Varar við framsetningu íslenskra verslana í aðdraganda svarts fössara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2019 13:42 Arnar tók eftir því að skápur sem auglýstur var á 289.990 krónur með miklum afslætti á vef fyrirtækisins í morgun kostaði það sama fyrir helgi. Árvökull Akureyringur segir AB varahluti svipta neytendur rétti sínum til að taka upplýsta ákvörðun við kaup með auglýsingum sínum um vörur á tilboði. Verkfæraskápar eru auglýstir með miklum afslætti en athygli vekur að afslátturinn er af verði sem er mun hærra en skáparnir kostuðu nýlega í versluninni. Neytendur og verslanir bíða mörg hver í ofvæni eftir komandi föstudegi, hinum svonefnda Svarta föstudegi þar sem neytendur eiga að geta gert kjarakaup í anda „Black Friday“ í Bandaríkjunum, dagsins eftir Þakkagjörðahátíðina. Arnar Einarsson, viðskipafræðingur á Akureyri, vekur athygli á því á Facebook-síðunni „Vertu á verði - eftirlit með verðlagi“ að AB varahlutir auglýsi verkfæraskáp til sölu með 50% afslætti. Hann kostar nú 244.940 krónur á vefsíðu verslunarinnar sem er 50% af uppsettu verði, 489.879 krónum. „Black Friday forpöntun aðeins!“ stendur með auglýsingunni á vef AB varahluta. „Til ykkar allra sem ætla að reyna að gera góð kaup á „Black Friday“ eða álíka útsölu, ekki trúa „fullu verði“ í hálfa sekúndu,“ segir Arnar. Hins vegar var uppsett verð á þessum skáp 387.832 krónur fyrir helgi en var þá til sölu með um 20% afslætti. „Elska, elska, elska hvað íslenskar verslanir eru heiðarlegar,“ segir Arnar með færslu sinni.Skápur auglýstur til sölu á 244.940 krónur í morgun.Hann bendir á annað svipað dæmi þar sem önnur tegund af verkfæraskáp er auglýstur til sölu með rúmlega 30% afslætti. Kostar nú með afslætti 289.990 krónur en uppsett verð sé 455.073 krónur. Hins vegar var uppsett verð á sama verkfæraskáp nýlega 289.990 krónur. Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu segir um útsölur og tilboð að óheimilt sé að auglýsa eða tilkynna útsölu þar sem selt er á lækkuðu verði nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og að þeir geti áttað sig á verðmuninum. Arnar segist í samtali við Vísi hafa fengið þau svör hjá þjónustufulltrúa AB varahluta á Facebook að í öðru tilfellinu hefði innkaupsverð á skápnum skyndilega hækkað en í hinu hefði fyrra verð verið tilboðsverð. Segir enga tilraun til blekkingar Loftur Guðni Matthíasson, framkvæmdastjóri AB varahluta, segir enga tilraun gerða til að blekkja neytendur. Fyrirtækið sé með 29 þúsund vörur á skrá og ætli að bjóða upp á frábær verð í kringum svartan föstudag. Hann segir Audi limited verkfæraskápinn hafa verið á tilboði á síðunni á 289.990 krónur. Upphaflega verðið hafi hreinlega ekki verið sýnilegt á heimasíðunni. Við uppfærslu á vefnum í tengslum við útsöluna hafi upphaflega verðinu verið bætt inn svo þetta líti illa út. Eftir ábendingar í morgun hafi svo verðið verið lækkað enn meira og skápurinn kosti í kringum 250 þúsund krónur. „Ef þetta væri lagervara myndi ég skilja áhyggjurnar. En það eru tveir skápar eftir og bara verið að reyna að losa þá,“ segir Loftur. Hvað hinn skápinn varði þá sé um sérpöntun að ræða. Varan hafi komið til AB varahluta á sínum tíma á tilboðsverði að utan. Nú hafi komið ný sending þar sem varan kostaði mun meira við innkaup. Engu að síður sé hún á miklum afslætti eins og fjöldi annarra hluta í þessari viku.Fréttin hefur verið uppfærð. Neytendur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Árvökull Akureyringur segir AB varahluti svipta neytendur rétti sínum til að taka upplýsta ákvörðun við kaup með auglýsingum sínum um vörur á tilboði. Verkfæraskápar eru auglýstir með miklum afslætti en athygli vekur að afslátturinn er af verði sem er mun hærra en skáparnir kostuðu nýlega í versluninni. Neytendur og verslanir bíða mörg hver í ofvæni eftir komandi föstudegi, hinum svonefnda Svarta föstudegi þar sem neytendur eiga að geta gert kjarakaup í anda „Black Friday“ í Bandaríkjunum, dagsins eftir Þakkagjörðahátíðina. Arnar Einarsson, viðskipafræðingur á Akureyri, vekur athygli á því á Facebook-síðunni „Vertu á verði - eftirlit með verðlagi“ að AB varahlutir auglýsi verkfæraskáp til sölu með 50% afslætti. Hann kostar nú 244.940 krónur á vefsíðu verslunarinnar sem er 50% af uppsettu verði, 489.879 krónum. „Black Friday forpöntun aðeins!“ stendur með auglýsingunni á vef AB varahluta. „Til ykkar allra sem ætla að reyna að gera góð kaup á „Black Friday“ eða álíka útsölu, ekki trúa „fullu verði“ í hálfa sekúndu,“ segir Arnar. Hins vegar var uppsett verð á þessum skáp 387.832 krónur fyrir helgi en var þá til sölu með um 20% afslætti. „Elska, elska, elska hvað íslenskar verslanir eru heiðarlegar,“ segir Arnar með færslu sinni.Skápur auglýstur til sölu á 244.940 krónur í morgun.Hann bendir á annað svipað dæmi þar sem önnur tegund af verkfæraskáp er auglýstur til sölu með rúmlega 30% afslætti. Kostar nú með afslætti 289.990 krónur en uppsett verð sé 455.073 krónur. Hins vegar var uppsett verð á sama verkfæraskáp nýlega 289.990 krónur. Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu segir um útsölur og tilboð að óheimilt sé að auglýsa eða tilkynna útsölu þar sem selt er á lækkuðu verði nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og að þeir geti áttað sig á verðmuninum. Arnar segist í samtali við Vísi hafa fengið þau svör hjá þjónustufulltrúa AB varahluta á Facebook að í öðru tilfellinu hefði innkaupsverð á skápnum skyndilega hækkað en í hinu hefði fyrra verð verið tilboðsverð. Segir enga tilraun til blekkingar Loftur Guðni Matthíasson, framkvæmdastjóri AB varahluta, segir enga tilraun gerða til að blekkja neytendur. Fyrirtækið sé með 29 þúsund vörur á skrá og ætli að bjóða upp á frábær verð í kringum svartan föstudag. Hann segir Audi limited verkfæraskápinn hafa verið á tilboði á síðunni á 289.990 krónur. Upphaflega verðið hafi hreinlega ekki verið sýnilegt á heimasíðunni. Við uppfærslu á vefnum í tengslum við útsöluna hafi upphaflega verðinu verið bætt inn svo þetta líti illa út. Eftir ábendingar í morgun hafi svo verðið verið lækkað enn meira og skápurinn kosti í kringum 250 þúsund krónur. „Ef þetta væri lagervara myndi ég skilja áhyggjurnar. En það eru tveir skápar eftir og bara verið að reyna að losa þá,“ segir Loftur. Hvað hinn skápinn varði þá sé um sérpöntun að ræða. Varan hafi komið til AB varahluta á sínum tíma á tilboðsverði að utan. Nú hafi komið ný sending þar sem varan kostaði mun meira við innkaup. Engu að síður sé hún á miklum afslætti eins og fjöldi annarra hluta í þessari viku.Fréttin hefur verið uppfærð.
Neytendur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira