Á miklu flugi í skoðanakönnunum Ari Brynjólfsson skrifar 23. nóvember 2019 09:00 Miðflokkurinn mælist nú næststærsti flokkur landsins í nýrri skoðanakönnun MMR. Fréttablaðið/Ernir Miðflokkurinn mælist nú næststærsti flokkur landsins með nærri 17 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmlega 18 prósent og tapar því fylgi upp á þrjú prósentustig milli kannana MMR. „Ég verð að halda mig við það sem ég sagði fyrir rúmum tíu árum að ég myndi ekki sveiflast eftir skoðanakönnunum, það verður að gilda hvort sem þær fara niður eða upp. Þetta er mjög ánægjuleg vísbending um að fólk kunni að meta að maður haldi sínu striki og sveiflist ekki með tíðarandanum hverju sinni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Pólitíkin verður að vera þannig að maður tali fyrir einhverju sem maður trúi á, hvort sem það er vinsælt þann daginn eða ekki. Annars fara menn að elta umræðu dagsins, þá er lítið varið í stefnu flokkanna. Kjósendur verða að vita hvað maður stendur fyrir og mun standa fyrir í framtíðinni. Það er besta leiðin til að ná árangri í kosningum.“ Sigmundur segir að Miðflokkurinn hafi ekki markvisst sótt fylgi sitt til Sjálfstæðisflokksins. „Hins vegar hefur sá flokkur, sem og hinir stjórnarflokkarnir, yfirgefið sitt fylgi með því að fylgja ekki því góða í þeirra stefnu,“ segir hann. „Hugmyndafræðilega er eitt og annað í þeirra stefnu sem ég tel að þeir hafi gleymt.“ Athygli vekur að niðurstaða MMR er talsvert önnur en kom fram í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup í lok október. Þá mældist Miðflokkurinn með 11,5 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7 prósent. Í þjóðarpúlsi fékk Samfylkingin 17,3 prósent en 13,2 í könnun MMR. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan október mældist Miðflokkurinn með 11,6 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 19,6 prósent og Samfylkingin með 18,5 prósent. Nokkru munar á fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Í könnun MMR mælast þeir samanlagt með 38,1 prósents fylgi sem er á pari við fylgi þeirra í könnun Fréttablaðsins, en hjá Gallup mældust þeir samanlagt með 44,3 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, vill fara varlega í að lesa mikið í einstaka kannanir. „Það þurfa að koma fleiri mælingar á svipuðum slóðum til að hægt sé að draga ályktanir af þessu,“ segir Grétar. „Við höfum séð Miðflokkinn áður rísa upp og falla í könnunum. Við höfum líka séð Sjálfstæðisflokkinn fara undir 20 prósentin. Það er ekkert í könnun MMR sem við höfum ekki séð áður.“ Framsóknarflokkurinn mælist undir 10 prósentum í öllum þremur könnununum, Grétar segir það ekki vera sérstakt áhyggjuefni fyrir flokkinn. „Þeir eru í ríkisstjórn og eru ekki langt undir kjörfylgi. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir eru báðir lengra frá sínu kjörfylgi. Hann segir þó athyglisvert að Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu að mælast nánast jafn stórir. „Það þarf þá að rýna í gögnin til að sjá hvort fylgið sé að fara á milli þessara flokka eins og sumir hafa verið að velta fyrir sér. Það þarf þó ekki að vera,“ segir Grétar. Kjörtímabilið er hálfnað, Grétar segir að erfitt sé að segja til um hvernig fylgissveiflurnar koma til með að hafa áhrif á kosningarnar sem fara fram 2021 að öllu óbreyttu. „Sveiflur á miðju kjörtímabilinu segja ekki of mikið um hvað koma skal. Það er spurning hvað sé verið að mæla, hvort það sé dagsformið á kjósendunum eða hugmyndafræðilegir tilflutningar á fylgi.“ Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Miðflokkurinn mælist nú næststærsti flokkur landsins með nærri 17 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmlega 18 prósent og tapar því fylgi upp á þrjú prósentustig milli kannana MMR. „Ég verð að halda mig við það sem ég sagði fyrir rúmum tíu árum að ég myndi ekki sveiflast eftir skoðanakönnunum, það verður að gilda hvort sem þær fara niður eða upp. Þetta er mjög ánægjuleg vísbending um að fólk kunni að meta að maður haldi sínu striki og sveiflist ekki með tíðarandanum hverju sinni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Pólitíkin verður að vera þannig að maður tali fyrir einhverju sem maður trúi á, hvort sem það er vinsælt þann daginn eða ekki. Annars fara menn að elta umræðu dagsins, þá er lítið varið í stefnu flokkanna. Kjósendur verða að vita hvað maður stendur fyrir og mun standa fyrir í framtíðinni. Það er besta leiðin til að ná árangri í kosningum.“ Sigmundur segir að Miðflokkurinn hafi ekki markvisst sótt fylgi sitt til Sjálfstæðisflokksins. „Hins vegar hefur sá flokkur, sem og hinir stjórnarflokkarnir, yfirgefið sitt fylgi með því að fylgja ekki því góða í þeirra stefnu,“ segir hann. „Hugmyndafræðilega er eitt og annað í þeirra stefnu sem ég tel að þeir hafi gleymt.“ Athygli vekur að niðurstaða MMR er talsvert önnur en kom fram í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup í lok október. Þá mældist Miðflokkurinn með 11,5 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7 prósent. Í þjóðarpúlsi fékk Samfylkingin 17,3 prósent en 13,2 í könnun MMR. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan október mældist Miðflokkurinn með 11,6 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 19,6 prósent og Samfylkingin með 18,5 prósent. Nokkru munar á fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Í könnun MMR mælast þeir samanlagt með 38,1 prósents fylgi sem er á pari við fylgi þeirra í könnun Fréttablaðsins, en hjá Gallup mældust þeir samanlagt með 44,3 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, vill fara varlega í að lesa mikið í einstaka kannanir. „Það þurfa að koma fleiri mælingar á svipuðum slóðum til að hægt sé að draga ályktanir af þessu,“ segir Grétar. „Við höfum séð Miðflokkinn áður rísa upp og falla í könnunum. Við höfum líka séð Sjálfstæðisflokkinn fara undir 20 prósentin. Það er ekkert í könnun MMR sem við höfum ekki séð áður.“ Framsóknarflokkurinn mælist undir 10 prósentum í öllum þremur könnununum, Grétar segir það ekki vera sérstakt áhyggjuefni fyrir flokkinn. „Þeir eru í ríkisstjórn og eru ekki langt undir kjörfylgi. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir eru báðir lengra frá sínu kjörfylgi. Hann segir þó athyglisvert að Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu að mælast nánast jafn stórir. „Það þarf þá að rýna í gögnin til að sjá hvort fylgið sé að fara á milli þessara flokka eins og sumir hafa verið að velta fyrir sér. Það þarf þó ekki að vera,“ segir Grétar. Kjörtímabilið er hálfnað, Grétar segir að erfitt sé að segja til um hvernig fylgissveiflurnar koma til með að hafa áhrif á kosningarnar sem fara fram 2021 að öllu óbreyttu. „Sveiflur á miðju kjörtímabilinu segja ekki of mikið um hvað koma skal. Það er spurning hvað sé verið að mæla, hvort það sé dagsformið á kjósendunum eða hugmyndafræðilegir tilflutningar á fylgi.“
Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent