Umskurður drengja er tímaskekkja Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 08:15 Það eru ómetanleg forréttindi að fá að búa og alast upp á Íslandi við frelsi og frið. Við Íslendingar búum yfir því láni að hafa frelsi til athafna og getum verið stolt af þeim framförum sem hafa áunnist m.a. í jafnréttismálum, réttindabaráttu hinsegin fólks og réttindum barna. Þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum eigum við enn langt í land til að uppfylla ýmsar skuldbindingar sem við höfum gengist undir á alþjóðavísu til að tryggja réttindi borgaranna. Einn af þeim samningunum sem Ísland er aðili að er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem í ár fagnar 30 ára afmæli. Samningurinn var tímamótasamningur og hefur haft gríðarleg áhrif á réttarstöðu barna um allan heim. Má þar nefna bann við umskurði stúlkna sem tók gildi árið 2005 hér á landi. Hér er um að ræða aðgerðir sem gerðar voru á kynfærum stúlkubarna án þeirra samþykkis, oft á hrottalegan hátt í nafni trúar- og menningarhefða með tilheyrandi þjáningum og jafnvel dauða. Umskurður drengja er þó enn leyfilegur. Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns og getur ollið barninu bæði sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti fullorðinna til að taka óafturkræfar trúar- og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni. Það kann að vera svo að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Íslendingar sem upplýst þjóð, ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Drengir á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir slíku óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Þá fyrst geta Íslendingar sagt að börn á Íslandi njóti verndar í lögum gegn varanlegum líkamsaðgerðum í nafni trúar og menningarhefða. Höfundur er laganemi, stjórnarmeðlimur í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) og jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það eru ómetanleg forréttindi að fá að búa og alast upp á Íslandi við frelsi og frið. Við Íslendingar búum yfir því láni að hafa frelsi til athafna og getum verið stolt af þeim framförum sem hafa áunnist m.a. í jafnréttismálum, réttindabaráttu hinsegin fólks og réttindum barna. Þrátt fyrir góðan árangur á mörgum sviðum eigum við enn langt í land til að uppfylla ýmsar skuldbindingar sem við höfum gengist undir á alþjóðavísu til að tryggja réttindi borgaranna. Einn af þeim samningunum sem Ísland er aðili að er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem í ár fagnar 30 ára afmæli. Samningurinn var tímamótasamningur og hefur haft gríðarleg áhrif á réttarstöðu barna um allan heim. Má þar nefna bann við umskurði stúlkna sem tók gildi árið 2005 hér á landi. Hér er um að ræða aðgerðir sem gerðar voru á kynfærum stúlkubarna án þeirra samþykkis, oft á hrottalegan hátt í nafni trúar- og menningarhefða með tilheyrandi þjáningum og jafnvel dauða. Umskurður drengja er þó enn leyfilegur. Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns og getur ollið barninu bæði sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti fullorðinna til að taka óafturkræfar trúar- og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni. Það kann að vera svo að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Íslendingar sem upplýst þjóð, ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Drengir á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir slíku óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Þá fyrst geta Íslendingar sagt að börn á Íslandi njóti verndar í lögum gegn varanlegum líkamsaðgerðum í nafni trúar og menningarhefða. Höfundur er laganemi, stjórnarmeðlimur í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) og jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ).
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun