Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2019 16:29 Það er kuldalegt innan sem utan veggja Alþingis í dag. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. Til að atkvæðagreiðsla geti farið fram þarf meirihluti þingmanna að vera viðstaddur eða að minnsta kosti 32 þingmenn. Þar sem óvenju margir stjórnarþingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, og ekki hafa verið kallaðir inn varaþingmenn fyrir alla sem eru fjarverandi, voru ekki nógu margir stjórnarþingmenn í húsi til að ná meirihluta. Þannig sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Forseti minnir á skyldu þingmanna að sækja þingfundi og sérstaklega að taka þátt í atkvæðagreiðslum nema að lögmæt forföll komi í veg fyrir að þeir sinni þeirri skyldu sinni,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar þingmenn sem staddir voru í húsi mættu ekki í þingsal þegar hringt var til atkvæðagreiðslu. Lýsti hann vonbrigðum sínum með að þingmenn mættu ekki til atkvæðagreiðslu. 38 þingmenn voru skráðir í húsi en ekki var nægur fjöldi mættur í þingsal til að unnt væri að hefja atkvæðagreiðslu en í dag áttu að fara fram nokkrar atkvæðagreiðslur þar sem samþykkja þarf afbrigði. Samkvæmt heimidum fréttastofu ríkir óánægja meðal stjórnarandstöðunnar um að ríkisstjórnarflokkarnir setji mál á dagskrá nú í vikunni fyrir áætluð þinglok sem ekki ríkir einu sinni sátt með innan stjórnarinnar. Má þar meðal annars nefna fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, sem er á dagskrá þingfundar í dag. Stjórnarandstæðingum þyki illa farið með tímann að setja slík mál á dagskrá í stað þess að semja við stjórnarandstöðuna um að ýmis þingmannamál og önnur mál sem samstaða ríki um verði sett á dagskrá. Þá herma heimildir fréttastofu að með þessu vilji stjórnarandstaðan mótmæla því hvernig haldið hafi verið utan um skipulag dagskrár þingfunda og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Mörg af þeim málum sem sett hafi verið á dagskrá séu allt of seint fram komin. Uppfært kl. 16:55 Þingfundi var frestað til klukkan 17:30 nú rétt í þessu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fundar forseti Alþingis þessa stundina með formönnum þingflokka til að reyna að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin. Umræða hefur farið fram um þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag en öllum atkvæðagreiðslum frestað. Uppfært kl. 17:35 Aftur hefur þingfundi verið frestað, nú til klukkan 18:00 á meðan forseti fundar með formönnum allra þingflokka. Áður hafði hann átt fund með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu binda þingmenn stjórnarandstöðunnar ákveðnar vonir við að einhver af þeirra þingmannamálum verði tekin á dagskrá þingsins í vikunni. Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. Til að atkvæðagreiðsla geti farið fram þarf meirihluti þingmanna að vera viðstaddur eða að minnsta kosti 32 þingmenn. Þar sem óvenju margir stjórnarþingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, og ekki hafa verið kallaðir inn varaþingmenn fyrir alla sem eru fjarverandi, voru ekki nógu margir stjórnarþingmenn í húsi til að ná meirihluta. Þannig sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Forseti minnir á skyldu þingmanna að sækja þingfundi og sérstaklega að taka þátt í atkvæðagreiðslum nema að lögmæt forföll komi í veg fyrir að þeir sinni þeirri skyldu sinni,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar þingmenn sem staddir voru í húsi mættu ekki í þingsal þegar hringt var til atkvæðagreiðslu. Lýsti hann vonbrigðum sínum með að þingmenn mættu ekki til atkvæðagreiðslu. 38 þingmenn voru skráðir í húsi en ekki var nægur fjöldi mættur í þingsal til að unnt væri að hefja atkvæðagreiðslu en í dag áttu að fara fram nokkrar atkvæðagreiðslur þar sem samþykkja þarf afbrigði. Samkvæmt heimidum fréttastofu ríkir óánægja meðal stjórnarandstöðunnar um að ríkisstjórnarflokkarnir setji mál á dagskrá nú í vikunni fyrir áætluð þinglok sem ekki ríkir einu sinni sátt með innan stjórnarinnar. Má þar meðal annars nefna fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, sem er á dagskrá þingfundar í dag. Stjórnarandstæðingum þyki illa farið með tímann að setja slík mál á dagskrá í stað þess að semja við stjórnarandstöðuna um að ýmis þingmannamál og önnur mál sem samstaða ríki um verði sett á dagskrá. Þá herma heimildir fréttastofu að með þessu vilji stjórnarandstaðan mótmæla því hvernig haldið hafi verið utan um skipulag dagskrár þingfunda og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Mörg af þeim málum sem sett hafi verið á dagskrá séu allt of seint fram komin. Uppfært kl. 16:55 Þingfundi var frestað til klukkan 17:30 nú rétt í þessu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fundar forseti Alþingis þessa stundina með formönnum þingflokka til að reyna að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin. Umræða hefur farið fram um þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag en öllum atkvæðagreiðslum frestað. Uppfært kl. 17:35 Aftur hefur þingfundi verið frestað, nú til klukkan 18:00 á meðan forseti fundar með formönnum allra þingflokka. Áður hafði hann átt fund með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu binda þingmenn stjórnarandstöðunnar ákveðnar vonir við að einhver af þeirra þingmannamálum verði tekin á dagskrá þingsins í vikunni.
Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Sjá meira