Anda léttar eftir dóm Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna fyrirtækja Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. nóvember 2019 07:00 Héraðsdómur hafði áður staðfest úrskurð Ríkisskattstjóra. Fréttablaðið/ernir Nýfallinn dómur Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna úr fyrirtækjasamstæðu veldur því að Ríkisskattstjóri mun ekki geta tekið til endurskoðunar ýmsar arðgreiðslur fyrirtækja sem höfðu beitt slíkri aðferð um árabil. „Hefði dómurinn fallið Ríkisskattstjóra í vil þá hefði embættið væntanlega haft heimild til að endurskoða ýmsar arðgreiðslur sem hafa átt sér stað úr samstæðum fyrir árið 2016 og hugsanlega krefjast tekjuskatts af slíkum greiðslum í stað þess fjármagnstekjuskatts sem greiddur var,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður International Seafood Holding. Í málinu var felldur úr gildi úrskurður Ríkisskattstjóra sem héraðsdómur hafði staðfest. Málið varðaði það hvort arðgreiðsla til International Seafood Holding í Lúxemborg, sem var móðurfélag Iceland Seafood International, af óráðstöfuðu eigin fé sem myndast hafði á grundvelli hlutdeildar í jákvæðri af komu dótturfélaga sinna, væri lögmæt úthlutun fjármuna úr félaginu. Taldi Ríkisskattstjóri að arðgreiðslan væri ólögmæt þar sem arðurinn hefði byggst á afkomu dótturfélags en ekki móðurfélagsins og hafnaði kröfu um endurgreiðslu á afdráttarskatti af arðinum sem félagið átti rétt á samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Lúxemborgar. Úrskurður Ríkisskattstjóra var kærður til héraðsdóms sem staðfesti úrskurðinn en Landsréttur hefur nú snúið dómi héraðsdóms við.Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEXlex„Þetta kom okkur spánskt fyrir sjónir vegna þess að það var engin lagaheimild fyrir þessari túlkun. Dómur Landsréttar tekur undir það og er jafnframt skýr um það að í breytingarlögunum sem tóku gildi árið 2016 hafi ekki falist lögfesting á eldri reglu um að hlutdeildartekjur skyldu færast sem bundið eigið fé í ársreikningi móðurfélags, heldur fólst í þeim innleiðing á nýrri lagareglu á grundvelli Evróputilskipunar. Slík afturvirk beiting breytingarlaganna hefði auk þess falið í sér brot gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Fjöldinn allur af félögum hafði greitt arð á þessum grundvelli fram til ársins 2016 og önnur niðurstaða hefði augljóslega sett skattskil þeirra í ákveðið uppnám,“ segir Guðmundur. Ríkisskattstjóri mun hafa verið í biðstöðu á meðan málið var til meðferðar í dómskerfinu samkvæmt heimildum Markaðarins. Taldi Ríkisskattstjóri að dómur Landsréttar hefði fordæmisgildi og embættið var því með mörg mál í pípunum. Hins vegar voru skiptar skoðanir á meðal stjórnenda hjá Ríkisskattstjóra um úrskurð embættisins í málinu og töldu jafnvel sumir að niðurstaða héraðsdóms hefði verið röng. Dómur Landsréttar var kveðinn upp 8. nóvember og hefur Ríkisskattstjóri mánuð frá dómsuppkvaðningu til að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Nýfallinn dómur Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna úr fyrirtækjasamstæðu veldur því að Ríkisskattstjóri mun ekki geta tekið til endurskoðunar ýmsar arðgreiðslur fyrirtækja sem höfðu beitt slíkri aðferð um árabil. „Hefði dómurinn fallið Ríkisskattstjóra í vil þá hefði embættið væntanlega haft heimild til að endurskoða ýmsar arðgreiðslur sem hafa átt sér stað úr samstæðum fyrir árið 2016 og hugsanlega krefjast tekjuskatts af slíkum greiðslum í stað þess fjármagnstekjuskatts sem greiddur var,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður International Seafood Holding. Í málinu var felldur úr gildi úrskurður Ríkisskattstjóra sem héraðsdómur hafði staðfest. Málið varðaði það hvort arðgreiðsla til International Seafood Holding í Lúxemborg, sem var móðurfélag Iceland Seafood International, af óráðstöfuðu eigin fé sem myndast hafði á grundvelli hlutdeildar í jákvæðri af komu dótturfélaga sinna, væri lögmæt úthlutun fjármuna úr félaginu. Taldi Ríkisskattstjóri að arðgreiðslan væri ólögmæt þar sem arðurinn hefði byggst á afkomu dótturfélags en ekki móðurfélagsins og hafnaði kröfu um endurgreiðslu á afdráttarskatti af arðinum sem félagið átti rétt á samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Lúxemborgar. Úrskurður Ríkisskattstjóra var kærður til héraðsdóms sem staðfesti úrskurðinn en Landsréttur hefur nú snúið dómi héraðsdóms við.Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEXlex„Þetta kom okkur spánskt fyrir sjónir vegna þess að það var engin lagaheimild fyrir þessari túlkun. Dómur Landsréttar tekur undir það og er jafnframt skýr um það að í breytingarlögunum sem tóku gildi árið 2016 hafi ekki falist lögfesting á eldri reglu um að hlutdeildartekjur skyldu færast sem bundið eigið fé í ársreikningi móðurfélags, heldur fólst í þeim innleiðing á nýrri lagareglu á grundvelli Evróputilskipunar. Slík afturvirk beiting breytingarlaganna hefði auk þess falið í sér brot gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Fjöldinn allur af félögum hafði greitt arð á þessum grundvelli fram til ársins 2016 og önnur niðurstaða hefði augljóslega sett skattskil þeirra í ákveðið uppnám,“ segir Guðmundur. Ríkisskattstjóri mun hafa verið í biðstöðu á meðan málið var til meðferðar í dómskerfinu samkvæmt heimildum Markaðarins. Taldi Ríkisskattstjóri að dómur Landsréttar hefði fordæmisgildi og embættið var því með mörg mál í pípunum. Hins vegar voru skiptar skoðanir á meðal stjórnenda hjá Ríkisskattstjóra um úrskurð embættisins í málinu og töldu jafnvel sumir að niðurstaða héraðsdóms hefði verið röng. Dómur Landsréttar var kveðinn upp 8. nóvember og hefur Ríkisskattstjóri mánuð frá dómsuppkvaðningu til að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira