Mývetningar vonsviknir með stöðuna á Neyðarlínuvirkjun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Frá stífluframkvæmdum Neyðarlínunnar við Drekagil sem nú hafa verið stöðvaðar. „Þetta er allt hið leiðinlegasta mál því í raun er þetta jákvætt verkefni en það verður að vinnast lögum samkvæmt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, um afturköllun leyfa til Neyðarlínunnar til að byggja rafstöð í Drekagili við Öskju. Drekagil er í þjóðlendu og því þurfti Neyðarlínan leyfi frá bæði forsætisráðuneytinu og Skútustaðahreppi fyrir virkjun þar. Virkjunin á að framleiða rafmagn fyrir fjarskiptamastur Neyðarlínunnar á Vaðöldu og fyrir ferðaþjónustu Vatnajökulsþjóðgarðs og Ferðafélag Akureyrar. Eftir að í ljós kom í haust að stíflumannvirki Neyðarlínunnar var sjöfalt lengra en leyft var afturkallaði Skútustaðahreppur fyrir sitt leyti framkvæmdaleyfið. Forsætisráðuneytið hefur nú gert slíkt hið sama eftir að frestur sem Neyðarlínan fékk til að gera athugasemdir rann út án þess að svar bærist. „Staðan er sú að það hafa engin viðbrögð heldur borist frá Neyðarlínunni til sveitarfélagsins, þrátt fyrir beiðni þar um,“ segir Þorsteinn. Eftir að Skútustaðahreppur afturkallaði leyfið hafi Neyðarlínan verið beðin um ný og uppfærð gögn.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.„Því það er ljóst að þessi framkvæmd er hvorki í samræmi við deiliskipulag né framkvæmdaleyfi en það hafa engin gögn eða viðbrögð borist frá þeim,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvernig túlka eigi það. „Þetta veldur okkur bara vonbrigðum.“ Aðspurður hvað gerist bregðist Neyðarlínan ekki við segir Þorsteinn sveitarfélagið geta farið fram á að Neyðarlínan fjarlægi mannvirkin. Ef það verði ekki gert geti sveitarfélagið gert það á kostnað Neyðarlínunnar. „En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki,“ segir sveitarstjórinn. Forsætisráðuneytið hefur nú gert Neyðarlínunni að leggja fram uppfærð gögn og nákvæma framkvæmdaáætlun og að sækja um nýtt leyfi frá ráðuneytinu eftir að Skútustaðahreppur hefur veitt fyrirtækinu sitt leyfi. Fram kom í Fréttablaðinu 11. október að Skútustaðahreppur hefði kvartað sérstaklega undan framkomu framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar við fulltrúa sveitarfélagsins og að stjórn Neyðarlínunnar hefði í kjölfarið harmað „þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið“, eins og sagði í bréfi stjórnar Neyðarlínunnar. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segist ekkert vilja tjá sig um stöðu mála varðandi framkvæmdirnar í Drekagili. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
„Þetta er allt hið leiðinlegasta mál því í raun er þetta jákvætt verkefni en það verður að vinnast lögum samkvæmt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, um afturköllun leyfa til Neyðarlínunnar til að byggja rafstöð í Drekagili við Öskju. Drekagil er í þjóðlendu og því þurfti Neyðarlínan leyfi frá bæði forsætisráðuneytinu og Skútustaðahreppi fyrir virkjun þar. Virkjunin á að framleiða rafmagn fyrir fjarskiptamastur Neyðarlínunnar á Vaðöldu og fyrir ferðaþjónustu Vatnajökulsþjóðgarðs og Ferðafélag Akureyrar. Eftir að í ljós kom í haust að stíflumannvirki Neyðarlínunnar var sjöfalt lengra en leyft var afturkallaði Skútustaðahreppur fyrir sitt leyti framkvæmdaleyfið. Forsætisráðuneytið hefur nú gert slíkt hið sama eftir að frestur sem Neyðarlínan fékk til að gera athugasemdir rann út án þess að svar bærist. „Staðan er sú að það hafa engin viðbrögð heldur borist frá Neyðarlínunni til sveitarfélagsins, þrátt fyrir beiðni þar um,“ segir Þorsteinn. Eftir að Skútustaðahreppur afturkallaði leyfið hafi Neyðarlínan verið beðin um ný og uppfærð gögn.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.„Því það er ljóst að þessi framkvæmd er hvorki í samræmi við deiliskipulag né framkvæmdaleyfi en það hafa engin gögn eða viðbrögð borist frá þeim,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvernig túlka eigi það. „Þetta veldur okkur bara vonbrigðum.“ Aðspurður hvað gerist bregðist Neyðarlínan ekki við segir Þorsteinn sveitarfélagið geta farið fram á að Neyðarlínan fjarlægi mannvirkin. Ef það verði ekki gert geti sveitarfélagið gert það á kostnað Neyðarlínunnar. „En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki,“ segir sveitarstjórinn. Forsætisráðuneytið hefur nú gert Neyðarlínunni að leggja fram uppfærð gögn og nákvæma framkvæmdaáætlun og að sækja um nýtt leyfi frá ráðuneytinu eftir að Skútustaðahreppur hefur veitt fyrirtækinu sitt leyfi. Fram kom í Fréttablaðinu 11. október að Skútustaðahreppur hefði kvartað sérstaklega undan framkomu framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar við fulltrúa sveitarfélagsins og að stjórn Neyðarlínunnar hefði í kjölfarið harmað „þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið“, eins og sagði í bréfi stjórnar Neyðarlínunnar. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segist ekkert vilja tjá sig um stöðu mála varðandi framkvæmdirnar í Drekagili.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira