Sáttamiðlun allt of sjaldan notuð í sakamálum á Íslandi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 23. nóvember 2019 09:30 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. vísir/vilhelm Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu á fimmtudag segir stjórnarmaður Sáttar, félags um sáttamiðlun, sáttamiðlunarúrræði vera að ryðja sér til rúms á Íslandi en segir engu að síður að hægt væri að nýta sáttamiðlun í mun fleiri málum og nefnir þar sérstaklega sakamál. Varahéraðssaksóknari segir það sorglegt að ekki sé notast meira við sáttameðferð í sakamálum en gert er hér á landi. „Þetta úrræði er mjög lítið notað,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. „Þetta byrjaði sem tilraunaverkefni á árunum 2006-2008. Í kjölfarið var tekin ákvörðun í dómsmálaráðuneytinu um að þetta yrði varanlegt úrræði en af einhverju ástæðum hefur ekki tekist að festa þetta í sessi. Sáttamiðlun er einungis notuð í örfáum sakamálum á ári,“ bætir hún við. „Það þarf að velja málin sem fara í þennan farveg vel, en alla jafna hefur þetta gengið vel. Það hefur lengi verið rætt hvað sé til ráða og hvort það eigi einhvern veginn að breyta þessu,“ segir Kolbrún.Snorri Magnússon rannsóknarlögreglumaður„Sáttamiðlun í sakamálum er ólík sáttamiðlun í einkamálum að því leyti að í sakamálunum eru það lögreglumenn sem eru sáttamenn,“ segir hún og bætir við að mikill fjöldi lögreglumanna hafi í upphafi verið áhugasamur um úrræðið og farið á sérstakt sáttanámskeið. „Þrátt fyrir það er úrræðið ekki mikið notað,“ bætir Kolbrún við. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir skiptar skoðanir um sáttamiðlunarúrræðið innan lögreglunnar en kostirnir séu fleiri en ókostirnir. „Ég held að ef að menn kynntu sér þetta úrræði almennilega, það yrði almennara og að lögð væri meiri áhersla á sáttamiðlun í menntun og þjálfun lögreglumanna þá yrðu kostirnir fleiri en ókostirnir í framkvæmdinni,“ segir Snorri. Hann segir sáttamiðlun ekki hafa náð þeirri fótfestu sem vonast var eftir þegar farið var af stað í tilraunaverkefnið og segir ástæðuna vera upphaflega framkvæmd sáttamiðlunar í sakamálum. „Í upphafi var þetta þannig að fullrannsaka þurfti öll mál áður en þau fóru í sáttamiðlun og kom þetta í rauninni eins og viðbótarvinna ofan á vinnu lögreglumanna,“ segir hann.burðarmyndKolbrún segir mikilvægt að rétt sé staðið að því ferli sem sáttamiðlun er. „Ef við gerum þetta rétt þá þarf ekki að fullrannsaka öll mál heldur er hægt að sætta þau og ljúka þeim mun fyrr heldur en ef farin er dómstólaleiðin. Í því felst auðvitað bæði tímasparnaður og sparnaður á fé,“ segir Kolbrún. „Það eru góð og gild rök en aðalrökin eru þau að allar rannsóknir benda til þess að sakamenn sem fara í gegnum sáttamiðlun eru ólíklegri til að brjóta af sér aftur og fyrir brotaþola er þetta leið sem gerir þeim fært að hafa eitthvað að segja um sitt eigið mál. En í hefðbundnu sakamáli er brotaþoli vitni og hefur lítið um það að segja hvernig málið fer,“ segir Kolbrún. Snorri er sammála Kolbrúnu og segir mikinn sparnað geta falist í aukinni notkun sáttamiðlunar í sakamálum. „Þetta getur sparað lögreglunni mikið til langs tíma litið. Bæði í tíma og peningum og í þeirri staðreynd að fólk sem fer þessa leið er ólíklegra en ella til þess að brjóta af sér aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Lögreglan Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu á fimmtudag segir stjórnarmaður Sáttar, félags um sáttamiðlun, sáttamiðlunarúrræði vera að ryðja sér til rúms á Íslandi en segir engu að síður að hægt væri að nýta sáttamiðlun í mun fleiri málum og nefnir þar sérstaklega sakamál. Varahéraðssaksóknari segir það sorglegt að ekki sé notast meira við sáttameðferð í sakamálum en gert er hér á landi. „Þetta úrræði er mjög lítið notað,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. „Þetta byrjaði sem tilraunaverkefni á árunum 2006-2008. Í kjölfarið var tekin ákvörðun í dómsmálaráðuneytinu um að þetta yrði varanlegt úrræði en af einhverju ástæðum hefur ekki tekist að festa þetta í sessi. Sáttamiðlun er einungis notuð í örfáum sakamálum á ári,“ bætir hún við. „Það þarf að velja málin sem fara í þennan farveg vel, en alla jafna hefur þetta gengið vel. Það hefur lengi verið rætt hvað sé til ráða og hvort það eigi einhvern veginn að breyta þessu,“ segir Kolbrún.Snorri Magnússon rannsóknarlögreglumaður„Sáttamiðlun í sakamálum er ólík sáttamiðlun í einkamálum að því leyti að í sakamálunum eru það lögreglumenn sem eru sáttamenn,“ segir hún og bætir við að mikill fjöldi lögreglumanna hafi í upphafi verið áhugasamur um úrræðið og farið á sérstakt sáttanámskeið. „Þrátt fyrir það er úrræðið ekki mikið notað,“ bætir Kolbrún við. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir skiptar skoðanir um sáttamiðlunarúrræðið innan lögreglunnar en kostirnir séu fleiri en ókostirnir. „Ég held að ef að menn kynntu sér þetta úrræði almennilega, það yrði almennara og að lögð væri meiri áhersla á sáttamiðlun í menntun og þjálfun lögreglumanna þá yrðu kostirnir fleiri en ókostirnir í framkvæmdinni,“ segir Snorri. Hann segir sáttamiðlun ekki hafa náð þeirri fótfestu sem vonast var eftir þegar farið var af stað í tilraunaverkefnið og segir ástæðuna vera upphaflega framkvæmd sáttamiðlunar í sakamálum. „Í upphafi var þetta þannig að fullrannsaka þurfti öll mál áður en þau fóru í sáttamiðlun og kom þetta í rauninni eins og viðbótarvinna ofan á vinnu lögreglumanna,“ segir hann.burðarmyndKolbrún segir mikilvægt að rétt sé staðið að því ferli sem sáttamiðlun er. „Ef við gerum þetta rétt þá þarf ekki að fullrannsaka öll mál heldur er hægt að sætta þau og ljúka þeim mun fyrr heldur en ef farin er dómstólaleiðin. Í því felst auðvitað bæði tímasparnaður og sparnaður á fé,“ segir Kolbrún. „Það eru góð og gild rök en aðalrökin eru þau að allar rannsóknir benda til þess að sakamenn sem fara í gegnum sáttamiðlun eru ólíklegri til að brjóta af sér aftur og fyrir brotaþola er þetta leið sem gerir þeim fært að hafa eitthvað að segja um sitt eigið mál. En í hefðbundnu sakamáli er brotaþoli vitni og hefur lítið um það að segja hvernig málið fer,“ segir Kolbrún. Snorri er sammála Kolbrúnu og segir mikinn sparnað geta falist í aukinni notkun sáttamiðlunar í sakamálum. „Þetta getur sparað lögreglunni mikið til langs tíma litið. Bæði í tíma og peningum og í þeirri staðreynd að fólk sem fer þessa leið er ólíklegra en ella til þess að brjóta af sér aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Lögreglan Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira