Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 14:19 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/vilhelm „Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu Vísis. Blaðamannafélag Íslands undirritaði í gær kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en félagsmenn BÍ hafa verið samningslausir frá því um áramót. Kjaraviðræður hafa staðið í tæpa sjö mánuði en tilboð SA hafði staðið óbreytt í um tvo mánuði eða frá því áður en verkfallsaðgerðir blaðamanna hófust. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í fréttum í gær að hann gæti ekki mælt með samningnum en hann verður lagður fyrir félagsmenn BÍ á þriðjudag og munu félagsmenn greiða atkvæði um hann. Halldór segist ekki gera ráð fyrir því að orð Hjálmars séu fyrirboði um það hvernig atkvæði muni falla meðal félagsmanna BÍ um samninginn, skoðanir séu skiptar. „Verkalýðsfélög hringinn í kring um landinn, í hinum ýmsu greinum, hafa tekið afstöðu með sama lífskjarasamningnum og hann hefur ítrekað verið samþykktur, af yfir 97% af almenna vinnumarkaðnum sem eru rúmlega 120 þúsund manns,“ segir Halldór. Þá segist hann ekki hafa áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki mælt með samningnum. „Það má finna fordæmi þess að forystumenn hafi lagt fram samning til atkvæðagreiðslu en gætt hlutleysis í yfirlýsingum sínum fyrir atkvæðagreiðslu. Ég hefði auðvitað kosið það ef hann hefði mælt með samningnum.“ „Hann kýs að vera hlutlaus og það er ákvörðun sem hann hefur fullan rétt til að taka,“ bætir Halldór við. Þá segist hann ekki kannast við það að samninganefnd SA hafi verið ósamvinnuþýð, en samninganefndin hefur verið gagnrýnd fyrir skilningsleysi og að hafa verið ósamvinnuþýð. „Samtök Atvinnulífsins og samninganefnd okkar kemur fram við alla viðsemjendur af yfirvegun og ábyrgð. Það skiptir ekki máli hvaða viðsemjandi á í hlut. Ég kannast ekki við þessar viðlíkingar og undirritun BÍ sýnir að það skorti ekki samningsvilja,“ segir Halldór Benjamín.Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
„Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu Vísis. Blaðamannafélag Íslands undirritaði í gær kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en félagsmenn BÍ hafa verið samningslausir frá því um áramót. Kjaraviðræður hafa staðið í tæpa sjö mánuði en tilboð SA hafði staðið óbreytt í um tvo mánuði eða frá því áður en verkfallsaðgerðir blaðamanna hófust. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í fréttum í gær að hann gæti ekki mælt með samningnum en hann verður lagður fyrir félagsmenn BÍ á þriðjudag og munu félagsmenn greiða atkvæði um hann. Halldór segist ekki gera ráð fyrir því að orð Hjálmars séu fyrirboði um það hvernig atkvæði muni falla meðal félagsmanna BÍ um samninginn, skoðanir séu skiptar. „Verkalýðsfélög hringinn í kring um landinn, í hinum ýmsu greinum, hafa tekið afstöðu með sama lífskjarasamningnum og hann hefur ítrekað verið samþykktur, af yfir 97% af almenna vinnumarkaðnum sem eru rúmlega 120 þúsund manns,“ segir Halldór. Þá segist hann ekki hafa áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki mælt með samningnum. „Það má finna fordæmi þess að forystumenn hafi lagt fram samning til atkvæðagreiðslu en gætt hlutleysis í yfirlýsingum sínum fyrir atkvæðagreiðslu. Ég hefði auðvitað kosið það ef hann hefði mælt með samningnum.“ „Hann kýs að vera hlutlaus og það er ákvörðun sem hann hefur fullan rétt til að taka,“ bætir Halldór við. Þá segist hann ekki kannast við það að samninganefnd SA hafi verið ósamvinnuþýð, en samninganefndin hefur verið gagnrýnd fyrir skilningsleysi og að hafa verið ósamvinnuþýð. „Samtök Atvinnulífsins og samninganefnd okkar kemur fram við alla viðsemjendur af yfirvegun og ábyrgð. Það skiptir ekki máli hvaða viðsemjandi á í hlut. Ég kannast ekki við þessar viðlíkingar og undirritun BÍ sýnir að það skorti ekki samningsvilja,“ segir Halldór Benjamín.Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 22. nóvember 2019 17:37
Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46
Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent