggi almenningi yfirráðarétt yfir auðlindunum. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segir að verði nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskránni samþykkt verði annað hvort hægt að segja upp veiðiheimildum í sjávarútvegi eða þær verði tímabundnar. Formaður Viðreisnar telur á ákvæðið þurfi að taka skýrar á þessum þáttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru spurðar út í Samherjamálið á Sprengisandi í morgun og ræddu í því samhengi báðar um mikilvægi nýs auðlindaákvæðis í stjórnarskránni. Í samráðsgátt stjórnvalda er frumvarp um málið kynnt og lagt til að við stjórnskipularlög bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni þá séu náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarétti þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði til varanlegrar eignar eða afnota. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þetta tryggi almenningi yfirráðarétt yfir auðlindunum. „Þá erum við að festa í sessi þjóðareign á auðlindum sem vegur þá á móti eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Og skilgreinir það með skýrum hætti að þessir tilteknu þættir – það sem við getum kallað auðlindir í þjóðareign þar sem fiskurinn í sjónum er tvímælalaust á meðal – þær verði ekki afhentar með varanlegum hætti. Það er bara svo,“ segir Katrín.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorgerður Katrín segir nauðsynlegt að útskýra málið enn frekar. „Við sjáum það og heyrðum það á fundinum á föstudaginn meðal formanna að það eru einstaklingar sem álíta sem svo að það sé hægt að afhenda auðlindir til ótímabundins tíma gegn uppsagnarákvæði. Við þurfum að skýra þetta betur.“ Katrín segir ákvæðið skýrt. „Verði þetta stjórnarskrárákvæði að veruleika – og við vorum nú bara að funda um þetta á föstudaginn – þá er það alveg á hreinu að túlkun þess hlýtur að vera sú að annað hvort eru þessar heimildir uppsegjanlegar eða tímabundnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjávarútvegur Sprengisandur Stjórnarskrá Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Forsætisráðherra segir að verði nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskránni samþykkt verði annað hvort hægt að segja upp veiðiheimildum í sjávarútvegi eða þær verði tímabundnar. Formaður Viðreisnar telur á ákvæðið þurfi að taka skýrar á þessum þáttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru spurðar út í Samherjamálið á Sprengisandi í morgun og ræddu í því samhengi báðar um mikilvægi nýs auðlindaákvæðis í stjórnarskránni. Í samráðsgátt stjórnvalda er frumvarp um málið kynnt og lagt til að við stjórnskipularlög bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni þá séu náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarétti þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði til varanlegrar eignar eða afnota. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þetta tryggi almenningi yfirráðarétt yfir auðlindunum. „Þá erum við að festa í sessi þjóðareign á auðlindum sem vegur þá á móti eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Og skilgreinir það með skýrum hætti að þessir tilteknu þættir – það sem við getum kallað auðlindir í þjóðareign þar sem fiskurinn í sjónum er tvímælalaust á meðal – þær verði ekki afhentar með varanlegum hætti. Það er bara svo,“ segir Katrín.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorgerður Katrín segir nauðsynlegt að útskýra málið enn frekar. „Við sjáum það og heyrðum það á fundinum á föstudaginn meðal formanna að það eru einstaklingar sem álíta sem svo að það sé hægt að afhenda auðlindir til ótímabundins tíma gegn uppsagnarákvæði. Við þurfum að skýra þetta betur.“ Katrín segir ákvæðið skýrt. „Verði þetta stjórnarskrárákvæði að veruleika – og við vorum nú bara að funda um þetta á föstudaginn – þá er það alveg á hreinu að túlkun þess hlýtur að vera sú að annað hvort eru þessar heimildir uppsegjanlegar eða tímabundnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sjávarútvegur Sprengisandur Stjórnarskrá Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira