Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 08:09 Julian Assange. Vísir/getty Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. Í bréfi læknanna segir að Assange sé svo heilsuveill að þeir óttist að hann gæti látið lífið í fangelsinu. Guardian greinir frá. Assange hefur verið í fangelsinu síðan hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann er m.a. ákærður fyrir fjölda brota í Bandaríkjunum, sem hafa lagt fram framsalsbeiðni á hendur honum, og þar gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi. Sjá einnig: Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Tugir lækna hafa nú sent Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, bréf þar sem mælst er til þess að Assange verði færður úr Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum og á háskólasjúkrahús í borginni. Læknarnir byggja mat sitt á „átakanlegum vitnisburði“ þeirra sem sáu Assange þegar hann var leiddur fyrir dómara í október síðastliðnum, svo og á skýrslu Nils Melzer, sérstaks skýrslugerðarmanns Sameinuðu þjóðanna um pyntingar. Guardian hefur eftir Melzer að skeytingarleysið og ofbeldið sem Assange sé beittur í fangelsinu gæti kostað hann lífið, fyrr en síðar. „Við ritum þetta opna bréf, sem læknar, til að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum okkar af líkamlegri og andlegri heilsu Julians Assange,“ segir í bréfi læknanna. „Komi ekki til þess að ráðist verði í bráðnauðsynlega meðferð og mat [á heilsu Assange], höfum við raunverulegar áhyggjur af því, byggðar á sönnunargögnum sem nú eru tiltæk, að herra Assange gæti dáið í fangelsi. […] Við höfum engan tíma að missa.“ Kristinn Hrafnsson gagnrýndi aðbúnað Assange í fangelsinu í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Læknarnir sem skrifa undir bréfið eru frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Svíþjóð, Ítalíu, Þýskalandi, Srí Lanka og Póllandi. Í frétt Guardian segir að Assange hafi virst veikburða þegar hann var leiddur fyrir dómara í síðasta mánuði. Þá hafi hann einnig virst ringlaður í hvert skipti sem hann var beðinn um að tala. Hann hafi átt í erfiðleikum með að muna afmælisdag sinn og tjáði dómaranum í lok réttarhaldanna að hann hefði ekki skilið það sem þar hefði farið fram. Saksóknarar í Svíþjóð lögðu í síðustu viku niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sagði í kjölfarið að málið væri réttarsfarslegur skandall en minnti um leið á það sem hann kallaði „stóra málið“, áðurnefnda ákæru ríkisstjórnar Donalds Trumps sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda,“ sagði Kristinn. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. Í bréfi læknanna segir að Assange sé svo heilsuveill að þeir óttist að hann gæti látið lífið í fangelsinu. Guardian greinir frá. Assange hefur verið í fangelsinu síðan hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann er m.a. ákærður fyrir fjölda brota í Bandaríkjunum, sem hafa lagt fram framsalsbeiðni á hendur honum, og þar gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi. Sjá einnig: Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Tugir lækna hafa nú sent Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, bréf þar sem mælst er til þess að Assange verði færður úr Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum og á háskólasjúkrahús í borginni. Læknarnir byggja mat sitt á „átakanlegum vitnisburði“ þeirra sem sáu Assange þegar hann var leiddur fyrir dómara í október síðastliðnum, svo og á skýrslu Nils Melzer, sérstaks skýrslugerðarmanns Sameinuðu þjóðanna um pyntingar. Guardian hefur eftir Melzer að skeytingarleysið og ofbeldið sem Assange sé beittur í fangelsinu gæti kostað hann lífið, fyrr en síðar. „Við ritum þetta opna bréf, sem læknar, til að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum okkar af líkamlegri og andlegri heilsu Julians Assange,“ segir í bréfi læknanna. „Komi ekki til þess að ráðist verði í bráðnauðsynlega meðferð og mat [á heilsu Assange], höfum við raunverulegar áhyggjur af því, byggðar á sönnunargögnum sem nú eru tiltæk, að herra Assange gæti dáið í fangelsi. […] Við höfum engan tíma að missa.“ Kristinn Hrafnsson gagnrýndi aðbúnað Assange í fangelsinu í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Læknarnir sem skrifa undir bréfið eru frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Svíþjóð, Ítalíu, Þýskalandi, Srí Lanka og Póllandi. Í frétt Guardian segir að Assange hafi virst veikburða þegar hann var leiddur fyrir dómara í síðasta mánuði. Þá hafi hann einnig virst ringlaður í hvert skipti sem hann var beðinn um að tala. Hann hafi átt í erfiðleikum með að muna afmælisdag sinn og tjáði dómaranum í lok réttarhaldanna að hann hefði ekki skilið það sem þar hefði farið fram. Saksóknarar í Svíþjóð lögðu í síðustu viku niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sagði í kjölfarið að málið væri réttarsfarslegur skandall en minnti um leið á það sem hann kallaði „stóra málið“, áðurnefnda ákæru ríkisstjórnar Donalds Trumps sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda,“ sagði Kristinn.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14
„Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30