Hefðu viljað að lengra yrði gengið í leigubílafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2019 21:00 Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins telur að ganga hefði mátt lengra við að leyfa farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér á landi í nýju frumvarpi um leigubifreiðaakstur. Fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa og stöðvarskylda er á meðal þess sem er afnumið í þessu nýja frumvarpi. Er það tilkomið vegna athugasemda eftirlitsstofnunar EFTA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaði hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Margir hafa kallað eftir því að farveitur líkt og Uber og Lyft verði gert kleift að starfa hér á landi. Til að panta slíka bíla þarf að sækja app og setja upp reikning með greiðslukortanúmeri. Appið gefur upp hversu margir bílar eru lausir nálægt viðskiptavininum. Hefur slíkt fyrirkomulag notið mikilla vinsælda en ekki náð fótfestu hér á landi sökum aðgangshindrana. Samtök atvinnulífsins hefðu viljað ganga lengra en gert er í frumvarpinu.Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins.„Þetta eru jákvæð og góð skref en mætti ganga lengra. Þó það sé verið að afnema þetta skrýtna kerfi með fjöldatakmörkunum sem við búum við í dag er samt gert ráð fyrir tveimur mismunandi tegundum af leyfum og krafa um löggilda gjaldmæla. Þetta er óþarflega strangt en vissulega jákvætt,“ segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnisfærnisviðs Samtaka atvinnulífsins. Að mati Davíðs ætti að nægja að vera með hreint sakavottorð, ökuleyfi og að starfsemin sé skráð hjá skattayfirvöldum. Það yrði til bóta fyrir neytendur að fá fjölbreyttari starfsemi hingað. „Þjónustan myndi batna, verðið yrði lægra, öryggið myndi batna. Þetta myndi skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna. Margir ferðamenn fá mjög neikvæða upplifun af komunni hingað vegna þess hve dýrir og óaðgengilegir leigubílar eru.“ Með farveitunum sé allt skráð með hverjum farþegum ferðast og hvert. „Ef þú stígur upp í leigubíl niður í bæ veit enginn í hvaða bíl þú fórst eða hvernig. Það er miklu auðveldara að rekja þetta með farveitunum heldur en leigubílunum.“ Alþingi Leigubílar Samgöngur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins telur að ganga hefði mátt lengra við að leyfa farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér á landi í nýju frumvarpi um leigubifreiðaakstur. Fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa og stöðvarskylda er á meðal þess sem er afnumið í þessu nýja frumvarpi. Er það tilkomið vegna athugasemda eftirlitsstofnunar EFTA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaði hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Margir hafa kallað eftir því að farveitur líkt og Uber og Lyft verði gert kleift að starfa hér á landi. Til að panta slíka bíla þarf að sækja app og setja upp reikning með greiðslukortanúmeri. Appið gefur upp hversu margir bílar eru lausir nálægt viðskiptavininum. Hefur slíkt fyrirkomulag notið mikilla vinsælda en ekki náð fótfestu hér á landi sökum aðgangshindrana. Samtök atvinnulífsins hefðu viljað ganga lengra en gert er í frumvarpinu.Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins.„Þetta eru jákvæð og góð skref en mætti ganga lengra. Þó það sé verið að afnema þetta skrýtna kerfi með fjöldatakmörkunum sem við búum við í dag er samt gert ráð fyrir tveimur mismunandi tegundum af leyfum og krafa um löggilda gjaldmæla. Þetta er óþarflega strangt en vissulega jákvætt,“ segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnisfærnisviðs Samtaka atvinnulífsins. Að mati Davíðs ætti að nægja að vera með hreint sakavottorð, ökuleyfi og að starfsemin sé skráð hjá skattayfirvöldum. Það yrði til bóta fyrir neytendur að fá fjölbreyttari starfsemi hingað. „Þjónustan myndi batna, verðið yrði lægra, öryggið myndi batna. Þetta myndi skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna. Margir ferðamenn fá mjög neikvæða upplifun af komunni hingað vegna þess hve dýrir og óaðgengilegir leigubílar eru.“ Með farveitunum sé allt skráð með hverjum farþegum ferðast og hvert. „Ef þú stígur upp í leigubíl niður í bæ veit enginn í hvaða bíl þú fórst eða hvernig. Það er miklu auðveldara að rekja þetta með farveitunum heldur en leigubílunum.“
Alþingi Leigubílar Samgöngur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira