Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2019 16:00 Frá leik með FH í sumar. vísir/daníel Stjórn Barna- og unglingaráðs (BUR) knattspyrnudeildar FH hefur sagt sig frá störfum fyrir deildina. Ágreiningurinn snýst um sex milljóna króna lán sem knattspyrnudeildin fékk frá BUR. Tvö bréf hafa verið send til foreldra iðkenda í FH vegna málsins og er tóninn í því fyrra öllu hvassari. Í því fyrra er talað um skoðanaágreining við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann félagsins, trúnaðarbrest og „óásættanleg vinnubrögð þeirra síðustu vikur,“ eins og það er orðað. Í seinna bréfinu kemur fram að aðilar málsins hafi sest niður um helgina og reynt að finna sameiginlega lausn. „Formaður FH, varaformaður FH, hluti stjórnar knattspyrnudeildar FH og fráfarandi stjórn barna og unglingaráðs hefur fundað um málið og eru að vinna sameiginlega að sátt um ágreining aðila. Allir eru staðráðnir í því að tryggja að starfið fyrir iðkendur, foreldra og þjálfara haldist óbreytt. Með von um farsæla niðurstöðu,“ segir í bréfinu. Undir það rita stjórn knattspyrnudeildar, fráfarandi stjórn BUR sem og formaður og varaformaður FH. Arnar Hjálmsson, einn þeirra sem sat í stjórn BUR, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði á formann FH, Viðar Halldórsson. „Afsögn þessara fjögurra úr BUR er vegna ágreinings um sex milljónir sem knattspyrnudeildin, sem BUR heyrir undir, vildi fá að láni. Þau voru óhress með það. En meirihluti knattspyrnudeildar samþykkti að lánið yrði veitt,“ sagði Viðar. „Fólk hefur síðan sest niður eins og sást í seinni yfirlýsingunni. Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau.“ Viðar segir að skipuð hafi verið ný stjórn BUR til bráðabirgða. Næsti aðalfundur knattspyrnudeildar er í febrúar á næsta ári. Að hans sögn eru milljónirnar sex ekki há upphæð í stóra samhengingu. „Við erum að tala um sex milljónir í félagi þar sem fjármálaleg umsvif á þessu ári voru um 1,6 milljarður. Þetta er frekar lítill hluti,“ sagði Viðar og bætti við að umsvif FH hafi verið þónokkuð mikil á þessu ári vegna byggingu knatthússins Skessunnar. „Að mínu mati urðu óþarfa læti en það er öllum heimilt að hafa sínar skoðanir og koma þeim á framfæri. Það má ekki gera lítið úr skoðunum fólks þótt allir séu ekki alltaf sammála,“ sagði Viðar að lokum. Mikil umræða hefur verið um fjárhaggskröggur meistaraflokks karla hjá FH undanfarna mánuði. Í frétt 433.is kemur fram að launakostnaður meistaraflokks karla hafi lækkað um rúmlega 20% frá því síðasta tímabili lauk. Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Stjórn Barna- og unglingaráðs (BUR) knattspyrnudeildar FH hefur sagt sig frá störfum fyrir deildina. Ágreiningurinn snýst um sex milljóna króna lán sem knattspyrnudeildin fékk frá BUR. Tvö bréf hafa verið send til foreldra iðkenda í FH vegna málsins og er tóninn í því fyrra öllu hvassari. Í því fyrra er talað um skoðanaágreining við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann félagsins, trúnaðarbrest og „óásættanleg vinnubrögð þeirra síðustu vikur,“ eins og það er orðað. Í seinna bréfinu kemur fram að aðilar málsins hafi sest niður um helgina og reynt að finna sameiginlega lausn. „Formaður FH, varaformaður FH, hluti stjórnar knattspyrnudeildar FH og fráfarandi stjórn barna og unglingaráðs hefur fundað um málið og eru að vinna sameiginlega að sátt um ágreining aðila. Allir eru staðráðnir í því að tryggja að starfið fyrir iðkendur, foreldra og þjálfara haldist óbreytt. Með von um farsæla niðurstöðu,“ segir í bréfinu. Undir það rita stjórn knattspyrnudeildar, fráfarandi stjórn BUR sem og formaður og varaformaður FH. Arnar Hjálmsson, einn þeirra sem sat í stjórn BUR, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði á formann FH, Viðar Halldórsson. „Afsögn þessara fjögurra úr BUR er vegna ágreinings um sex milljónir sem knattspyrnudeildin, sem BUR heyrir undir, vildi fá að láni. Þau voru óhress með það. En meirihluti knattspyrnudeildar samþykkti að lánið yrði veitt,“ sagði Viðar. „Fólk hefur síðan sest niður eins og sást í seinni yfirlýsingunni. Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau.“ Viðar segir að skipuð hafi verið ný stjórn BUR til bráðabirgða. Næsti aðalfundur knattspyrnudeildar er í febrúar á næsta ári. Að hans sögn eru milljónirnar sex ekki há upphæð í stóra samhengingu. „Við erum að tala um sex milljónir í félagi þar sem fjármálaleg umsvif á þessu ári voru um 1,6 milljarður. Þetta er frekar lítill hluti,“ sagði Viðar og bætti við að umsvif FH hafi verið þónokkuð mikil á þessu ári vegna byggingu knatthússins Skessunnar. „Að mínu mati urðu óþarfa læti en það er öllum heimilt að hafa sínar skoðanir og koma þeim á framfæri. Það má ekki gera lítið úr skoðunum fólks þótt allir séu ekki alltaf sammála,“ sagði Viðar að lokum. Mikil umræða hefur verið um fjárhaggskröggur meistaraflokks karla hjá FH undanfarna mánuði. Í frétt 433.is kemur fram að launakostnaður meistaraflokks karla hafi lækkað um rúmlega 20% frá því síðasta tímabili lauk.
Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira