Brýnast að auka vegaöryggi á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. nóvember 2019 12:45 Sæmundur segir að brýnustu samgöngumálin á Suðurlandi séu að auka vegaöryggi og það sé gert með því að styrkja löggæsluna. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Brýnustu málin, sem lúta að samgöngum á Suðurlandi er að auka vegaöryggi með því að styrkja löggæslu á svæðinu og að styrkja viðbragðsaðilana, sem sinna útköllum á vegunum ef eitthvað gerist. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa verið með samgöngunefnd starfandi, sem skilaði skýrslu af sér á ársþingi samtakanna, sem fór nýlega fram á Hótel Geysi. Nefndin hafði það hlutverk að rýna í það sem betur mætti fara í samgöngumálum á Suðurlandi og að fara yfir það sem er vel gert. Sæmundur Helgason, sveitarstjórnarmaður á Hornafirði var formaður nefndarinnar. Hver eru brýnustu málin þegar samgöngur eru annars vegar að hans mati og nefndarinnar? „Brýnustu málin eru að auka vegaöryggi og það gerum við með því að styrkja löggæsluna, styrkja almannavarnir og viðbragðsaðilana, sem sinna þessum málaflokki“, segir Sæmundur um leið og hann bætir því við að löggæsla sé mjög góð í dag en að það hafi sýnt sig að með því að bæta hana þá er hægt að ná góðum árangri, sérstaklega varðandi umferðarhraða og slysatíðni. „Það hefur sýnt sig að efling þessara þátta hefur áhrif til góðs“, segir hann.Sæmundur Helgason, formaður samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sæmundur segir að einbreiðar brýr á Suðurlandi séu sérstakt viðfangsefni sem þarf að taka á í samgöngumálum, þeim þurfi að útrýma enda stórhættulegar. „Eins og staðan er núna á þjóðvegi eitt þá eru þær tuttugu og ein talsins, þar að segja frá Reykjavík austur í Hvalnesskriður og fleiri eftir því sem austar dregur, en tuttugu og ein eins og staðan er núna“. Sæmundur segist ánægður með störf samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélagi. „Já, ég er ánægður með nefndastörfin, sem gengu vel. Við fengum góða gesti á fundi nefndarinnar, sem voru með góðar ábendingar og vonandi getum við fari áfram veginn með öllu, sem við erum að ýta á og pota í til þess að fá fjármagn og fá betrum bætur öllum til heilla“. Lögreglan Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Brýnustu málin, sem lúta að samgöngum á Suðurlandi er að auka vegaöryggi með því að styrkja löggæslu á svæðinu og að styrkja viðbragðsaðilana, sem sinna útköllum á vegunum ef eitthvað gerist. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa verið með samgöngunefnd starfandi, sem skilaði skýrslu af sér á ársþingi samtakanna, sem fór nýlega fram á Hótel Geysi. Nefndin hafði það hlutverk að rýna í það sem betur mætti fara í samgöngumálum á Suðurlandi og að fara yfir það sem er vel gert. Sæmundur Helgason, sveitarstjórnarmaður á Hornafirði var formaður nefndarinnar. Hver eru brýnustu málin þegar samgöngur eru annars vegar að hans mati og nefndarinnar? „Brýnustu málin eru að auka vegaöryggi og það gerum við með því að styrkja löggæsluna, styrkja almannavarnir og viðbragðsaðilana, sem sinna þessum málaflokki“, segir Sæmundur um leið og hann bætir því við að löggæsla sé mjög góð í dag en að það hafi sýnt sig að með því að bæta hana þá er hægt að ná góðum árangri, sérstaklega varðandi umferðarhraða og slysatíðni. „Það hefur sýnt sig að efling þessara þátta hefur áhrif til góðs“, segir hann.Sæmundur Helgason, formaður samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sæmundur segir að einbreiðar brýr á Suðurlandi séu sérstakt viðfangsefni sem þarf að taka á í samgöngumálum, þeim þurfi að útrýma enda stórhættulegar. „Eins og staðan er núna á þjóðvegi eitt þá eru þær tuttugu og ein talsins, þar að segja frá Reykjavík austur í Hvalnesskriður og fleiri eftir því sem austar dregur, en tuttugu og ein eins og staðan er núna“. Sæmundur segist ánægður með störf samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélagi. „Já, ég er ánægður með nefndastörfin, sem gengu vel. Við fengum góða gesti á fundi nefndarinnar, sem voru með góðar ábendingar og vonandi getum við fari áfram veginn með öllu, sem við erum að ýta á og pota í til þess að fá fjármagn og fá betrum bætur öllum til heilla“.
Lögreglan Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira