Heilaskemmdir fylgi offitu hjá unglingum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. nóvember 2019 09:00 Vísindamennirnir notuðu segulómtæki til að rannsaka heila unglinga. Þeir telja að frekari rannsókna sé þó þörf á áhrifum offitu. Nordicphotos/Getty Vísindamenn hjá Geislafræðisamtökum Norður-Ameríku (RSNA) hafa komist að því að offita valdi heilaskemmdum hjá unglingum og ungmennum. Kom þetta í ljós í nýrri rannsókn þar sem notuð voru segulómtæki. Offita hefur ekki aðeins áhrif til þyngdaraukningar og á hjarta og æðakerfið, heldur veldur hún bólgum í taugakerfinu. Þetta virðist hafa áhrif á heilann og valda skemmdum þar. Var notuð ný aðferð segulómunar, DTI, til að rannsaka vökva við taugaboðkerfið. Úrtak rannsóknarinnar var ekki mjög stórt, 59 unglingar í yfirþyngd og 61 ekki í yfirþyngd á aldrinum 12 til 16 ára. Sást munur bæði í hvelatengslunum (corpus callosum) og fellingunum (gyrus). Í engum tilfellum komu of þungu unglingarnir betur út en þeir sem voru það ekki. „Breytingar í heila þessara unglinga í yfirþyngd sjást í þeim hlutum heilans sem hafa áhrif á matarlyst, tilfinningar og vitsmuni,“ sagði Pamela Bertolazzi, lífeindafræðingur frá Brasilíu sem tók þátt í rannsókninni. Sagði hún þetta einnig hafa áhrif á hormónastarfsemina, til dæmis leptín. Vegna þess halda unglingarnir áfram að borða þrátt fyrir að fitu- og orkubirgðir líkamans séu nægar. Skemmdirnar í heilanum hafa einnig áhrif á jafnvægi insúlíns og þar af leiðandi blóðsykurs. „Einnig komumst við að því að bólgur í taugakerfinu hafa áhrif á aðra þætti en leptín og insúlín,“ sagði Bertolazzi. Þá sagði hún einnig að frekari rannsókna væri þörf. Vildi hún að segulómunin yrði endurtekin með sömu einstaklingum eftir að unglingarnir í yfirþyngd hefðu lést. Þá væri hægt að sjá hvort skaðinn væri varanlegur eða ekki. Offita ungmenna er sívaxandi vandamál. Hefur hlutfall bandarískra barna og ungmenna í yfirþyngd þrefaldast síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Þá hefur offita ungra barna einnig aukist. Samkvæmt tölum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) voru 32 milljónir barna fimm ára og yngri í yfirþyngd á heimsvísu. Árið 2016 var sú tala komin upp í 41 milljón. Hér á Íslandi hefur offita einnig farið vaxandi og er mun meiri en á hinum Norðurlöndunum. Í rannsókn sem var gerð við Tækniháskólann í Danmörku (DTU) og birt árið 2017 kom í ljós að 21 prósent Íslendinga glímdi við offitu og tæplega 60 prósent væru í yfirþyngd. Til samanburðar þá glímdu innan við 15 prósent íbúa á hinum Norðurlöndunum við offitu og undir 50 prósentum voru í yfirþyngd. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Vísindamenn hjá Geislafræðisamtökum Norður-Ameríku (RSNA) hafa komist að því að offita valdi heilaskemmdum hjá unglingum og ungmennum. Kom þetta í ljós í nýrri rannsókn þar sem notuð voru segulómtæki. Offita hefur ekki aðeins áhrif til þyngdaraukningar og á hjarta og æðakerfið, heldur veldur hún bólgum í taugakerfinu. Þetta virðist hafa áhrif á heilann og valda skemmdum þar. Var notuð ný aðferð segulómunar, DTI, til að rannsaka vökva við taugaboðkerfið. Úrtak rannsóknarinnar var ekki mjög stórt, 59 unglingar í yfirþyngd og 61 ekki í yfirþyngd á aldrinum 12 til 16 ára. Sást munur bæði í hvelatengslunum (corpus callosum) og fellingunum (gyrus). Í engum tilfellum komu of þungu unglingarnir betur út en þeir sem voru það ekki. „Breytingar í heila þessara unglinga í yfirþyngd sjást í þeim hlutum heilans sem hafa áhrif á matarlyst, tilfinningar og vitsmuni,“ sagði Pamela Bertolazzi, lífeindafræðingur frá Brasilíu sem tók þátt í rannsókninni. Sagði hún þetta einnig hafa áhrif á hormónastarfsemina, til dæmis leptín. Vegna þess halda unglingarnir áfram að borða þrátt fyrir að fitu- og orkubirgðir líkamans séu nægar. Skemmdirnar í heilanum hafa einnig áhrif á jafnvægi insúlíns og þar af leiðandi blóðsykurs. „Einnig komumst við að því að bólgur í taugakerfinu hafa áhrif á aðra þætti en leptín og insúlín,“ sagði Bertolazzi. Þá sagði hún einnig að frekari rannsókna væri þörf. Vildi hún að segulómunin yrði endurtekin með sömu einstaklingum eftir að unglingarnir í yfirþyngd hefðu lést. Þá væri hægt að sjá hvort skaðinn væri varanlegur eða ekki. Offita ungmenna er sívaxandi vandamál. Hefur hlutfall bandarískra barna og ungmenna í yfirþyngd þrefaldast síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Þá hefur offita ungra barna einnig aukist. Samkvæmt tölum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) voru 32 milljónir barna fimm ára og yngri í yfirþyngd á heimsvísu. Árið 2016 var sú tala komin upp í 41 milljón. Hér á Íslandi hefur offita einnig farið vaxandi og er mun meiri en á hinum Norðurlöndunum. Í rannsókn sem var gerð við Tækniháskólann í Danmörku (DTU) og birt árið 2017 kom í ljós að 21 prósent Íslendinga glímdi við offitu og tæplega 60 prósent væru í yfirþyngd. Til samanburðar þá glímdu innan við 15 prósent íbúa á hinum Norðurlöndunum við offitu og undir 50 prósentum voru í yfirþyngd.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07