Tilhlökkun en enginn kvíði Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 27. nóvember 2019 18:00 Sturla hefur skorað 66 mörk í deildinni það sem af er og er búinn að vera frábær í horninu – rétt eins og venjulega. Fréttablaðið/Ernir „Ég sofnaði í kringum miðnætti, bara eins og venjulega. Kannski aðeins seinna en ekkert meira en það,“ segir Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, en hann jafnaði metin fyrir ÍR gegn toppliði Hauka með marki úr vítakasti fimm sekúndum fyrir leikslok. Sturla starfar sem byggingafræðingur hjá Arkþingi og var mættur til vinnu venju samkvæmt í gær, eldsnemma í svartamyrkri. „Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að maður nær að ná sér niður eftir svona leiki,“ en viðureignin gæti alveg flokkast undir háspennuleik enda endaði hún 30-30. „Fyrirfram hefði ég alveg þegið stig úr þessum leik en við höfðum tækifæri til að ná góðri forystu þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þá hefðum við alveg getað klárað leikinn. En við jöfnum í lokin og stig er kannski ásættanlegt.“ Sturla hefur stáltaugar og hefur oftar en ekki stigið á vítapunktinn eða tekið mikilvæg lokaskot. Hann segir að hann finni lítið fyrir pressu eða kvíða áður en kemur að stórum skotum. „Það þarf bara að setja boltann í netið. Ég hef verið nokkrum sinnum í þessari stöðu áður og kann ágætlega við mig. Finnst þetta skemmtilegt og þessu fylgir miklu meiri tilhlökkun en stress og kvíði. Það er ekkert svoleiðis. Þetta er viðureign gegn markverðinum og hann er að reyna að verja en ég að reyna að skora. Þetta er einvígi og yfirleitt mjög skemmtilegt.“ Heil umferð er búin í Olísdeild karla og segir Sturla að deildin sé skemmtileg og jöfn. Lítið dugi að mæta værukær í leikina gegn liðum sem eru í neðri hlutanum. „Maður sér alveg fyrir sér að Valur, ÍBV og FH nái sér betur á strik og það er spurning á kostnað hvers það verður. En við erum brattir og ánægðir með það sem við höfum gert og stefnum að því að halda því auðvitað áfram – við spyrjum að leikslokum.“ Sturla segist hugsa vel um sig. Hann fær að stjórna æfingaálaginu og þótt hann sé ekki í gallanum er hann í íþróttahúsinu á æfingum enda aðstoðarþjálfari. „Ég spila þetta eftir eyranu þannig að ef ég er eitthvað lemstraður þá hægi ég á. Bjarni, þjálfari, leyfir mér að spila þetta eftir mínu höfði. Ég er ekkert að fara að hlaupa hraðar eða hoppa hærra úr þessu. Það skiptir líka máli að vera góður í kollinum. Ekki að vera búinn að gera út af við sig á andlega sviðinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
„Ég sofnaði í kringum miðnætti, bara eins og venjulega. Kannski aðeins seinna en ekkert meira en það,“ segir Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, en hann jafnaði metin fyrir ÍR gegn toppliði Hauka með marki úr vítakasti fimm sekúndum fyrir leikslok. Sturla starfar sem byggingafræðingur hjá Arkþingi og var mættur til vinnu venju samkvæmt í gær, eldsnemma í svartamyrkri. „Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að maður nær að ná sér niður eftir svona leiki,“ en viðureignin gæti alveg flokkast undir háspennuleik enda endaði hún 30-30. „Fyrirfram hefði ég alveg þegið stig úr þessum leik en við höfðum tækifæri til að ná góðri forystu þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þá hefðum við alveg getað klárað leikinn. En við jöfnum í lokin og stig er kannski ásættanlegt.“ Sturla hefur stáltaugar og hefur oftar en ekki stigið á vítapunktinn eða tekið mikilvæg lokaskot. Hann segir að hann finni lítið fyrir pressu eða kvíða áður en kemur að stórum skotum. „Það þarf bara að setja boltann í netið. Ég hef verið nokkrum sinnum í þessari stöðu áður og kann ágætlega við mig. Finnst þetta skemmtilegt og þessu fylgir miklu meiri tilhlökkun en stress og kvíði. Það er ekkert svoleiðis. Þetta er viðureign gegn markverðinum og hann er að reyna að verja en ég að reyna að skora. Þetta er einvígi og yfirleitt mjög skemmtilegt.“ Heil umferð er búin í Olísdeild karla og segir Sturla að deildin sé skemmtileg og jöfn. Lítið dugi að mæta værukær í leikina gegn liðum sem eru í neðri hlutanum. „Maður sér alveg fyrir sér að Valur, ÍBV og FH nái sér betur á strik og það er spurning á kostnað hvers það verður. En við erum brattir og ánægðir með það sem við höfum gert og stefnum að því að halda því auðvitað áfram – við spyrjum að leikslokum.“ Sturla segist hugsa vel um sig. Hann fær að stjórna æfingaálaginu og þótt hann sé ekki í gallanum er hann í íþróttahúsinu á æfingum enda aðstoðarþjálfari. „Ég spila þetta eftir eyranu þannig að ef ég er eitthvað lemstraður þá hægi ég á. Bjarni, þjálfari, leyfir mér að spila þetta eftir mínu höfði. Ég er ekkert að fara að hlaupa hraðar eða hoppa hærra úr þessu. Það skiptir líka máli að vera góður í kollinum. Ekki að vera búinn að gera út af við sig á andlega sviðinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira