„Það er einfaldlega verið að murka lífið úr þessum manni á meðan við aðhöfumst ekkert“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 15:21 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, hefur miklar áhyggjur af Julian Assange, stofnanda Wikileaks og þekkir hann ekki lengur fyrir sama mann vegna þeirrar meðferðar sem hann hefur sætt. Vísir/Vilhelm „Hann hefur horast, honum hefur hrakað. Ég þekki hann ekki fyrir sama mann. Þetta er maður sem hægt var að ræða við um öll heimsmál, eitilskarpur hugsuður sem á stundum erfitt með að klára setningar á verstu stundum í dag.“ Með þessum hætti lýsir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, vini sínum Julian Assange, stofnanda WikiLeaks sem situr á bakvið lás og slá í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Sér hvernig lífið fjarar úr augum hans Yfir sextíu læknar, frá hinum ýmsu löndum, hafa skrifað undir opið bréf þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Assange. Læknarnir óttast að með þessu áframhaldi muni hann láta lífið í fangelsinu. Breska dagblaðið The Guardian birti bréf læknanna sem er jafnframt áskorun á innanríkisráðherra Bretlands um að færa Assange úr fangelsinu og á háskólasjúkrahús í borginni. Læknarnir byggja mat sitt á átakanlegum vitnisburði þeirra sem sáu Assange þegar hann var leiddur fyrir dómara í október síðastliðnum en einnig á skýrslu um pyntingar sem Nils Melzer gerði fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Í skýrslunni er fullyrt að skeytingarleysið og ofbeldið sem Assange sé beittur í fangelsinu gæti kostað hann lífið, fyrr en síðar. „Þessi yfirlýsing er tímabær og ekki úr lausu lofti gripin. Það hefur legið fyrir lengi að heilsu Julians Assange hefur hrakað mikið. Það hefur verið deginum ljósara fyrir okkur sem höfum setið í réttarsal og aðra sem hafa séð honum bregða fyrir þar, hvernig heilsu hans hefur hrakað.“ Kristinn hefur sjálfur heimsótt Assange í öryggisfangelsið. „Ég líð fyrir það að sjá hvernig lífið er að fjara út í augum þessa manns. Þetta er ekkert annað en skandall. Hann er í varðhaldi en honum er haldið í mesta öryggisfangelsi Bretlands og undir kringumstæðum sem eru ómannúðlegar og allt gert af fangelsisyfirvöldum til að gera honum lífið hvað óbærilegast,“ segir Kristinn. Assange var afhentur breskum yfirvöldum í apríl þegar Ekvadorar afturkölluðu hæli sem hann hafði notið hjá þeim. Nú er hann í öryggisfangelsinu Belmarsh í Lundúnum.Vísir/EPA Hann segir framsalskröfu Bandaríkjanna vera pólitíska ofsókn af verstu sort. Hún sé ekki bara árás á Assange persónulega heldur árás á blaðamennsku. „Það sem þessir læknar eru að gera er að gera kröfu um mannúð sem við teljum okkur standa fyrir hér á Vesturlöndum en gagnrýnum oft önnur ríki fyrir að sinna ekki nægilega. Bretar hafa sett af stað átak til að berjast fyrir frjálsri blaðamennsku í heiminum en á sama tíma situr einn afkastamesti og áhrifamesti blaðamaður heimsins í þeirra eigin fangelsi. Þetta er hræsni og þessu hefur verið mótmælt af alþjóðasamtökum, mörgum hverjum, og þarna eru þessir læknar að draga fram þá staðreynd að það er einfaldlega verið að murka lífið úr þessum manni á meðan við aðhöfumst ekkert.“ Taglhnýtingsháttur gagnvart Trump-stjórninni Aðspurður hvort hann teldi ekki að áskorun lækanna hefði þýðingu og hvort yfirlýsingin myndi ekki höfða til samvisku stjórnvalda í Bretlandi svarar Kristinn því til að hann myndi ætla það. „En maður myndi líka ætla það að bresk yfirvöld myndu til að mynda hlýða og taka mark á stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem hafa ályktað núna í mörg ár að ástandið á Assange sé fullkomlega á ábyrgð breskra stjórnvalda og eigi þar að bregðast við, leysa úr og borga honum bætur fyrir,“ segir Kristinn sem hélt áfram. „Maður myndi ætla það að þegar fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum pyntinga tekur svo afdráttarlaust af skarið um að hann hafi aldrei á sínum 20 ára ferli séð aðra eins meðferð á einstaklingi í vestrænu lýðræðisríki að þá myndu stjórnvöld bregðast við. Þetta hefur allt saman verið hundsað.“ Kristinn tók mið af orðum bresks dómara sem sagði að úrskurðir Sameinuðu þjóðanna hefðu ekkert gildi í sínum réttarsal. Kristinn sagði að þetta væri enn eitt dæmið þar sem verið sé að þenja út mörkin. „Verið er að brjóta niður norm alþjóðalaga og samstöðu um gildi. Það virðist öllu mega fórna fyrir þessa ofstækisfullu aðför að Julian Assange og WikiLeaks.“ Spilar það inn í hversu valdamikil bandaríska þjóðin er og hversu mikil ítök hún hefur í Evrópu? „Vitaskuld spilar það inn í. Það er náttúrulega ástæðan fyrir því að svo hefur fram farið í Bretlandi. Þar er taglhnýtingshátturinn gagnvart Trump-stjórninni slíkur að manni sundlar. Þetta er einungis gert til að þjónkast við þessa hagsmuni bandarískra stjórnvalda í þessu ofstæki sem ég hef lýst,“ segir Kristinn. Bretland Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
„Hann hefur horast, honum hefur hrakað. Ég þekki hann ekki fyrir sama mann. Þetta er maður sem hægt var að ræða við um öll heimsmál, eitilskarpur hugsuður sem á stundum erfitt með að klára setningar á verstu stundum í dag.“ Með þessum hætti lýsir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, vini sínum Julian Assange, stofnanda WikiLeaks sem situr á bakvið lás og slá í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Sér hvernig lífið fjarar úr augum hans Yfir sextíu læknar, frá hinum ýmsu löndum, hafa skrifað undir opið bréf þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Assange. Læknarnir óttast að með þessu áframhaldi muni hann láta lífið í fangelsinu. Breska dagblaðið The Guardian birti bréf læknanna sem er jafnframt áskorun á innanríkisráðherra Bretlands um að færa Assange úr fangelsinu og á háskólasjúkrahús í borginni. Læknarnir byggja mat sitt á átakanlegum vitnisburði þeirra sem sáu Assange þegar hann var leiddur fyrir dómara í október síðastliðnum en einnig á skýrslu um pyntingar sem Nils Melzer gerði fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Í skýrslunni er fullyrt að skeytingarleysið og ofbeldið sem Assange sé beittur í fangelsinu gæti kostað hann lífið, fyrr en síðar. „Þessi yfirlýsing er tímabær og ekki úr lausu lofti gripin. Það hefur legið fyrir lengi að heilsu Julians Assange hefur hrakað mikið. Það hefur verið deginum ljósara fyrir okkur sem höfum setið í réttarsal og aðra sem hafa séð honum bregða fyrir þar, hvernig heilsu hans hefur hrakað.“ Kristinn hefur sjálfur heimsótt Assange í öryggisfangelsið. „Ég líð fyrir það að sjá hvernig lífið er að fjara út í augum þessa manns. Þetta er ekkert annað en skandall. Hann er í varðhaldi en honum er haldið í mesta öryggisfangelsi Bretlands og undir kringumstæðum sem eru ómannúðlegar og allt gert af fangelsisyfirvöldum til að gera honum lífið hvað óbærilegast,“ segir Kristinn. Assange var afhentur breskum yfirvöldum í apríl þegar Ekvadorar afturkölluðu hæli sem hann hafði notið hjá þeim. Nú er hann í öryggisfangelsinu Belmarsh í Lundúnum.Vísir/EPA Hann segir framsalskröfu Bandaríkjanna vera pólitíska ofsókn af verstu sort. Hún sé ekki bara árás á Assange persónulega heldur árás á blaðamennsku. „Það sem þessir læknar eru að gera er að gera kröfu um mannúð sem við teljum okkur standa fyrir hér á Vesturlöndum en gagnrýnum oft önnur ríki fyrir að sinna ekki nægilega. Bretar hafa sett af stað átak til að berjast fyrir frjálsri blaðamennsku í heiminum en á sama tíma situr einn afkastamesti og áhrifamesti blaðamaður heimsins í þeirra eigin fangelsi. Þetta er hræsni og þessu hefur verið mótmælt af alþjóðasamtökum, mörgum hverjum, og þarna eru þessir læknar að draga fram þá staðreynd að það er einfaldlega verið að murka lífið úr þessum manni á meðan við aðhöfumst ekkert.“ Taglhnýtingsháttur gagnvart Trump-stjórninni Aðspurður hvort hann teldi ekki að áskorun lækanna hefði þýðingu og hvort yfirlýsingin myndi ekki höfða til samvisku stjórnvalda í Bretlandi svarar Kristinn því til að hann myndi ætla það. „En maður myndi líka ætla það að bresk yfirvöld myndu til að mynda hlýða og taka mark á stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem hafa ályktað núna í mörg ár að ástandið á Assange sé fullkomlega á ábyrgð breskra stjórnvalda og eigi þar að bregðast við, leysa úr og borga honum bætur fyrir,“ segir Kristinn sem hélt áfram. „Maður myndi ætla það að þegar fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum pyntinga tekur svo afdráttarlaust af skarið um að hann hafi aldrei á sínum 20 ára ferli séð aðra eins meðferð á einstaklingi í vestrænu lýðræðisríki að þá myndu stjórnvöld bregðast við. Þetta hefur allt saman verið hundsað.“ Kristinn tók mið af orðum bresks dómara sem sagði að úrskurðir Sameinuðu þjóðanna hefðu ekkert gildi í sínum réttarsal. Kristinn sagði að þetta væri enn eitt dæmið þar sem verið sé að þenja út mörkin. „Verið er að brjóta niður norm alþjóðalaga og samstöðu um gildi. Það virðist öllu mega fórna fyrir þessa ofstækisfullu aðför að Julian Assange og WikiLeaks.“ Spilar það inn í hversu valdamikil bandaríska þjóðin er og hversu mikil ítök hún hefur í Evrópu? „Vitaskuld spilar það inn í. Það er náttúrulega ástæðan fyrir því að svo hefur fram farið í Bretlandi. Þar er taglhnýtingshátturinn gagnvart Trump-stjórninni slíkur að manni sundlar. Þetta er einungis gert til að þjónkast við þessa hagsmuni bandarískra stjórnvalda í þessu ofstæki sem ég hef lýst,“ segir Kristinn.
Bretland Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. 25. nóvember 2019 08:09