Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 11:14 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. Áform dómsmálaráðherra um nýja frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur m.a. fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd og heimila upptöku ættarnafna. Í áformum um frumvarpið kemur fram að undirbúningur að endurskoðun laga um mannanöfn hafi staðið yfir í nokkurn tíma í ráðuneytinu. Nú sé fyrirhugað er að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari og „koma þannig til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn.“Sjá einnig: „Við erum bara ekki dætur“ Lagt verði til að afnema eða rýmka eins og mögulegt er þær takmarkanir sem eru í dag á skráningu nafna. Reglur um að eiginnafn verði að geta tekið eignarfallsendingu eða unnið sér hefð í íslensku máli verði afnumdar, sem og reglur um að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Nöfn skuli þó áfram rituð með bókstöfum latneska stafrófsins, þar með töldum viðurkenndum sérstöfum. Heimilt verði að taka upp ættarnöfn en önnur kenninöfn verði í samræmi við íslenska hefð um ritun kenninafna. Afnumin verði takmörk á fjölda skráðra nafna. Lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður, „enda mun minni þörf á hlutverki hennar verði reglur um skráningu nafna rýmkaðar.“ Þjóðskrá Íslands taki þess í stað ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna.60 milljónir fyrir endurbætur á þjóðskrárkerfinu Þá er ekki gert ráð fyrir að frumvarpið hafi í för með sér útgjaldabreytingar sem nokkru nemur, annað en það sem lýtur að breytingu á þjóðskrárkerfi Þjóðskrár Íslands. „Um ræðir tímabundinn kostnað sem tengist margþættum endurbótum sem nauðsynlegar eru á þjóðskrárkerfinu. Hefur heildarkostnaður við kerfisbreytinguna verið metinn á 60 milljónir króna sem tengist málum sem eru á ábyrgðarsviði annarra ráðuneyta.“ Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, nú síðast í haust eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki. Þeim virðist því nauðugur einn kostur að fara til útlanda og breyta nafni sínu þar. Verði nýja frumvarp dómsmálaráðherra að lögum gætu systurnar því tekið upp ættarnafn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lýsti fyrirætlunum sínum um að færa mannanafnalög í frelsisátt í viðtali við Vísi í október. Þar gerði hún ráð fyrir að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi í vor. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir „Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00 Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00 Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. Áform dómsmálaráðherra um nýja frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur m.a. fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd og heimila upptöku ættarnafna. Í áformum um frumvarpið kemur fram að undirbúningur að endurskoðun laga um mannanöfn hafi staðið yfir í nokkurn tíma í ráðuneytinu. Nú sé fyrirhugað er að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari og „koma þannig til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn.“Sjá einnig: „Við erum bara ekki dætur“ Lagt verði til að afnema eða rýmka eins og mögulegt er þær takmarkanir sem eru í dag á skráningu nafna. Reglur um að eiginnafn verði að geta tekið eignarfallsendingu eða unnið sér hefð í íslensku máli verði afnumdar, sem og reglur um að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Nöfn skuli þó áfram rituð með bókstöfum latneska stafrófsins, þar með töldum viðurkenndum sérstöfum. Heimilt verði að taka upp ættarnöfn en önnur kenninöfn verði í samræmi við íslenska hefð um ritun kenninafna. Afnumin verði takmörk á fjölda skráðra nafna. Lagt er til að mannanafnanefnd verði lögð niður, „enda mun minni þörf á hlutverki hennar verði reglur um skráningu nafna rýmkaðar.“ Þjóðskrá Íslands taki þess í stað ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna.60 milljónir fyrir endurbætur á þjóðskrárkerfinu Þá er ekki gert ráð fyrir að frumvarpið hafi í för með sér útgjaldabreytingar sem nokkru nemur, annað en það sem lýtur að breytingu á þjóðskrárkerfi Þjóðskrár Íslands. „Um ræðir tímabundinn kostnað sem tengist margþættum endurbótum sem nauðsynlegar eru á þjóðskrárkerfinu. Hefur heildarkostnaður við kerfisbreytinguna verið metinn á 60 milljónir króna sem tengist málum sem eru á ábyrgðarsviði annarra ráðuneyta.“ Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, nú síðast í haust eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki. Þeim virðist því nauðugur einn kostur að fara til útlanda og breyta nafni sínu þar. Verði nýja frumvarp dómsmálaráðherra að lögum gætu systurnar því tekið upp ættarnafn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lýsti fyrirætlunum sínum um að færa mannanafnalög í frelsisátt í viðtali við Vísi í október. Þar gerði hún ráð fyrir að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi í vor.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir „Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00 Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00 Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
„Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00
Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist m.a. munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd. 16. október 2019 12:00
Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. 20. júní 2019 13:30