Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2019 15:50 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. EPA/KCNA Háttsettur embættismaður í Norður-Kóreu segir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ruglaðan gamlan mann. Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Síðustu misseri hefur þó ekkert gerst í viðræðum ríkjanna vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins.Norður-Kórea hefur gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá að einhverju leyti og er útlit fyrir að einræðisríkið muni hætta viðræðum alfarið renni fresturinn út. Vísbendingar eru um að Norður-Kórea hafi í gær gert tilraunir með nýja gerð eldflaugarhreyfils. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Ríkisstjórn Donald Trump hefur kallað eftir því að Norður-Kóreumenn setjist aftur við samningaborðið en það hafa þeir ekki viljað gera án aðgerða frá Bandaríkjunum.Sjá einnig: Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað KimKim Yong Chol, fyrrverandi erindreki Norður-Kóreu, sagði einnig að ríkið myndi ekki láta undan þrýstingi Bandaríkjanna og ummæli Trump að undanförnu væru til marks um ótta forsetans við afleiðingar þess að áðurnefndur frestur renni út. Kim Yong Chol sagði Trump einnig fávissan um Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði engu að tapa. Hann virðist vera að vísa til tísts Trump frá því í gær þar sem hann sagði Kim of gáfaðan til að binda formlega enda á viðræðurnar. Hann myndi ekki vilja skemma hið sérstaka samband þeirra tveggja. Þá sagði Trump að Norður-Kórea hefði gífurlega efnahagslega möguleika. Fyrst þyrfti Kim þó að láta kjarnorkuvopnin af hendi. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Norður-Kórea framkvæmdi „veigamikla“ tilraun Norður-Kórea hefur framkvæmt „mjög veigamikla“ tilraun við gervihnattarskotstöð sína. 8. desember 2019 09:33 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Háttsettur embættismaður í Norður-Kóreu segir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ruglaðan gamlan mann. Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Síðustu misseri hefur þó ekkert gerst í viðræðum ríkjanna vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins.Norður-Kórea hefur gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá að einhverju leyti og er útlit fyrir að einræðisríkið muni hætta viðræðum alfarið renni fresturinn út. Vísbendingar eru um að Norður-Kórea hafi í gær gert tilraunir með nýja gerð eldflaugarhreyfils. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Ríkisstjórn Donald Trump hefur kallað eftir því að Norður-Kóreumenn setjist aftur við samningaborðið en það hafa þeir ekki viljað gera án aðgerða frá Bandaríkjunum.Sjá einnig: Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað KimKim Yong Chol, fyrrverandi erindreki Norður-Kóreu, sagði einnig að ríkið myndi ekki láta undan þrýstingi Bandaríkjanna og ummæli Trump að undanförnu væru til marks um ótta forsetans við afleiðingar þess að áðurnefndur frestur renni út. Kim Yong Chol sagði Trump einnig fávissan um Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefði engu að tapa. Hann virðist vera að vísa til tísts Trump frá því í gær þar sem hann sagði Kim of gáfaðan til að binda formlega enda á viðræðurnar. Hann myndi ekki vilja skemma hið sérstaka samband þeirra tveggja. Þá sagði Trump að Norður-Kórea hefði gífurlega efnahagslega möguleika. Fyrst þyrfti Kim þó að láta kjarnorkuvopnin af hendi.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Norður-Kórea framkvæmdi „veigamikla“ tilraun Norður-Kórea hefur framkvæmt „mjög veigamikla“ tilraun við gervihnattarskotstöð sína. 8. desember 2019 09:33 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00
Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41
Norður-Kórea framkvæmdi „veigamikla“ tilraun Norður-Kórea hefur framkvæmt „mjög veigamikla“ tilraun við gervihnattarskotstöð sína. 8. desember 2019 09:33