List og tjáning Ari Orrason skrifar 20. nóvember 2019 07:30 Öll getum við verið sammála um það að það sé mikilvægt að geta tjáð sig, ekki aðeins komið fyrir okkur orði í samræðum um veðrið eða hvað maður borðaði í morgunmat, heldur að geta líka tjáð sig um hvað liggi manni á huga, tjáð tilfinningar og að tjá þetta huglæga. Til þess að geta tjáð þetta trúi ég að maður þurfi fyrst og fremst að skilja sjálfan sig en jafnframt getað sett sig í spor annarra. Ég vil þar með meina að ein besta leiðin til að geta bæði tjáð sig og skilið sig sé í gegnum list eða allavega kennslu í einhverskonar listformi. Listin er sú tjáning sem er hvað einlægust og persónulegust, með kennslu og þjálfun í listsköpun kynnist maður ekki aðeins nýjum leiðum til að tjá sig heldur lærir maður að kafa í eigin huga og að opna fyrir tilfinningar sínar án nokkurra hindrana. Tjáning í gegnum list er líka margvísleg, hún getur verið hrá, hún getur verið stílhrein, hún getur verið ljót, óhugnaleg, en líka falleg og vakið hlýjutilfinningu. Hún getur í rauninni tekið á sig hvaða mynd sem er og samt skilast hún alltaf á skiljanlegan hátt, já eða bara alls ekki skiljanlega. Það er mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðgang að kennslu á þessum sviðum, hvort sem það er myndlist, tónlist, leiklist eða hvaða form sem er af list. Það að sá hópur geti lært þessa tjáningu og sjálfskoðun er svo mikilvægt veganesti út í lífið, hvort sem þau ákveða að fara lengra í listinni eða snúa sér að öðru. Eins og staðan er í dag þá eru margar stofnanir sem bjóða uppá þessa kennslu. Tónlistarskólinn á Akureyri býður upp á nám á alskyns hljóðfæri, söngtækni og nú nýlega með opnun skapandi brautar hljóðvinnslu, upptökutækni og jafnframt aðgengi að nauðsynlegum verkfærum fyrir unga tónlistarmenn til að taka upp og gefa út efni. Leikfélag Akureyrar hefur boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir grunnskólanema, settu af stað í sumar Leikfélag Unga Fólksins (LUF) sem sýndi svo sýninguna FML núna fyrir stuttu sem er verk sem byggir á reynsluheimi unglinga. Áhersla félagsins á eflingu ungs fólks hefur farið vaxandi með árunum og með áframhaldandi starfi LUF virðist þróunin vera í rétta átt. Svo má ekki gleyma leikfélögum framhaldsskóla bæjarins en það er nánast alfarið vinna í höndum nemenda skólanna fyrir utan leikstjóra, aðstoðarleikstjóra og nokkra listræna hönnuði. Þar eru boðin það sem gætu verið mikilvæg fyrstu skref fyrir nemendur í leiklistinni en líka í samskiptum, samvinnu og að vinna sem hluti af einu stóru teymi. Þetta er engan veginn heildarmyndin af því listnámi/vinnu sem er boðið uppá í bænum og tala ég aðallega út frá því sem ég þekki sjálfur en það er auðvitað boðið uppá dansnám, myndlistarnám o.fl. Þrátt fyrir þetta starf þá má enn frekar innleiða list-tjáningu inn í menntakerfið, hægt væri að nýta tón-, mynd- og textílmenntar tíma sem undirbúning fyrir vikulegar samkomur þar sem árgangar skiptast á að sýna afrakstur í sal rétt eins og gert var í gamla grunnskólanum sem ég var í úti í Noregi. Nemendur venjast þar að koma fram á sviði fyrir framan aðra og gera eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt hvort sem það felur í sér myndlist, dans, tónlist eða aðrar listgreinar. Ég vona að það komi skýrt fram með þessu hversu mikilvæg listin er fyrir tjáninguna og er algjörlega jafngildur liður í þroskandi menntun einstaklings.Höfundur er fulltrúi í ungmennaráði Akureyrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Öll getum við verið sammála um það að það sé mikilvægt að geta tjáð sig, ekki aðeins komið fyrir okkur orði í samræðum um veðrið eða hvað maður borðaði í morgunmat, heldur að geta líka tjáð sig um hvað liggi manni á huga, tjáð tilfinningar og að tjá þetta huglæga. Til þess að geta tjáð þetta trúi ég að maður þurfi fyrst og fremst að skilja sjálfan sig en jafnframt getað sett sig í spor annarra. Ég vil þar með meina að ein besta leiðin til að geta bæði tjáð sig og skilið sig sé í gegnum list eða allavega kennslu í einhverskonar listformi. Listin er sú tjáning sem er hvað einlægust og persónulegust, með kennslu og þjálfun í listsköpun kynnist maður ekki aðeins nýjum leiðum til að tjá sig heldur lærir maður að kafa í eigin huga og að opna fyrir tilfinningar sínar án nokkurra hindrana. Tjáning í gegnum list er líka margvísleg, hún getur verið hrá, hún getur verið stílhrein, hún getur verið ljót, óhugnaleg, en líka falleg og vakið hlýjutilfinningu. Hún getur í rauninni tekið á sig hvaða mynd sem er og samt skilast hún alltaf á skiljanlegan hátt, já eða bara alls ekki skiljanlega. Það er mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðgang að kennslu á þessum sviðum, hvort sem það er myndlist, tónlist, leiklist eða hvaða form sem er af list. Það að sá hópur geti lært þessa tjáningu og sjálfskoðun er svo mikilvægt veganesti út í lífið, hvort sem þau ákveða að fara lengra í listinni eða snúa sér að öðru. Eins og staðan er í dag þá eru margar stofnanir sem bjóða uppá þessa kennslu. Tónlistarskólinn á Akureyri býður upp á nám á alskyns hljóðfæri, söngtækni og nú nýlega með opnun skapandi brautar hljóðvinnslu, upptökutækni og jafnframt aðgengi að nauðsynlegum verkfærum fyrir unga tónlistarmenn til að taka upp og gefa út efni. Leikfélag Akureyrar hefur boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir grunnskólanema, settu af stað í sumar Leikfélag Unga Fólksins (LUF) sem sýndi svo sýninguna FML núna fyrir stuttu sem er verk sem byggir á reynsluheimi unglinga. Áhersla félagsins á eflingu ungs fólks hefur farið vaxandi með árunum og með áframhaldandi starfi LUF virðist þróunin vera í rétta átt. Svo má ekki gleyma leikfélögum framhaldsskóla bæjarins en það er nánast alfarið vinna í höndum nemenda skólanna fyrir utan leikstjóra, aðstoðarleikstjóra og nokkra listræna hönnuði. Þar eru boðin það sem gætu verið mikilvæg fyrstu skref fyrir nemendur í leiklistinni en líka í samskiptum, samvinnu og að vinna sem hluti af einu stóru teymi. Þetta er engan veginn heildarmyndin af því listnámi/vinnu sem er boðið uppá í bænum og tala ég aðallega út frá því sem ég þekki sjálfur en það er auðvitað boðið uppá dansnám, myndlistarnám o.fl. Þrátt fyrir þetta starf þá má enn frekar innleiða list-tjáningu inn í menntakerfið, hægt væri að nýta tón-, mynd- og textílmenntar tíma sem undirbúning fyrir vikulegar samkomur þar sem árgangar skiptast á að sýna afrakstur í sal rétt eins og gert var í gamla grunnskólanum sem ég var í úti í Noregi. Nemendur venjast þar að koma fram á sviði fyrir framan aðra og gera eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt hvort sem það felur í sér myndlist, dans, tónlist eða aðrar listgreinar. Ég vona að það komi skýrt fram með þessu hversu mikilvæg listin er fyrir tjáninguna og er algjörlega jafngildur liður í þroskandi menntun einstaklings.Höfundur er fulltrúi í ungmennaráði Akureyrar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun