Namibía ljósárum á undan Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 14:41 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bar saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda og stjórnvalda í Namibíu í skugga Samherjamálsins. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, finnst að íslensk stjórnvöld ættu að taka Namibíu til fyrirmyndar í spillingarvörnum í „stað þess að tala landið niður eins og sumum háttvirtum þingmönnum og hæstvirtum ráðherrum hér í þessum sal hefur orðið á að gera.“ Þórhildur Sunna gerði Samherjamálið að umfjöllunarefni í ræðu sem hún hélt í dag undir liðnum störf þingsins. Hún hóf mál sitt á því rekja þær ráðstafanir sem stjórnvöld í Namibíu hafa gripið til eftir að málið kom upp. Hún bar viðbrögðin saman við viðbrögð íslenskra stjórnvalda. „Sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra hafa sagt af sér, sérstök löggæslustofnun um varnir gegn spillingu hefur hafið rannsókn og handtekið sjávarútvegsráðherra og gefið það út að öll rannsóknargögn beri það með sér að stórfelldar mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi átt sér stað,“ segir Þórhildur Sunna. Uppljóstrarar séu verndaðir með lögum í Namibíu, ólíkt Íslandi. Það auðveldi þeim mönnum sem viti af og hafa jafnvel tekið þátt í glæpsamlegu athæfi að stíga fram og aðstoða stjórnvöld við að upplýsa um glæpastarfsemi og spillingu. „Hér er ég ekki að tala um Ísland, virðulegi forseti, heldur Namibíu, sem sumir vilja afgreiða sem vanþróað og bláfátækt þróunarríki. Namibía er þó ljósárum á undan okkur Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu eins og frásögn mín hér ber með sér.“ Þá nefnir Þórhildur Sunna að öfugt við Ísland hafi Namibía komið á fót stofnun sem sérhæfi sig í að rannsaka spillingarbrot. „Hér heima höfum við horft upp á það ár eftir ár að uppljóstraraverndinni er ýtt út af borðinni á þinginu af óljósum ástæðum. Nú eða kannski ekki svo óljósum ef marka má umsögn Samtaka atvinnulífsins sem finnst fyrirliggjandi frumvarp hæstvirts forsætisráðherra ganga allt of langt og auka líkur á misnotkun starfsmanna sem vilja hefna sín á fyrrum vinnuveitendum. Sömu samtaka sem sögðu okkur, fyrir ekki svo löngu, í umsögn við frumvarp sama ráðherra um skráningu hagsmunavarða, eða lobbíista, með leyfi forseta að hér á landi tíðkist ekki spilling, eða það er að segja að það tíðkist ekki að spilling birtist í því að sterkir sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á þau með viðbrögðum sínum með einstökum ákvörðunum.“ Þegar Þórhildur Sunna hafði lokið við að ræða um inntak umsagnar Samtaka atvinnulífsins skellti hún upp úr. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, finnst að íslensk stjórnvöld ættu að taka Namibíu til fyrirmyndar í spillingarvörnum í „stað þess að tala landið niður eins og sumum háttvirtum þingmönnum og hæstvirtum ráðherrum hér í þessum sal hefur orðið á að gera.“ Þórhildur Sunna gerði Samherjamálið að umfjöllunarefni í ræðu sem hún hélt í dag undir liðnum störf þingsins. Hún hóf mál sitt á því rekja þær ráðstafanir sem stjórnvöld í Namibíu hafa gripið til eftir að málið kom upp. Hún bar viðbrögðin saman við viðbrögð íslenskra stjórnvalda. „Sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra hafa sagt af sér, sérstök löggæslustofnun um varnir gegn spillingu hefur hafið rannsókn og handtekið sjávarútvegsráðherra og gefið það út að öll rannsóknargögn beri það með sér að stórfelldar mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi átt sér stað,“ segir Þórhildur Sunna. Uppljóstrarar séu verndaðir með lögum í Namibíu, ólíkt Íslandi. Það auðveldi þeim mönnum sem viti af og hafa jafnvel tekið þátt í glæpsamlegu athæfi að stíga fram og aðstoða stjórnvöld við að upplýsa um glæpastarfsemi og spillingu. „Hér er ég ekki að tala um Ísland, virðulegi forseti, heldur Namibíu, sem sumir vilja afgreiða sem vanþróað og bláfátækt þróunarríki. Namibía er þó ljósárum á undan okkur Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu eins og frásögn mín hér ber með sér.“ Þá nefnir Þórhildur Sunna að öfugt við Ísland hafi Namibía komið á fót stofnun sem sérhæfi sig í að rannsaka spillingarbrot. „Hér heima höfum við horft upp á það ár eftir ár að uppljóstraraverndinni er ýtt út af borðinni á þinginu af óljósum ástæðum. Nú eða kannski ekki svo óljósum ef marka má umsögn Samtaka atvinnulífsins sem finnst fyrirliggjandi frumvarp hæstvirts forsætisráðherra ganga allt of langt og auka líkur á misnotkun starfsmanna sem vilja hefna sín á fyrrum vinnuveitendum. Sömu samtaka sem sögðu okkur, fyrir ekki svo löngu, í umsögn við frumvarp sama ráðherra um skráningu hagsmunavarða, eða lobbíista, með leyfi forseta að hér á landi tíðkist ekki spilling, eða það er að segja að það tíðkist ekki að spilling birtist í því að sterkir sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á þau með viðbrögðum sínum með einstökum ákvörðunum.“ Þegar Þórhildur Sunna hafði lokið við að ræða um inntak umsagnar Samtaka atvinnulífsins skellti hún upp úr.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira