Íslenski handknattleiksmaðurinn Viggó Kristjánsson hefur samið við annað þýska úrvalsdeildarliðið á innan við mánuði ef marka má staðarblaðið í Stuttgart.
Þar segir að Viggó hafi náð samkomulagi um að ganga til liðs við Stuttgart næsta sumar.
Þetta var jafnframt fullyrt í hlaðvarpsþættinum Handkastið í gær.
Aðeins eru nokkrir dagar síðan Viggó færði sig um set í þýsku úrvalsdeildinni þegar hann fór frá Leipzig og gekk í raðir Wetzlar.
Viggó er á sínu fyrsta ári í þýska boltanum en hann gekk til liðs við Leipzig frá austurríska úrvalsdeildarliðinu West Wien síðasta sumar.
Gangi Viggó í raðir Stuttgart hittir hann fyrir landa sinn þar sem Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson er á mála hjá félaginu en hann er einnig á sínu fyrsta ári í þýska boltanum eftir að hafa yfirgefið Aftureldingu
Viggó aftur að fá nýjan samning í Þýskalandi

Tengdar fréttir

Sá fram á að fá minni spiltíma hjá Leipzig innan tíðar
Viggó Kristjánsson færði sig um set í Þýskalandi.

Sportpakkinn: Viggó samdi við Wetzlar
Viggó Kristjánsson hefur færst sig um set í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en hann mun spila með Wetzlar það sem eftir er tímabils.