Útivistardóms krafist á Løvland í LA Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Jóhann Helgason. Fréttablaðið/Anton Brink Hvorki Rolf Løvland né textasmiðurinn Brendan Graham hafa brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar fyrir dómstóli í Los Angeles vegna meints lagastuldar. Lögmaður Jóhanns krefst þess að dæmd verði útivist í málinu. Með útivistardómi myndi meðferð málsins halda áfram án þess að fyrir liggi vörn af hálfu Løvlands og Grahams. Jóhann Helgason segir það koma sér dálítið á óvart að Løvland hafi ekki brugðist við stefnunni. Það sé varla vegna kostnaðar. „Maður hefði haldið að hann væri ekki uppiskroppa fjárhagslega,“ segir Jóhann og vísar þá til þess að You Raise Me Up hefur verið sagt eitt tekjuhæsta lag allra tíma. Lagið telur Jóhann vera stuld á lagin Söknuði.Dómstólinn í miðborg Los Angeles þar sem Jóhann Helgason rekur höfundarréttarmál . Mynd/Google EarthMinnt er á í kröfu lögmanns Jóhanns að eftir að Løvland hafi í tvígang neitað að taka við stefnu í málinu hafi honum loks verið stefnt í samræmi við Haag-sáttmálann 21. ágúst síðastliðinn, Graham hafi verið stefnt 8. apríl. Þeim báðum hafi því verið löglega stefnt. „Ég tel að það sé af ásetningi að þeir hafa hvorki svarað né brugðist á annan hátt við stefnunni,“ segir í kröfunni. Þótt orðið verði við kröfunni um útivistardóm mun málarekstur Jóhanns gegn tónlistarfyrirtækjum vestra halda áfram enda hafa lögmenn þeirra látið til sín taka. Búist er við því að dómarinn í Los Angeles úrskurði um kröfu þeirra um að máli Jóhanns verði vísað frá 6. desember næstkomandi. „Ef maður tekur allt með í reikninginn; forsöguna, greinargerðir og tónlistarmöt, þá kæmi mér á óvart ef dómarinn samþykkti þeirra málstað. En það er þessi prósenta sem viðkemur dómaranum sem er alltaf óvissuþáttur,“ segir Jóhann. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05 Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hvorki Rolf Løvland né textasmiðurinn Brendan Graham hafa brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar fyrir dómstóli í Los Angeles vegna meints lagastuldar. Lögmaður Jóhanns krefst þess að dæmd verði útivist í málinu. Með útivistardómi myndi meðferð málsins halda áfram án þess að fyrir liggi vörn af hálfu Løvlands og Grahams. Jóhann Helgason segir það koma sér dálítið á óvart að Løvland hafi ekki brugðist við stefnunni. Það sé varla vegna kostnaðar. „Maður hefði haldið að hann væri ekki uppiskroppa fjárhagslega,“ segir Jóhann og vísar þá til þess að You Raise Me Up hefur verið sagt eitt tekjuhæsta lag allra tíma. Lagið telur Jóhann vera stuld á lagin Söknuði.Dómstólinn í miðborg Los Angeles þar sem Jóhann Helgason rekur höfundarréttarmál . Mynd/Google EarthMinnt er á í kröfu lögmanns Jóhanns að eftir að Løvland hafi í tvígang neitað að taka við stefnu í málinu hafi honum loks verið stefnt í samræmi við Haag-sáttmálann 21. ágúst síðastliðinn, Graham hafi verið stefnt 8. apríl. Þeim báðum hafi því verið löglega stefnt. „Ég tel að það sé af ásetningi að þeir hafa hvorki svarað né brugðist á annan hátt við stefnunni,“ segir í kröfunni. Þótt orðið verði við kröfunni um útivistardóm mun málarekstur Jóhanns gegn tónlistarfyrirtækjum vestra halda áfram enda hafa lögmenn þeirra látið til sín taka. Búist er við því að dómarinn í Los Angeles úrskurði um kröfu þeirra um að máli Jóhanns verði vísað frá 6. desember næstkomandi. „Ef maður tekur allt með í reikninginn; forsöguna, greinargerðir og tónlistarmöt, þá kæmi mér á óvart ef dómarinn samþykkti þeirra málstað. En það er þessi prósenta sem viðkemur dómaranum sem er alltaf óvissuþáttur,“ segir Jóhann.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05 Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03
Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05
Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30