Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2019 10:13 Á myndum úr vefmyndavél á vettvangi má sjá ferðamenn á göngustíg við gíginn rétt áður en eldgosið byrjaði. Vísir/AP Fimm eru nú staðfestir látnir eftir að eldgos hófst á eldfjallaeyjunni Whakaari, eða „Hvítu eyju“, á Nýja-Sjálandi í nótt. Þá er tíu manns enn saknað af eyjunni, að því er fram kom á blaðamannafundi nýsjálenskrar lögreglu í dag. Flestir sem voru á eyjunni þegar gosið hófst eru taldir hafa verið farþegar úr sama skemmtiferðaskipinu.Sjá einnig: Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Gosið hófst um tvöleytið í dag að nýsjálenskum tíma, eða um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. Hinir átján voru fluttir slasaðir á sjúkrahús, margir með alvarleg brunasár. Á myndum úr vefmyndavél á vettvangi má sjá ferðamenn á göngustíg við gíginn rétt áður en eldgosið byrjaði. Slíka mynd má sjá efst í fréttinni.pic.twitter.com/NcFiCWi2Yf — Michael Schade (@sch) December 9, 2019 Talið er að tæplega fimmtíu manns hafi verið á eyjunni þegar gosið hófst. Þar af voru yfir þrjátíu farþegar skemmtiferðarskipsins Ovation of the Seas á vegum Royal Caribbean Cruise Line. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að það harmi atburði dagsins og komi á framfæri samúðarkveðjum til allra hlutaðeigandi. Fram kom á blaðamannafundi lögreglu að ekki hafi náðst samband við neinn á eyjunni. Þá sé unnið að því að bera kennsl á þá sem voru þar staddir þegar gosið hófst en um er að ræða bæði Nýsjálendinga og erlenda ferðamenn. Björgunarstarf gengur erfiðlega þar sem aðstæður á eyjunni eru metnar afar hættulegar.Fjallið, sem er á eyju rétt norðan við stóru eyjar Nýja-Sjálands, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins. Hvíta eyja er jafnframt vinsæll ferðamannastaður og þangað fara ferðamenn gjarnan í dagsferðir. Þá eru gos í fjallinu nokkuð tíð. Síðast gaus þar árið 2016 en engan sakaði. Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Sjá meira
Fimm eru nú staðfestir látnir eftir að eldgos hófst á eldfjallaeyjunni Whakaari, eða „Hvítu eyju“, á Nýja-Sjálandi í nótt. Þá er tíu manns enn saknað af eyjunni, að því er fram kom á blaðamannafundi nýsjálenskrar lögreglu í dag. Flestir sem voru á eyjunni þegar gosið hófst eru taldir hafa verið farþegar úr sama skemmtiferðaskipinu.Sjá einnig: Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Gosið hófst um tvöleytið í dag að nýsjálenskum tíma, eða um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. Hinir átján voru fluttir slasaðir á sjúkrahús, margir með alvarleg brunasár. Á myndum úr vefmyndavél á vettvangi má sjá ferðamenn á göngustíg við gíginn rétt áður en eldgosið byrjaði. Slíka mynd má sjá efst í fréttinni.pic.twitter.com/NcFiCWi2Yf — Michael Schade (@sch) December 9, 2019 Talið er að tæplega fimmtíu manns hafi verið á eyjunni þegar gosið hófst. Þar af voru yfir þrjátíu farþegar skemmtiferðarskipsins Ovation of the Seas á vegum Royal Caribbean Cruise Line. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að það harmi atburði dagsins og komi á framfæri samúðarkveðjum til allra hlutaðeigandi. Fram kom á blaðamannafundi lögreglu að ekki hafi náðst samband við neinn á eyjunni. Þá sé unnið að því að bera kennsl á þá sem voru þar staddir þegar gosið hófst en um er að ræða bæði Nýsjálendinga og erlenda ferðamenn. Björgunarstarf gengur erfiðlega þar sem aðstæður á eyjunni eru metnar afar hættulegar.Fjallið, sem er á eyju rétt norðan við stóru eyjar Nýja-Sjálands, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins. Hvíta eyja er jafnframt vinsæll ferðamannastaður og þangað fara ferðamenn gjarnan í dagsferðir. Þá eru gos í fjallinu nokkuð tíð. Síðast gaus þar árið 2016 en engan sakaði.
Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Sjá meira
Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25