Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 23:30 Michael Bloomberg er einn auðugasti einstaklingur heims. Getty/Yana Paskova Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn.Þetta hefur Associated Press eftir ráðgjöfum hansen að undanförnu hefur Bloomberg sent skýr merki um að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar, án þess þó að formlega tilkynna um framboðið. Allt útlit er þó fyrir að hann muni bjóða sig fram.Þannig hefur hann skilað inn gögnum til Alríkiskosningastofnunnar Bandaríkjanns sem gera honum kleyft að bjóða sig fram, auk þess sem hann hefur skráð sig til leiks í forkosningum Demókrata í minnst þremur ríkjum, til þess að tryggja sér pláss á kjörseðlinum bjóði hann sig fram. Gríðarleg auglýsingaherferð framundan Það sem meira er hefur hann sett til hliðar 30 milljóna dollara auglýsingasjóð sem nota á í sjónvarpsauglýsingar, um 3,7 milljarða íslenskra króna. Auglýsingaherferðin mun fara af stað á morgun í nokkrum ríkjum þar sem forkosningar eru framundan. Um tíu vikur eru í fyrstu forkosningar demókrata, í Iowa þann 3. febrúar á næsta ári. Bjóði Bloomberg sig fram er talið að hann muni sleppa því að taka þátt í fyrstu fjórum forkosningunum, í Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu. Þess í stað mun hann hefja leik í mars en í þeim mánuði fer meginþungi forkosninga Demókrata fram.Væntanlegir mótframbjóðendur ekki kátir Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders.Ætlar sér bara einn dollara í árslaun Bloomberg er ofarlega á lista yfir ríkustu jarðarbúa heims en heildareignir hans eru metnar á um 50 milljarða dollara, um sex þúsund milljarða króna. Þannig segja ráðgjafar hans að ríkidæmi hans geri honum kleyft að vera ótengdur hagsmunaaðilum og því muni hann ekki taka við neinum styrkjum.Verði hann kjörin mun hann að sögn ráðgjafa hans aðeins þiggja einn dollara í árslaun, um 120 krónur, verði hann kjörinn sem forseti, líkt og hann gerði þegar hann sat í borgarstjórastól New York borgar frá 2002 til ársins 2013.Hafa skal í huga að bjóði Bloomberg sig fram án þess að þiggja styrki mun hann ekki geta tekið þátt í kappræðum Demókrata. Til þess að fá boð þangað þurfa frambjóðendur annars vegar að uppfylla lágmarksfylgi í skoðanakönnunum og ná ákveðnum viðmiðum hvað varðar upphæðir styrkja frá almenningi.Ráðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson, segir að Bloomberg muni aðeins nota eigið fjármagn til þess að fjármagna kosningabaráttunna. Vasarnir virðast vera afar djúpir en Wolfson var spurður að því hversu miklu fjármagni Bloomberg væri til í að leggja í framboðið. Svarið var einfalt.„Hvað sem þarf til þess að sigra Donald Trump.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15 Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn.Þetta hefur Associated Press eftir ráðgjöfum hansen að undanförnu hefur Bloomberg sent skýr merki um að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar, án þess þó að formlega tilkynna um framboðið. Allt útlit er þó fyrir að hann muni bjóða sig fram.Þannig hefur hann skilað inn gögnum til Alríkiskosningastofnunnar Bandaríkjanns sem gera honum kleyft að bjóða sig fram, auk þess sem hann hefur skráð sig til leiks í forkosningum Demókrata í minnst þremur ríkjum, til þess að tryggja sér pláss á kjörseðlinum bjóði hann sig fram. Gríðarleg auglýsingaherferð framundan Það sem meira er hefur hann sett til hliðar 30 milljóna dollara auglýsingasjóð sem nota á í sjónvarpsauglýsingar, um 3,7 milljarða íslenskra króna. Auglýsingaherferðin mun fara af stað á morgun í nokkrum ríkjum þar sem forkosningar eru framundan. Um tíu vikur eru í fyrstu forkosningar demókrata, í Iowa þann 3. febrúar á næsta ári. Bjóði Bloomberg sig fram er talið að hann muni sleppa því að taka þátt í fyrstu fjórum forkosningunum, í Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu. Þess í stað mun hann hefja leik í mars en í þeim mánuði fer meginþungi forkosninga Demókrata fram.Væntanlegir mótframbjóðendur ekki kátir Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders.Ætlar sér bara einn dollara í árslaun Bloomberg er ofarlega á lista yfir ríkustu jarðarbúa heims en heildareignir hans eru metnar á um 50 milljarða dollara, um sex þúsund milljarða króna. Þannig segja ráðgjafar hans að ríkidæmi hans geri honum kleyft að vera ótengdur hagsmunaaðilum og því muni hann ekki taka við neinum styrkjum.Verði hann kjörin mun hann að sögn ráðgjafa hans aðeins þiggja einn dollara í árslaun, um 120 krónur, verði hann kjörinn sem forseti, líkt og hann gerði þegar hann sat í borgarstjórastól New York borgar frá 2002 til ársins 2013.Hafa skal í huga að bjóði Bloomberg sig fram án þess að þiggja styrki mun hann ekki geta tekið þátt í kappræðum Demókrata. Til þess að fá boð þangað þurfa frambjóðendur annars vegar að uppfylla lágmarksfylgi í skoðanakönnunum og ná ákveðnum viðmiðum hvað varðar upphæðir styrkja frá almenningi.Ráðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson, segir að Bloomberg muni aðeins nota eigið fjármagn til þess að fjármagna kosningabaráttunna. Vasarnir virðast vera afar djúpir en Wolfson var spurður að því hversu miklu fjármagni Bloomberg væri til í að leggja í framboðið. Svarið var einfalt.„Hvað sem þarf til þess að sigra Donald Trump.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15 Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15
Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent