Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 12:15 Togarinn Heinaste var á sínum tíma að stórum hluta í eigu Samherja. Nú á Samherji hlut í félaginu sem á togaranum. Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar.Greint var frá því í morgun að Arngrímur hefði verið handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða innan 200 sjómílna landhelgi í Namibíu. Dómari krafðist tryggingagjalds upp á 830 þúsund krónur vegna Arngríms sem mun vera einn fimm skipstjóra sem hafa verið handteknir undanfarnar vikur í aðgerðum yfirvalda í Namibíu.Klippa: Íslenskur skipstjóri Heineste handtekinn í Namibíu - Viðtal við Björgólf Jóhannsson „Þetta er reyndar ekki mál sem er í sjálfu sér á vegum Samherja. Þetta er namibískt félag sem Arngrímur er að starfa hjá,“ segir Björgólfur. Það sé þó þannig að hann sé skipstjóri á skipinu Heinaste sem er í eigu félags sem Samherji er stór hluthafi í. „Það voru ásakanir um að hann hefði farið inn fyrir línu. Ég veit ekki annað en að hann mótmæli því. Arngrímur mun örugglega svara fyrir þetta. Ég hef þekkt hann í langan tíma og hann mun svara fyrir þetta þegar hann verður og kemst til landsins,“ segir Björgólfur. Dómari lagði hald á vegabréf Arngríms og krafðist þess að hann gæfi sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti. Fram kom í namibískum miðlum í morgun að lögmaður Arngríms hefði krafist afhendingar vegabréfsins svo hann gæti farið til Íslands og sinnt veikindum í fjölskyldu sinni.Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, og Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja.Björgólfur segir að vel sé haldið utan um Arngrím í Namibíu, hann sé laus úr varðhaldi og muni svara fyrir sig. Fréttastofa náði tali af Arngrími í morgun en hann vildi ekkert ræða málið. Nokkuð er síðan hið meinta brot hafi átt sér stað, að sögn Björgólfs. Hann þekki málið þó ekki í þaula. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar.Greint var frá því í morgun að Arngrímur hefði verið handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða innan 200 sjómílna landhelgi í Namibíu. Dómari krafðist tryggingagjalds upp á 830 þúsund krónur vegna Arngríms sem mun vera einn fimm skipstjóra sem hafa verið handteknir undanfarnar vikur í aðgerðum yfirvalda í Namibíu.Klippa: Íslenskur skipstjóri Heineste handtekinn í Namibíu - Viðtal við Björgólf Jóhannsson „Þetta er reyndar ekki mál sem er í sjálfu sér á vegum Samherja. Þetta er namibískt félag sem Arngrímur er að starfa hjá,“ segir Björgólfur. Það sé þó þannig að hann sé skipstjóri á skipinu Heinaste sem er í eigu félags sem Samherji er stór hluthafi í. „Það voru ásakanir um að hann hefði farið inn fyrir línu. Ég veit ekki annað en að hann mótmæli því. Arngrímur mun örugglega svara fyrir þetta. Ég hef þekkt hann í langan tíma og hann mun svara fyrir þetta þegar hann verður og kemst til landsins,“ segir Björgólfur. Dómari lagði hald á vegabréf Arngríms og krafðist þess að hann gæfi sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti. Fram kom í namibískum miðlum í morgun að lögmaður Arngríms hefði krafist afhendingar vegabréfsins svo hann gæti farið til Íslands og sinnt veikindum í fjölskyldu sinni.Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, og Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja.Björgólfur segir að vel sé haldið utan um Arngrím í Namibíu, hann sé laus úr varðhaldi og muni svara fyrir sig. Fréttastofa náði tali af Arngrími í morgun en hann vildi ekkert ræða málið. Nokkuð er síðan hið meinta brot hafi átt sér stað, að sögn Björgólfs. Hann þekki málið þó ekki í þaula.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37