Umskurður drengja er tímaskekkja Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 08:15 Það eru ómetanleg forréttindi að fá að búa og alast upp á Íslandi við frelsi og frið. Við Íslendingar búum yfir því láni að hafa frelsi til athafna og getum verið stolt af þeim framförum sem hafa áunnist m.a. í jafnréttismálum, réttindabaráttu hinsegin fólks og réttindum barna. Þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum eigum við enn langt í land til að uppfylla ýmsar skuldbindingar sem við höfum gengist undir á alþjóðavísu til að tryggja réttindi borgaranna. Einn af þeim samningunum sem Ísland er aðili að er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem í ár fagnar 30 ára afmæli. Samningurinn var tímamótasamningur og hefur haft gríðarleg áhrif á réttarstöðu barna um allan heim. Má þar nefna bann við umskurði stúlkna sem tók gildi árið 2005 hér á landi. Hér er um að ræða aðgerðir sem gerðar voru á kynfærum stúlkubarna án þeirra samþykkis, oft á hrottalegan hátt í nafni trúar- og menningarhefða með tilheyrandi þjáningum og jafnvel dauða. Umskurður drengja er þó enn leyfilegur. Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns og getur ollið barninu bæði sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti fullorðinna til að taka óafturkræfar trúar- og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni. Það kann að vera svo að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Íslendingar sem upplýst þjóð, ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Drengir á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir slíku óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Þá fyrst geta Íslendingar sagt að börn á Íslandi njóti verndar í lögum gegn varanlegum líkamsaðgerðum í nafni trúar og menningarhefða. Höfundur er laganemi, stjórnarmeðlimur í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) og jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það eru ómetanleg forréttindi að fá að búa og alast upp á Íslandi við frelsi og frið. Við Íslendingar búum yfir því láni að hafa frelsi til athafna og getum verið stolt af þeim framförum sem hafa áunnist m.a. í jafnréttismálum, réttindabaráttu hinsegin fólks og réttindum barna. Þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum eigum við enn langt í land til að uppfylla ýmsar skuldbindingar sem við höfum gengist undir á alþjóðavísu til að tryggja réttindi borgaranna. Einn af þeim samningunum sem Ísland er aðili að er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem í ár fagnar 30 ára afmæli. Samningurinn var tímamótasamningur og hefur haft gríðarleg áhrif á réttarstöðu barna um allan heim. Má þar nefna bann við umskurði stúlkna sem tók gildi árið 2005 hér á landi. Hér er um að ræða aðgerðir sem gerðar voru á kynfærum stúlkubarna án þeirra samþykkis, oft á hrottalegan hátt í nafni trúar- og menningarhefða með tilheyrandi þjáningum og jafnvel dauða. Umskurður drengja er þó enn leyfilegur. Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns og getur ollið barninu bæði sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti fullorðinna til að taka óafturkræfar trúar- og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni. Það kann að vera svo að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Íslendingar sem upplýst þjóð, ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Drengir á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir slíku óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Þá fyrst geta Íslendingar sagt að börn á Íslandi njóti verndar í lögum gegn varanlegum líkamsaðgerðum í nafni trúar og menningarhefða. Höfundur er laganemi, stjórnarmeðlimur í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) og jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ).
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun