Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 30. nóvember 2019 09:00 Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir vímuefnaneytendur sprauti sig með óþekktum efnum í fangelsum. Mynd/Fréttablaðið Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Gangurinn verði aðskilinn frá öðrum göngum fangelsisins og að engin samskipti séu á milli þeirra fanga sem eru verst settir og þeirra sem „eygja von um betra líf“. Þetta kemur fram í umsögn Afstöðu um frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Í umsögninni er vikið að fíkniefnafaraldri í fangelsum landsins og að nær mánaðarlega þurfi að flytja fanga á sjúkrahús vegna vímuefnaneyslu. Í því samhengi er sérstaklega minnst á fíkniefnið spice. Nýlega var fjallað um spice í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem það er sagt eitt erfiðasta vímuefnið sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við en í lok sumars lést fangi á Litla-Hrauni eftir að hafa neytt mikils magns efnisins. Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir fíkniefnaneytendur í fangelsum sprauti sig með óþekktum efnum, stingi í sig skítugum nálum og verði þeir uppvísir að því að vera með vímuefni á sér bíði þeirra þung refsing. „Það er ekki öfundsvert að vera sjúklingur í fangelsi og með breytingum á frumvarpi þessu gæti velferðarnefnd gert líf þeirra verst settu örlítið bærilegra.“ Afstaða telur frumvarpið jákvætt skref og að neytendur vímuefna séu í flestum tilvikum ekki afbrotamenn heldur sjúklingar, því séu þeir viðfangsefni heilbrigðiskerfisins frekar en refsivörslukerfisins. „Það hefur enda sýnt sig að þessir sjúklingar koma ósjaldan í verra ástandi út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun í fangelsi og refsingar fyrir neyslu vímuefna því til þess fallnar að skaða þá einstaklinga frekar sem fallið hafa í fen fíknarinnar. Engu að síður eru langt leiddir fíkniefnaneytendur fangelsaðir og nota í afplánun oft og tíðum verulega hættuleg efni til þess eins að reyna að komast í vímuástand.“ Frumvarpið, sem kveður á um sérstök neyslurými þar sem notendur vímuefna geta neytt vímuefna með öruggari hætti með tilliti til hreinlætis og sýklavarna undir eftirliti starfsfólks, er til meðferðar í velferðarnefnd í annað sinn en því var vísað aftur til ríkisstjórnarinnar á síðasta þingi til lagfæringar vegna athugasemda frá lögreglu og ákæruvaldi. Þrettán umsagnir hafa borist, flestar jákvæðar. Nokkur sveitarfélög hafa veitt umsögn og lýsa stuðningi við hugmyndina en telja ýmist fjármögnun neyslurýma óljósa samkvæmt frumvarpinu eða mælast til þess að rekstur neyslurýma verði á forræði ríkis en ekki sveitarfélaga enda sé um heilbrigðisþjónustu að ræða. Hvorki hafa borist umsagnir frá lögreglu né ákæruvaldi en frumvarpið var lagfært í samráði við fulltrúa refsivörslukerfisins áður en það var lagt fram að nýju í haust. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Gangurinn verði aðskilinn frá öðrum göngum fangelsisins og að engin samskipti séu á milli þeirra fanga sem eru verst settir og þeirra sem „eygja von um betra líf“. Þetta kemur fram í umsögn Afstöðu um frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Í umsögninni er vikið að fíkniefnafaraldri í fangelsum landsins og að nær mánaðarlega þurfi að flytja fanga á sjúkrahús vegna vímuefnaneyslu. Í því samhengi er sérstaklega minnst á fíkniefnið spice. Nýlega var fjallað um spice í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem það er sagt eitt erfiðasta vímuefnið sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við en í lok sumars lést fangi á Litla-Hrauni eftir að hafa neytt mikils magns efnisins. Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir fíkniefnaneytendur í fangelsum sprauti sig með óþekktum efnum, stingi í sig skítugum nálum og verði þeir uppvísir að því að vera með vímuefni á sér bíði þeirra þung refsing. „Það er ekki öfundsvert að vera sjúklingur í fangelsi og með breytingum á frumvarpi þessu gæti velferðarnefnd gert líf þeirra verst settu örlítið bærilegra.“ Afstaða telur frumvarpið jákvætt skref og að neytendur vímuefna séu í flestum tilvikum ekki afbrotamenn heldur sjúklingar, því séu þeir viðfangsefni heilbrigðiskerfisins frekar en refsivörslukerfisins. „Það hefur enda sýnt sig að þessir sjúklingar koma ósjaldan í verra ástandi út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun í fangelsi og refsingar fyrir neyslu vímuefna því til þess fallnar að skaða þá einstaklinga frekar sem fallið hafa í fen fíknarinnar. Engu að síður eru langt leiddir fíkniefnaneytendur fangelsaðir og nota í afplánun oft og tíðum verulega hættuleg efni til þess eins að reyna að komast í vímuástand.“ Frumvarpið, sem kveður á um sérstök neyslurými þar sem notendur vímuefna geta neytt vímuefna með öruggari hætti með tilliti til hreinlætis og sýklavarna undir eftirliti starfsfólks, er til meðferðar í velferðarnefnd í annað sinn en því var vísað aftur til ríkisstjórnarinnar á síðasta þingi til lagfæringar vegna athugasemda frá lögreglu og ákæruvaldi. Þrettán umsagnir hafa borist, flestar jákvæðar. Nokkur sveitarfélög hafa veitt umsögn og lýsa stuðningi við hugmyndina en telja ýmist fjármögnun neyslurýma óljósa samkvæmt frumvarpinu eða mælast til þess að rekstur neyslurýma verði á forræði ríkis en ekki sveitarfélaga enda sé um heilbrigðisþjónustu að ræða. Hvorki hafa borist umsagnir frá lögreglu né ákæruvaldi en frumvarpið var lagfært í samráði við fulltrúa refsivörslukerfisins áður en það var lagt fram að nýju í haust.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent